Fréttablaðið - 17.11.2018, Síða 8

Fréttablaðið - 17.11.2018, Síða 8
Vísindi Prófessorar við Háskóla Íslands og Háskólann á Akureyri leggjast hart gegn frumvarpi heil- brigðisráðherra sem leggur til að vísindasiðanefnd verði veitt heim- ild til að rukka fyrir umsóknir um rannsóknir í heilbrigðisvísindum. Telja þeir hugmyndir ráðherra ekki í takt við að styrkja vísindi og rann- sóknir hér á landi. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðis- ráðherra hefur lagt fram frumvarp á þingi sem gerir henni kleift að setja reglugerð um gjaldtöku vísinda- siðanefndar vegna umsókna um leyfi til að hefja vísindarannsóknir á heilbrigðissviði. Gjaldtaka á borð við þá sem hér er lögð til vísar til framkvæmdar erlendis og mikil- vægis þess að á Íslandi starfi öflug vísindasiðanefnd sem hefur burði til að takast á við þau verkefni sem henni eru falin samkvæmt lögum. Sigurður Kristinsson, prófessor við Háskólann á Akureyri og sér- fræðingur í siðfræði rannsókna, segir þetta varhugaverða þróun. Hann segir áhugavert að Norðmenn skuli ekki fara þessa leið og telur of mörgum spurningum ósvarað hvað þessa lagabreytingu varðar. „Ef gjaldtakan á að standa undir kostnaði er það opinn tékki að mínu mati því kostnaður við rekstur vísindasiðanefndar getur verið reiknaður á ýmsa vegu og menn vita því ekki alveg hvað það þýðir. Einnig er mér sagt að í Svíþjóð sé gjaldið fimm þúsund sænskar krónur. Það er nóg til að vera hamlandi fyrir rannsóknir og skapa ójafnvægi milli rannsak- enda,“ segir Sigurður. „Einnig þurfum við að velta fyrir okkur hvort það sé heppilegt að koma á viðskiptasambandi milli vísindasiðanefndar og rannsak- enda þar sem nefndin á að vera sjálfstæð og óháð. En fyrst og fremst er hættan sú að þetta fjár- magn fari af öðru fé sem öllu jöfnu fer í rannsóknir og vísindi.“ „Þó að í hópi umsækjenda til VSN séu einnig nokkur öflug fyrir- tæki [sem rekin eru í hagnaðar- skyni] á hverju ári sem munar lítið um að greiða til nefndarinnar, þá telur Læknadeild ekki ásættanlegt að fara í þessa vegferð á meðan fjármögnun vísinda á heilbrigðis- sviði stendur jafn illa og raun ber vitni,“ stendur í gagnrýnni umsögn Engilberts Sigurðssonar, prófessors í geðlæknisfræði og forseta lækna- deildar Háskóla Íslands. sveinn@frettabladid.is Gagnrýna hugmyndir ráðherra sem skerða fé til rannsókna Svandís Svavarsdóttir hefur lagt fram frumvarp sem veitir vísindasiðanefnd heimild til að rukka fyrir rannsóknir í heilbrigðisvísindum. Prófessorar við stóru ríkisháskólana eru afar gagnrýnir á hugmyndir ráðherra sem geri lítið annað en að takmarka það litla fé sem fyrir er til rannsókna hér á landi. Svandís Svavarsdóttir hefur lagt fram frumvarp á þingi sem gerir henni kleift að setja reglugerð um gjaldtöku vísinda- siðanefndar vegna umsókna um leyfi til að hefja vísindarannsóknir á heilbrigðissviði. Fréttablaðið/Ernir Engilbert Sigurðs- son, prófessor í geðlæknisfræði og forseti lækna- deildar HÍ. Sigurður Krist- insson, prófessor við Háskólann á akureyri. samgöngur Hópur fimm undir- verktaka hjá Strætó bs. telur sig hafa orðið fyrir og munu verða fyrir veru- legu fjárhagslegu tjóni vegna ítrekaðs framsals á samningi um ferðaþjón- ustu fatlaðra hjá Strætó. Verktakarnir telja að framsalið á samningnum úr þrotabúi Prime Tours til Far-vel á dögunum sé bæði ólögmætt og skaðabótaskylt, eins og framsalið sem átti sér stað þegar samningurinn fór frá Kynnisferðum til Prime Tours. Í yfirlýsingu hópsins, sem saman- stendur af AllIcelandTours ehf., Birni Páli Angantýssyni, Efstahóli ehf., Erlu Harðardóttur og Ferðaglöðum ehf., segir að ætla megi að tjón þeirra á samningstímanum nemi hundruðum milljóna. Verktakarnir unnu árið 2015 að hluta mál fyrir kærunefnd útboðs- mála vegna rammasamnings sem framseldur var frá Kynnisferðum til félags sem síðar átti eftir að heita Prime Tours. Kærunefnd útboðs- mála komst að þeirri niðurstöðu að Strætó væri skaðabótaskylt gagnvart kærendum vegna ólögmæts framsals á samningnum. Þrátt fyrir þær útskýringar skipta- stjóra Prime Tours ehf. í Frétta- blaðinu að um eðlileg viðskipti með eignir búsins hafi verið að ræða og ekki kennitöluflakk, tala verktakarnir berum orðum um kennitöluflakk í þessu samhengi. „Við teljum þetta bera skýrt og aug- ljóst merki um kennitöluflakk sem gerir þetta framsal til Far-vel einnig ólögmætt og skaðabótaskylt,“ segir hópurinn og bendir á að matsmaður hafi þegar metið tjón þeirra á upp- hafstímabili rammasamningsins á tugi milljóna. „Á þeim tíma sem rekstur samn- ingsins við Prime Tours ehf. lá niðri kom í ljós að ætla megi að tjón kær- enda á samningstímabilinu öllu muni nema 400-700 milljónum vegna hins ólögmæta framsals á samningi til Prime Tours ehf. Lögmaður okkar hefur farið yfir þessa útreikninga með okkur og hefur honum verið falið að grípa til allra nauðsynlegra ráðstafana til að meta tjónið sem Strætó bs. hefur valdið okkur og hyggst halda áfram að valda okkur og krefja Strætó um það.“ Verktakarnir segja í yfirlýsingu sinni að þeir telji þó að Strætó sé að baka sér enn hærri skaðabótaskyldu með gjörningnum sem sé „vítaverð sóun á almannafé“ og skýlaust brot á þeim sem viðsemjendum Strætó. – smj Verktakar meta tjón sitt á mörg hundruð milljónir Styr hefur staðið um samninga vegna ferðaþjónustu fatlaðra hjá Strætó bs. Við- skiptin með þrotabú Prime tours lægðu ekki þær öldur. Fréttablaðið/anton brinK Vísindi Það getur reynst kærendum kynferðisbrota afar erfitt að fá sent bréf heim þar sem þeim er tjáð að mál þeirra hafi ekki hlotið náð fyrir augum saksóknara og getur valdið öðru áfalli. Lögregluemb- ættið á Norðurlandi eystra vinnur að betrumbótum á kerfinu og til- raunir hafa verið gerðar til að ræða niðurstöðu saksóknara á fundi með brotaþola. Samstarfsverkefni Háskólans á Akureyri og lögreglunnar er sett á laggirnar til að mæta þörfum þol- enda kynferðisbrota. Rannsóknar- miðstöð Háskólans hefur unnið að rannsóknum á reynslu kærenda nauðgana af réttarvörslukerfinu. „Samkvæmt okkar viðmæl- endum þá virðist það hafa skipt nokkru máli að fá viðtal um niður stöðu héraðssaksóknara. Þeir viðmælendur sem ég ræði við lýsa því að þó að niðurstaða ákæruvaldsins hafi ekki verið í takt við vonir þeirra þá hafi verið betra að fá viðtal um niðurstöð- una í stað þess að fá bréf heim þar sem niðurstaðan er sett fram skriflega,“ segir Karen Birna Þor- valdsdóttir, meistaranemi í heil- brigðisvísindum við HA, sem vinnur að rannsókn á stöðu þol- enda í réttarvörslukerfinu í sam- vinnu við lögregluna. „Að mínu mati þarf að breyta verklaginu hvað varðar að senda bréf til þolenda kynferðisofbeld- is um niðurstöðu ákæruvaldsins, hvort mál verði felld niður eða þau tekin áfram. Hvort þessu verklagi verði fram haldið, að veita viðtal, verður svo að koma í ljós,“ bætir Karen Birna við. – sa Samræða við brotaþola talin skipta sköpum Háskólinn á akureyri. skipulagsmál Vigdís Finnbogadótt- ir, fyrrverandi forseti Íslands, leiðir á morgun mótmæli gegn því „að grafir 600 Reykvíkinga verði lagðar undir hótel“, eins og segir í tilkynningu hóps sem kallar sig Vini Víkurgarðs. Eftir ávarp Vigdísar „munu afkom- endur nokkurra þeirra sem grafnir eru í garðinum lesa nöfn þeirra 600 manna, kvenna og barna sem þar voru jarðsett 1817 til 1838.“ Þá segir að tilgangurinn sé „að mótmæla því að grafarró hinna jarð- settu sé raskað með byggingu hótels sem á að ná yfir austurhluta garðsins. Í þeim hluta Víkurgarðs munu lang- flestir hinna 600 hafa verið grafnir á árunum 1817 til 1838.“ – gar Leiðir mótmæli afkomendanna Vigdís Finnbogardóttir. Bandaríkin Dómari skipaði Hvíta húsinu í gær að afhenda Jim Acosta, fréttamanni CNN, blaðamannapassa sinn í Hvíta húsið aftur. Acosta var sviptur passanum nýverið. Hvíta húsið sagði hann hafa stjakað við starfs- manni og birti Sarah Sanders upplýs- ingafulltrúi myndband sem fjölmiðlar hafa sagt að hafi verið átt við. CNN fór í mál við Hvíta húsið og fleiri vegna málsins. Úrskurður dóm- arans endurspeglar ekki endanlegan dóm í málinu. Þess í stað ákvað dóm- arinn einfaldlega að Acosta skyldi fá passa sinn á meðan dómur hefur ekki verið kveðinn upp. Dómarinn sagði þó líklegt að ákvörðun Hvíta hússins fæli í sér brot á meðal annars tjáningarfrelsi fréttamannsins. Acosta fagnaði úrskurðinum og sagði viðstöddum blaðamönnum að snúa aftur til starfa. Sanders kvað Hvíta húsið mundu framfylgja úrskurðinum og endurskoða verk- lagsreglur til að tryggja sanngjarna blaðamannafundi í framtíðinni. – þea Acosta vinnur áfangasigur 1 7 . n ó V e m B e r 2 0 1 8 l a u g a r d a g u r8 f r é t t i r ∙ f r é t t a B l a ð i ð 1 7 -1 1 -2 0 1 8 0 3 :4 7 F B 1 0 4 s _ P 0 9 7 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 9 6 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 6 A -9 9 8 4 2 1 6 A -9 8 4 8 2 1 6 A -9 7 0 C 2 1 6 A -9 5 D 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 B F B 1 0 4 s _ 1 6 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.