Fréttablaðið - 16.11.2018, Side 4

Fréttablaðið - 16.11.2018, Side 4
Veður Gengur í suðaustan hvassviðri eða storm með rigningu. Hríðarveður til fjalla á Vestfjörðum í kvöld. Lygnara og þurrt á NA-verðu landinu. sjá síðu 22 Keðjusöngur við Háteigsskóla Nemendur og starfsfólk Háteigsskóla fögnuðu í gær fimmtíu ára afmæli skólans með því að umkringja bygginguna og syngja saman afmælissönginn. Keðjusöngur- inn ómaði svo fagur um hverfið að eftirtekt vakti. Fréttablaðið/Ernir Smiðjuvegi 2, Kópavogi - www.grillbudin.is - Sími 554 0400 Grillbúðin Opið virka daga kl. 11-18 LED Laser ljóskastari Varpar jólaljósum á húsið SEMKO gæðavottun Skynjari sem slekkur á Laser ef farið er of nálægt - Fjarstýring www.grillbudin.is Hágæða jólaljós frá Svíþjóð LED Opið virka daga kl. 11-18 fornminjar „Það var engin beina- grind, heldur bara kistuleifar,“ segir Vala Garðarsdóttir fornleifafræð- ingur um fréttir af líkkistufundi með beinagrind á Landsímareitnum. Að sögn Jóhannesar Stefánssonar, framkvæmdastjóra Lindarvatns ehf., fundust viðarbútar vestan við Landsímahúsið, í kverkinni upp við Aðalstræti 11 þar sem Landsbankinn var áður í viðbyggingu frá 1967. Þar undir er mikið af ýmsum lögnum, meðal annars ljósleiðari sem þurfti að fjarlægja vegna jarðvegsskipta og steypuvinnu sem er að fara í gang. „Þar undir komu í ljós viðar- brot og þá stoppuðum við gröfuna, hringdum í Minjastofnun og sögð- umst hafa fundið mögulegar minj- ar,“ segir Jóhannes. Minjastofnun stöðvaði síðan framkvæmdir á þessum afmarkaða bletti á bygg- ingarreitnum. Minjastofnun fól Völu Garðars- dóttur fornleifafræðingi, sem stýrði minjauppgreftri í Víkurgarði, að kanna málið. Vala segir ekki rétt sem fram hafi komið í Morgunblaðinu að fundist hafi kista og beinagrind undir Landsímahúsinu. „Það var ekki það sem gerðist heldur fundum við kistubrot í lagnaskurði,“ segir Vala. Engin bein hafi fundist. „Við mælum upp, teiknum, ljós- myndum og skráum og mokum svo yfir því þetta er náttúrlega ekki á framkvæmdasvæðinu heldur var bara verið að skipta um lagnir og setja í hólka,“ segir Vala. Aðspurð segist hún telja kistuna vera frá sautj- ándu eða átjándu öld. Fyrir átta dögum vísaði úrskurðar- nefnd umhverfis- og auðlindamála frá kæru sóknarnefndar Dómkirkj- unnar vegna byggingarleyfis sem byggingarfulltrúinn í Reykjavík veitti í maí fyrir áformaðri hótelbyggingu á Landsímareitnum. Í september hafði úrskurðarnefndin vísað frá sambæri- legri kæru félagsins Kvosarinnar, sem er félagsskapur hóps sem einn- ig hefur kallað sig Varðmenn Víkur- garðs. Báðum kærunum var vísað frá nefndinni þar sem þessir kærendur eru ekki taldir eiga aðild að málinu. Sóknarnefndin taldi sig eiga aðild að málinu, meðal annars þar sem Dómkirkjan hefði eignar- og umráðarétt yfir landi Víkurgarðs. „Hinn 15. ágúst 2018 var móttekið til þinglýsingar skjal undirritað af ráðherra Íslands, dags. 21. október 1904. Kunngjörir ráðherra þar að Reykjavíkurkaupstað sé afsöluð lóð kirkjugarðs í Reykjavík er lagður hefði verið niður á árinu 1837. Var skjalið fært inn í þinglýsingarbækur 6. september 2018. Getur sóknar- nefnd Dómkirkjunnar því ekki byggt aðild sína á eignar- og umráðarétti yfir Víkurgarði,“ segir úrskurðar- nefndin meðal annars. gar@frettabladid.is Kistubrot fundust við ljósleiðara í Víkurgarði Minjastofnun stöðvaði í fyrradag framkvæmdir á Landsímareitnum eftir að viðir úr líkkistu fundust við uppgröft. Fornleifafræðingur skráir og ljósmyndar kistubrotin. Engin bein fundust. Mokað verður yfir staðinn eftir skráningu. Kistuleifar fundust í kverkinni vestan landsímahússins, í norðausturhorni Víkurgarðs og bíða skráningar undir plasthlífum. Fréttablaðið/Sigtryggur ari Við mælum upp, teiknum, ljósmynd- um og skráum og mokum svo yfir því þetta er náttúr- lega ekki á framkvæmda- svæðinu. Vala Garðarsdóttir fornleifafræðingur Fleiri myndir frá viðburðinum er að finna á +Plús- síðu Fréttablaðsins. Fréttablaðið +Plús er í Frétta- blaðs-appinu og PDF-útgáfu á Fréttablaðið.is.+PlúS rússland Mannréttindadómstóll Evrópu sakfelldi Rússa í gær fyrir að hafa brotið á réttindum stjórnar- andstæðingsins Alexej Navalníj með því að handtaka hann sam- tals sjö sinnum árin 2012 og 2014. Í hinum einróma dómi segir að í tveimur tilfellum hafi skort raun- verulegan tilgang með handtöku og að hinar fimm hafi verið ónauð- synlegar í lýðræðisríki. „Þetta er í fyrsta skipti í fjórtán ár sem Rússar eru sakfelldir fyrir pólitískar ofsóknir og dagurinn er því svo sannarlega sögulegur,“ tísti Navalníj. – þea Skellur fyrir Rússa hjá MDE samfÉlaG Hundruð kvenna lán- uðu andlit sitt til stuðnings nýrri stjórnar skrá og fóru viðbrögðin fram úr björtustu vonum. „Við settum auglýsingu eftir and- litum inn á hópinn og áttum kannski von á einhverjum tuttugu til fjörutíu andlitum. Þegar ég vaknaði [í gær- morgun] höfðu 500 skráð sig og svo bættust hundrað við yfir daginn,“ segir Katrín Oddsdóttir lögmaður. Katrín var ein þeirra 25 sem skip- uðu stjórnlagaráð sem skilaði af sér frumvarpi að nýjum stjórnskipunar- lögum árið 2012 en það náði ekki fram að ganga. Reglulega er kallað eftir nýju stjórnarskránni. „Þetta eru konur á öllum aldri og öllum stigum þjóðfélagsins. Sumar eru trans, sumar eru fatlaðar og þarna eru forstjórar, lögfræðingar, leikkonur. Í raun eru þarna konur alls staðar frá. „Like“ á Facebook er eitt og undirskrift er annað en þegar maður sér öll þessi andlit saman komin þá verður þetta allt miklu meira,“ segir Katrín. Andlitasöfnunin fer fram í Facebo- ok-hópnum Samtök kvenna um nýja stjórnarskrá sem í eru ríflega 2.300 konur. Markmiðið var að setja saman auglýsingu til birtingar á full- veldisafmælinu 1. desember. „Við erum eiginlega pínu dol- fallnar yfir viðbrögðunum. Gallinn er hins vegar sá að undirtektirnar eru slíkar að það verður erfiðleikum háð að koma þessu fyrir í heil- síðuauglýsingu. En við munum finna lausn á því svo allar komist fyrir,“ segir Katrín. – jóe 600 andlit að láni á sólarhring Katrín Oddsdóttir. Fréttablaðið/StEFán alexej navalníj stjórnarand- stæðingur. 1 6 . n ó v e m b e r 2 0 1 8 f Ö s T u d a G u r2 f r É T T i r ∙ f r É T T a b l a ð i ð 1 6 -1 1 -2 0 1 8 0 5 :0 9 F B 0 5 6 s _ P 0 5 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 6 9 -1 7 2 8 2 1 6 9 -1 5 E C 2 1 6 9 -1 4 B 0 2 1 6 9 -1 3 7 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 5 6 s _ 1 5 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.