Fréttablaðið


Fréttablaðið - 17.11.2018, Qupperneq 10

Fréttablaðið - 17.11.2018, Qupperneq 10
 Við látum framtíðina rætast. Passat Variant, station útgáfa +100.000 kr. 5 ára ábyrgð fylgir fólksbílum HEKLU að uppfylltum ákvæðum ábyrgðarskilmála. Þá er að finna á www.hekla.is/abyrgd www.volkswagen.is HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.isHöldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ · BVA Egilsstöðum Góð ástæða til að skipta um orkugjafa. Á Volkswagen Passat GTE kemstu flestra þinna ferða á rafmagninu einu saman en í lengri ferðum tekur sparneytin bensínvélin við. Þú þarft aldrei aftur að fara inn í kaldan bíl því að með snjallsímaforritinu Car-Net getur þú kveikt á miðstöð og rúðuhitara hvaðan sem er. Kíktu í sýningarsal okkar á netinu þar sem opið er allan sólarhringinn www.hekla.is/vefverslun. Komdu í reynsluakstur og upplifðu snerpuna. Opið í dag milli kl. 12 og 16! Megi raforkan vera með þér. Til afhendingar strax! Tilboðsverð 4.520.000 kr. Listaverð 4.890.000 kr. Afsláttur 370.000 kr. Volkswagen Passat GTE Þú stjórnar bílnum þínum með Car-Net. Yfirvöld í Washington, höfuðborg Bandaríkjanna, berja nú á sam- félagsmiðlarisanum Facebook og það hvorki í fyrsta né annað skipti. Fáeinir mánuðir eru frá því Mark Zuckerberg, forstjóri og stofnandi Facebook, kom fyrir bandaríska þingið til að svara spurningum þing- manna um Cambridge Analytica- hneykslið, meðferð persónulegra gagna og aðra meinta misbresti. Þá kom Sheryl Sandberg framkvæmda- stjóri fyrir upplýsingamálanefnd öldungadeildarinnar í september til að svara spurningum um misnotkun á samfélagsmiðlinum í aðdraganda miðkjörtímabilskosninga ársins. Ósætti valdamanna nú kemur upp eftir að New York Times fjallaði á miðvikudaginn um krísustjórn- unar aðferðir stjórnenda fyrirtæk- isins. Þar kom meðal annars fram að Facebook hafi ráðið fyrirtækið Definers Public Affairs sem hefur stundað andstæðingarannsóknir fyrir Repúblikana. Fyrirtækið skrif- aði falsfréttir og reyndi þannig að tengja gagnrýnendur Facebook við auðjöfurinn George Soros en sá er reglulega skotmark samsæriskenn- inga öfgaíhaldsmanna. Demókratinn Richard Blumen- thal sagði að fregnirnar væru áminning um að það væri ekki lengur hægt að treysta stóru tækni- fyrirtækjunum. „Við komumst að því að þegar Zuckerberg sagði þjóð- inni að það væri „klikkuð hugmynd“ að halda því fram að Rússar væru að hafa óeðlileg afskipti af kosningum vissi hann að hann var að ljúga,“ sagði Blumenthal og hélt áfram: „Í stað þess að taka ábyrgð á mál- inu reyndu stjórnendur Facebook mánuðum saman að leyna upp- lýsingum og skella skuldinni á aðra. Það sem verra er, í tilraun til að skorast undan ábyrgð réð Facebook eitrað fyrirtæki í vinnu fyrir sig sem reyndi að afvegaleiða almenning og koma óorði á gagnrýnendur fyrir- tækisins.“ Amy Klobuchar, Blumenthal og tveir aðrir Demókratar í öldunga- deild, hafa sömuleiðis sent Rod Rosenstein aðstoðardómsmálaráð- herra bréf þar sem þau krefjast þess að dómsmálaráðuneytið stækki rannsókn sína á Cambridge Analyt- ica-hneykslinu. Skoði að auki hvort Facebook eða aðilar samnings- bundnir Facebook hafi beitt sér gegn gagnrýnendum, embættis- mönnum sem leituðust við að setja reglur um starfsemi miðilsins eða hafi leynt upplýsingum frá almenn- ingi. Og Soros hefur svo sjálfur kall- að eftir rannsókn. Facebook hefur svarað umfjöllun NYT af krafti. Zuckerberg sagðist hafa rift samningnum við Definers og birti 4.500 orða framtíðarsýn á verklag ritskoðunar Facebook- innleggja, Zuckerberg og Sand- berg sögðust hvorugt hafa vitað af ráðningu Definers. Síðari punktur- inn er áhugaverður í ljósi þess að í yfirlýsingu frá miðlinum sagði að samstarfið við Definers hefði lengi verið á vitorði fjölmiðla. Það er rétt enda má finna umfjöllun frá til dæmis The Hill frá því í febrúar þar sem fjallað er um samstarfið, þó ekki Soros. Sú staðreynd gerir ummæli Zuckerbergs og Sandberg afar undarleg, enda eru þau æðstu stjórnendur fyrirtækisins. thorgnyr@frettabladid.is Facebook sagt rúið öllu trausti Valdafólk bálreitt eftir að NYT greindi frá því að Facebook hefði látið skrifa falsfréttir sem tengdu gagnrýn- endur miðilsins við eitt helsta skotmark öfgaíhaldsmanna. Zuckerberg segist ekki hafa vitað af ráðningunni. Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook, hefur átt erfitt ár. Nordicphotos/AFp Þótt margir geri stórgóð kaup á hinum svokölluðu „black friday“ og „cyber monday“ er vert að hafa í huga að tölvuþrjótar auka umsvif sín myndarlega á sama tíma. Þetta sagði Russ Schrader, stjórnandi bandarísku netöryggissamtakanna National Cybersecurity Alliance, við tæknimiðilinn CNet. Þessi umrædda „hátíð“ er í næstu viku og er því vert að hafa ummæli Schraders í huga, vilji maður versla á netinu. Netöryggisfyrirtækið Domain- tools birti sams konar umfjöllun þar sem fram kom að tölvuglæpamenn geti búið til snjallforrit utan um ýmsa gerviafslætti og lokkað þannig til sín fórnarlömb. – þea Vara við svindli á „black friday“ Könnunarfarið Opportunity hefur verið í dvala á Mars síðan ryk- stormur geisaði á plánetunni allri í júní. Stormurinn þakti sólarsellur Opportunity í ryki og gat það því ekki safnað orku. Síðan þá hefur NASA reynt ítrekað að ná sambandi við farið en án árangurs. Það vöknuðu því vonir á ný þegar loftnetið DSS-54 nam merki frá Opportunity í vikunni. En vonin slokknaði þegar NASA komst að því að merkið barst í raun ekki frá Opportunity. Farið er því enn í dvala og merkið talið hafa borist frá öðru fari með svipaða tíðni. – þea Villa gaf NASA falskar vonir TÆKNI 1 7 . n ó v e m b e r 2 0 1 8 L A U G A r D A G U r10 f r é t t i r ∙ f r é t t A b L A ð i ð 1 7 -1 1 -2 0 1 8 0 3 :4 7 F B 1 0 4 s _ P 0 9 8 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 9 5 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 6 A -9 4 9 4 2 1 6 A -9 3 5 8 2 1 6 A -9 2 1 C 2 1 6 A -9 0 E 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 A F B 1 0 4 s _ 1 6 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.