Fréttablaðið - 16.11.2018, Síða 10

Fréttablaðið - 16.11.2018, Síða 10
Hreinar hendur með nýjum Voltaren Gel nuddhaus 3. BERA Á1. RJÚFA 2. TOGA NÝTT Voltaren 11,6 mg/g hlaup. Inniheldur díklófenaktvíetýlamín. Staðbundnir bólgukvillar. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is. Voltaren SmartTube 5x10 ICE.indd 1 03/10/2018 10:03 Tækni Vandræði bandaríska tækni­ fyrirtækisins Snap, sem einna helst er þekkt fyrir rekstur samfélags­ miðilsins Snapchat, halda áfram að hrannast upp. Notendum fækkar, fjárhagurinn er í ólestri og málaferli yfirvofandi. Helstu tíðindi vikunnar eru þau að Verðbréfaeftirlit Bandaríkjanna (SEC) hefur stefnt Snap um gögn er varða frumútboð fyrirtækisins sem fór fram í kauphöllinni í New York fyrra. Reuters greindi frá mál­ inu og setti í samhengi við málsókn ósáttra hluthafa sem halda því fram að Snap hafi leynt mikilvægum upp­ lýsingum í aðdraganda útboðsins. Snap á til dæmis að hafa leynt því hversu mikið samkeppnin við Instagram skaðaði vöxt fyrir­ tækisins og því að fyrrverandi starfsmaður hefði höfðað mál gegn fyrirtækinu vegna meintrar rangrar upplýsingagjafar um fjölda notenda. Það mál fer fyrir gerðardóm í apríl. Snap sagði, í svari við fyrirspurn Reuters, að fyrirtækið telji að rann­ sakendur verðbréfaeftirlitsins séu að skoða mál tengd málsókn hlut­ hafanna. „Þótt við vitum ekki allt um þessar rannsóknir teljum við að dómsmálaráðuneytið einbeiti sér helst að upplýsingagjöf okkar í kringum frumútboðið er varðar samkeppnina við Instagram.“ Í yfirlýsingu frá Snap kom svo fram að fyrirtækið telji ásakanir hluthafanna marklausar og að upplýsingagjöf í aðdraganda frum­ útboðsins hafi verið sönn, rétt og fullnægjandi. Gögnin sem SEC fór fram á voru svo afhent í gær. Staðan er svo sannarlega svört þessa dagana hjá Snap. Virði hluta­ bréfa í fyrirtækinu var 6,54 Banda­ ríkjadalir við lokun markaða í gær. Það hefur því lækkað um tíu dali frá frumútboðinu. Vöxtur Snap­ chat er sömuleiðis enginn. Á fyrsta ársfjórðungi þessa árs náði miðill­ inn hápunkti sínum, 191 milljón notenda, en sú tala stóð í 186 millj­ ónum á síðasta ársfjórðungi. Þá er einnig vert að taka fram að Snap tapaði um fjörutíu milljónum dala á myndavélargleraugunum Spectacles sem það setti á markað í september 2016. Rót vandans, sem Snap stendur nú frammi fyrir, má rekja til ársins 2013 þegar Evan Spiegel, forstjóri Snap, hafnaði þriggja milljarða dala kauptilboði Facebook. Mark Zuckerberg, stofnandi og forstjóri Facebook, setti þá af stað þróun svokallaðra Stories á Instagram til þess að miðillinn gæti keppt við Snap chat. Fídusinn fór í loftið í Enn syrtir í álinn hjá Snapchat Verðbréfaeftirlitið á hælum Snap vegna hópmálsóknar ósáttra hluthafa. Snap sakað um að hafa leynt upp- lýsingum um samkeppnina við Instagram. Notendum miðilsins fækkar og fjárhagsstaðan er sögð afar erfið. ✿ Vöxtur Snapchat og instagram Stories 400 350 300 250 200 150 100 50 0 2014 2015 2016 2017 2018 ágúst 2016, tæpu ári fyrir frumútboð Snap. Á þeim tveimur árum sem hafa liðið frá því Stories fór í loftið er fjöldi daglegra notenda kominn upp í 400 milljónir. Það þarf ekkert stærðfræðiséní til að sjá að Insta­ gram Stories er sum sé orðið tvöfalt stærra en Snapchat. Til þess að bregðast við því að farið var að hægja á vexti Snapchat ákvað Snap að endurhanna miðil­ inn. Hið nýja viðmót fór í loftið í febrúar en þótti ruglandi og úr öllu samhengi við væntingar notenda. Kylie Jenner, sem þá var trúlega einn stærsti áhrifavaldurinn á miðlinum, sagði á Twitter að hún væri einfald­ lega hætt að nota Snapchat eftir að uppfærslan fór í loftið. Á fyrsta árs­ fjórðungi, þegar uppfærslan fór í loftið, náði fjöldi daglegra notenda hápunkti, fyrrnefndri 191 milljón. Nú er notendum í fyrsta sinn að fækka. Önnur viðbót við Snapchat, Discover, virðist ekki heldur skila miklum árangri. Sú fór í loftið 2015 og leyfir notendum að nálgast efni frá stórfyrirtækjum og fjölmiðlum á borð við ESPN og Warner Music. Þótt lítið sé vitað um hversu margir nýta sér Discover greindi Engadget frá því að uppsögn Nicks Bell, vara­ forseta Snap sem hafði umsjón með Discover­verkefninu, frá því fyrr í vikunni væri ágætis vísbending um stöðuna. Og þá er ótalin fjárhagsstaða fyrirtækisins. Techcrunch greindi frá því í lok síðasta mánaðar að Snap ætti eignir að verðmæti 1,4 milljarða Bandaríkjadala. Hins vegar spáir greiningarfyrirtækið MoffetNathanson því að Snap muni tapa 1,5 milljörðum á næsta ári. Enn aðrir greinendur hafa svo spáð því að Snap muni í allra fyrsta lagi skila hagnaði 2020 eða 2021. Samkvæmt greiningu Recount á Snapchat einnig í töluverðum vand­ ræðum með að hagnast á daglegum notendum sínum. Þannig velti fyrirtækið 1,4 Bandaríkjadölum á hvern daglegan notanda á öðrum ársfjórðungi samanborið við 8,99 dali Facebook. Dyggir og traustir notendur Snapchat geta þó glaðst yfir því að á miðvikudaginn fór víða í loftið upp­ færsla sem felur í sér að notendur fá loks hefðbundna samfélagsmiðla­ prófíla. Prófílarnir eru, samkvæmt The Verge, einungis aðgengilegir vinum og þar má sjá það vistaða efni sem viðkomandi hafa deilt hvor með öðrum. Þá hefur Snap einnig sett í sölu varning tengdan Bitmojis, sérsniðnum teikningum notenda. thorgnyr@frettabladid.is n Snapchat n Instagram Stories D ag le gi r n ot en du r í m ill jó nu m Tími Stjórnendur Snap vona að flestir á þessari mynd séu að nota Snapchat. Raunin gæti verið allt önnur. NoRdicphotoS/AFp BreTland Tveir ráðherrar í ríkis­ stjórn Íhaldsflokksins undir for­ sæti Theresu May sögðu af sér í gær. Ástæðan er óánægja með drög að samningi um útgönguna úr Evrópu­ sambandinu sem samninganefndir Breta og ESB hafa náð samkomu­ lagi um. Dominic Raab, ráðherra útgöngumála, sagði að alvarlegir gallar væru á drögunum og Esther McVey tók í sama streng. May var spurð spjörunum úr um drögin í gær, bæði á þingi og á blaðamannafundi. Á blaðamanna­ fundinum sagðist hún ekki ætla að segja af sér þrátt fyrir að ósáttir Íhaldsmenn væru að sækjast eftir því að atkvæðagreiðsla um van­ traust færi fram. „Ég trúi því af öllu mínu hjarta að stefnan sem ég hef markað sé sú rétta fyrir land okkar og þjóð,“ sagði May. Alls þurfa 48 þingmenn að senda hinni svokölluðu 1922­nefnd flokksins bréf um vantraust til að atkvæðagreiðsla fari fram. Jacob Rees­Mogg, harður andstæðingur May, sagði að í drögunum fælist engin raunveruleg útganga og skil­ aði sínu bréfi til nefndarinnar. Sky birti könnun í gær þar sem viðmælendur höfðu verið spurðir hvort þeim litist best á samning May, útgöngu án samnings eða að hætta alfarið við Brexit. Fjórtán prósent studdu May, 32 vildu engan samning og 54 ekkert Brexit. Að því er kom fram í könnun YouGov sögðust 19 prósent styðja samkomulagsdrögin, 39 prósent voru óviss og 42 andvíg. Sé horft til stuðningsfólks Íhaldsflokksins eins studdu 28 prósent drögin, 31 pró­ sent var óvisst og 41 andvígt. – þea Nítján prósent styðja drög May theresa May er forsætisráðherra Bretlands. NoRdicphotoS/AFp 19% styðja samningsdrög Theresu May. 42% eru andvíg. 1 6 . n ó V e m B e r 2 0 1 8 F Ö S T U d a G U r8 F r é T T i r ∙ F r é T T a B l a ð i ð 1 6 -1 1 -2 0 1 8 0 5 :0 9 F B 0 5 6 s _ P 0 5 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 6 9 -3 9 B 8 2 1 6 9 -3 8 7 C 2 1 6 9 -3 7 4 0 2 1 6 9 -3 6 0 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 A F B 0 5 6 s _ 1 5 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.