Fréttablaðið - 17.11.2018, Síða 18

Fréttablaðið - 17.11.2018, Síða 18
Vatnsheldir gæðaskór Skornirthinir.iS Verð 16.995 Stærðir 36-47 Frá Lytos með innbyggðum broddum í sóla. Körfubolti „Við stefnum á að ná í fyrsta sigurinn í þessum riðli og ég held að við eigum alveg raunhæfa möguleika á því. En til að það gangi eftir þurfum við að eiga toppleik. Við vitum að þetta verður erfitt en með góðum stuðningi ættum við að geta tekið sigur,“ segir Ívar Ásgríms- son, þjálfari íslenska kvennalands- liðsins í körfubolta, í samtali við Fréttablaðið. Fram undan eru síðustu tveir leikirnir í undankeppni EM 2019 og fara þeir báðir fram í Laugar- dalshöllinni. Ísland mætir Slóvakíu klukkan 16.00 í dag og klukkan 19.45 á miðvikudaginn tekur Ísland á móti Bosníu. Íslenska liðið hefur tapað öllum fjórum leikjum sínum í undankeppninni til þessa með sam- tals 100 stiga mun. Síðasti leikur var sérstaklega slæmur en þá laut Ísland í lægra haldi fyrir Svartfjallalandi á útivelli, 69-37. Vill sjá tvo góða hálfleiki Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta mætir Slóvakíu í næstsíðasta leik sínum í undankeppni EM 2019 í dag. Ísland er án sigurs í riðlinum. Landsliðsþjálfarinn vill sjá íslenska liðið spila af krafti allan tímann. Íslenska liðið hefur æft fyrir lokaleikina í undankeppni EM 2019 síðustu daga. Ísland á enn eftir að vinna leik í undankeppninni. Fréttablaðið/anton brink Ísland hefur aðeins skorað 228 stig í leikjunum fjórum í undan- keppninni, eða 57 stig að meðaltali í leik. Aðeins sex lið hafa skorað minna í undankeppninni. „Við höfum skoðað slóvakíska liðið gaumgæfilega og vitum hvern- ig það spilar sína vörn. Við reynum að sækja á þeirra veikleika sem eru ekki mjög margir. Ég tel að við séum með góðan hóp núna og höfum fengið reynslumikla leikmenn aftur inn í hópinn sem er mjög mikilvægt í svona leikjum,“ segir Ívar og bætir við að hópurinn sem hann er með núna sé sá sterkasti sem hann hefur verið með í undankeppninni. Íslenska liðið hefur jafnan átt ágætis kafla í fyrri hálfleikjum leikj- anna í undankeppninni en ekki náð að halda út. Ívar vill sjá breytingu þar á í næstu tveimur leikjum. „Við höfum staðið okkur vel í fyrri hálfleik en síðan hefur fjarað undan okkur í þeim seinni þegar lykilmenn þreytast. Það hefur mætt mikið á Helenu [Sverrisdóttur] og Hildi [Björgu Kjartansdóttur] en núna er komin meiri reynsla inn í liðið og yngri stelpurnar hafa öðlast meiri reynslu. Það ætti að losna meira um Helenu og Hildi,“ segir Ívar og ítrekar að íslenska liðið verði að halda skipulagi allan tímann, ekki bara í fyrri hálfleik. „Við höfum verið svolítið fljótar að fara út úr okkar plani um leið og hitt liðið hefur komið með áhlaup. Við höfum sýnt það í fyrri hálfleikj- unum að ef við höldum skipulagi erum við í fínum málum. En um leið og við setjum hausinn niður erum við fljótar að brotna.“ ingvithor@frettabladid.is Þýðir ekki að spila bara fyrri hálfleikinn „Við erum Íslendingar og trúum því að við getum unnið alla leiki sem við förum í. Ef við spilum hörkuvörn og setjum skotin fyrir utan ofan í getum við staðið í þessum liðum,“ segir Helena Sverris- dóttir í samtali við Fréttablaðið. Helena hefur verið langbesti leikmaður Íslands í undankeppni EM 2019. Hún er með 23,5 stig, 8,0 fráköst og 5,8 stoðsendingar að meðaltali í leik í undankeppninni. Íslenska liðinu hefur gengið erfiðlega að halda út í undankeppninni og oftar en ekki gefið mikið eftir í seinni hálfleik leikjanna. „Það þýðir ekki bara að spila fyrri hálf- leikinn. Sá seinni er líka hluti af leiknum. Við verðum að undirbúa okkur vel og vera með það bak við eyrað að þegar seinni hálfleikurinn byrjar þurfum við að stíga á bensíngjöfina og gefa ekki eftir. Það þarf að koma framlag frá öllum. Það þurfa allir að skila sínu, ekki bara 2-3 leikmenn,“ segir Helena sem leikur sinn 69. landsleik í dag. Við höfum staðið okkur vel í fyrri hálfleik en síðan hefur fjarað undan okkur í þeim seinni þegar lykilmenn þreytast. Ívar Ásgrímsson landsliðsþjálfari Handbolti Selfoss mætir Azoty- Puławy í Póllandi í fyrri leik liðanna í 3. umferð EHF-bikars karla í dag. Seinni leikurinn fer fram á Selfossi eftir viku, laugardaginn 24. nóvem- ber. Sigurvegari einvígisins tryggir sér sæti í riðlakeppni EHF-bikarsins. Azoty-Puławy er í 3. sæti pólsku úrvalsdeildarinnar með 24 stig, níu stigum á eftir toppliði Vive Kielce. Azoty-Puławy komst í riðlakeppni EHF-bikarsins á síðasta tímabili. Pólska liðið lenti í 3. sæti síns riðils með fjögur stig. Þjálfari Azoty- Puławy er Bartosz Jurecki, sem lék lengi á línunni í pólska landsliðinu, m.a. á HM 2007 þar sem Pólverjar fengu silfur. Bogdan Kowalczyk, fyrrverandi landsliðsþjálfari Íslands, þjálfaði Azoty-Puławy um tíma. Selfoss sló Klaipeda Dragunas frá Litháen út í 1. umferð EHF-bikars- ins, samanlagt 60-55, og í 2. umferð- inni unnu Selfyssingar slóvenska liðið Riko Ribnica, samanlagt 59-56. Selfoss er í 2. sæti Olís-deildarinnar eftir átta umferðir en liðið tapaði sínum fyrsta leik fyrir Haukum á mánudaginn var. – iþs Erfitt verkefni bíður í Póllandi  Árni Steinn er í lykilhlutverki í liði Selfyssinga. Fréttablaðið/Ernir fótbolti Svava Rós Guðmunds dótt- ir, sem lék með norska liðinu Röa á síðustu leiktíð, og Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir, sem leikið hefur með Stjörnunni síðustu ár, hafa skrifað undir samning við sænska úr vals- deild arliðið Kristianstad. Það var Kristianstads bla det sem greindi frá þessu  í gærkvöldi. Þar verða þær liðsfélagar Sifjar Atladótt- ur, sem varð í öðru til þriðja sæti í vali á leikmanni ársins fyrir síðustu leiktíð, og leika undir stjórn Elísa- betar Gunn ars dótt ur. Kristianstad náði sín um besta ár angri frá upp hafi á nýliðnu tíma bili, en liðið endaði í fjórða sæti deildarinnar. – hó Svava og Þórdís til Kristianstad fótbolti Fresturinn til að sækja um starf yfirmanns knattspyrnumála hjá KSÍ rann út á fimmtudaginn. Að sögn Klöru Bjartmarz, fram- kvæmdastjóra KSÍ, sóttu nokkrir um stöðuna. „Umsóknirnar voru nokkrar. Við eigum eftir að fara yfir þær,“ sagði Klara við Fréttablaðið. Að sögn Klöru hefur KSÍ ekki sett sér neinn tímaramma hvað ráðn- inguna varðar. „Í sjálfu sér ekki. Við gefum okkur góðan tíma til að skoða þetta mál,“ sagði Klara. Hún segir erfitt að leggja mat á hvort umsóknirnar hafi verið margar eða fáar enda hafi KSÍ rennt svolítið blint í sjóinn þegar staða yfirmanns knattspyrnumála var auglýst. „Við höfum aldrei auglýst þessa stöðu áður og vissum ekki út í hvað við vorum að fara. Menntunarkröf- urnar eru miklar og ekki margir sem uppfylla þær,“ segir Klara. – iþs Nokkrir hafa sótt um stöðuna  1 7 . n ó v e m b e r 2 0 1 8 l a u G a r d a G u r18 S p o r t ∙ f r É t t a b l a ð i ð sport 1 7 -1 1 -2 0 1 8 0 3 :4 7 F B 1 0 4 s _ P 0 8 7 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 7 4 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 6 A -6 8 2 4 2 1 6 A -6 6 E 8 2 1 6 A -6 5 A C 2 1 6 A -6 4 7 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 1 0 4 s _ 1 6 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.