Fréttablaðið - 16.11.2018, Síða 24

Fréttablaðið - 16.11.2018, Síða 24
Anna M. Konráðs- dóttir hannar og smíðar eyrnalokka sem skreyttir eru litlum bókum. Þeir eru allir handunnir og fyrir vikið er hver þeirra ein- stakur. Hún kynnir vörur sínar á Hand- verki og hönnun í næstu viku. Undanfarin 2-3 ár hefur Anna M. Konráðsdóttir dundað sér við að hanna og smíða eyrnalokka sem skreyttir eru litlum bókum. Þetta byrjaði sem saklaust áhugamál þar sem ætl- unin var að hanna eyrnalokka fyrir hana sjálfa en svo fannst henni áhugavert að sjá hvort aðrir hefðu áhuga á að skreyta sig með bókum. „Einnig finnst mér mikilvægt að halda bókum á lífi þar sem allt er orðið svo rafrænt í dag. Ég er líka búin að vera að koma fleiri vörum inn í vörulínuna svo fleiri geti nýtt sér þær. Í næstu viku tek ég þátt í sýningunni Handverk og hönnun í Ráðhúsi Reykjavíkur en sú sýning er eiginlega það fyrsta sem ég geri til að koma merkinu mínu á fram- færi.“ Engir tveir skartgripir eins Hún segist eingöngu nota gæða- efni í bækurnar og kápan sé í raun unnin alveg eins og hefðbundin bók. „Það þýðir að horn og kjölur bókarinnar eru úr lambaskinni eða roði og svo er pappírsklæðning eins og notuð er á venjulegum bókum. Í þær nota ég svo ýmsan flottan pappír sem mér finnst passa við. Allar bækur eru hand- unnar sem þýðir að hver og ein bók er einstök og því eru engir tveir skartgripir eins.“ Fyrir utan bókaeyrnalokkana hefur hún einnig hannað bókahálsmen, bókaísskápasegla, bókaorma, jólabóka nælur og jólabókaeyrna- lokka en vörur sínar selur hún undir heitinu Book of the (y)ear. Ólíkar litasamsetningar Hugmyndirnar fær hún með því að prófa sig áfram með ýmis efni auk þess sem hún segist fá hugmyndir með því að kíkja í föndurbúðir og skoða pappír á netinu. „Ég býð upp á óteljandi útgáfur af sam- setningum auk þess sem ég er með nokkrar staðlaðar útgáfur. Auk þess getur hver og einn óskað eftir sérstökum litum og litasamsetn- ingu. Viðtökurnar hafa verið góðar en það eru auðvitað ekki allir sem vilja vera með bækur hangandi í eyrunum.“ Áhuginn kviknaði snemma Áhugi Önnu á handavinnu byrjaði á unglingsaldri þegar hún hóf störf í bókbandi yfir sumartímann. „Þar kviknaði fyrst áhugi á handavinnu. Fljótlega eftir stúdentspróf ákvað ég að innrita mig í bókbandsnám og hef verið að vinna í prentsmiðj- um og dunda mér við handband síðan. Það var einmitt í náminu sem ég fékk þá hugmynd að gera litla bóka- eyrnalokka og hef ég verið að þróa hönnunina síðan þá.“ Óvænt vara Á Handverki og hönnun sem hefst í Ráðhúsi Reykja- víkur 22. nóvember mun fjöldi aðila sýna eigin verk og selja, þ. á m. Anna. „Þar verð ég með ýmsar tegundir af bókaeyrnalokkunum og jólabókaeyrna- lokkum, margar gerðir af háls- menum, nokkrar tegundir af bóka- ormum, bóka- ísskápasegla og jólabókanælur. Svo ætla ég að sýna nýja vöru sem ég ætla ekki að segja frá strax. Hún kemur í nokkrum útgáfum, m.a. útgáfu sem ég myndi segja að væri algjörlega jólaskrautið í ár.“ Hönnun Önnu má skoða á www. annagarcia58.wixsite.com/book-of- the-year þar sem einnig er hægt að hafa samband við hana. Byrjaði sem saklaust áhugamál Anna segist eingöngu nota gæðaefni í bækurnar. Það þýðir að hver og ein- kápa er í raun unnin alveg eins og hefðbundin bók. Starri Freyr Jónsson starri@frettabladid.is „Allar bækur eru handunnar sem þýðir að hver og ein bók er einstök og því eru engir tveir skartgripir eins,“ segir Anna M. Konráðsdóttir, sem hefur m.a. hannað bókaeyrnalokka og fleiri skemmtilegar vörur undanfarin ár. MYND/SIGTRYGGUR ARI Litfögur bókahálsmen (t.v.) og bókaormar vekja hvarvetna athygli. www.gongugreining.is Orkuhúsinu Suðurlandsbraut 34 Reykjavík og Bæjarlind 4 Kópavogi - Sími 55 77 100 Við erum í fararbroddi í göngu- og hlaupagreiningum, greiningarbúnaði, innleggjum, skóm og fylgihlutum Reynslumesta starfsfólkið í nánu samstarfi við íþróttahreyfinguna og fagfólk í heilbrigðisstétt. H öfum opnað glæsi lega sölusíðu - www.gongugreinining.is Gongugreining-5x10 FBL copy.pdf 1 31/10/2018 13:42 4 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 6 . N Óv E M B E R 2 0 1 8 F Ö S T U DAG U R 1 6 -1 1 -2 0 1 8 0 5 :0 9 F B 0 5 6 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 6 9 -4 3 9 8 2 1 6 9 -4 2 5 C 2 1 6 9 -4 1 2 0 2 1 6 9 -3 F E 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 A F B 0 5 6 s _ 1 5 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.