Fréttablaðið


Fréttablaðið - 16.11.2018, Qupperneq 26

Fréttablaðið - 16.11.2018, Qupperneq 26
Útgefandi: Torg ehf Veffang: frettabladid.isÁbyrgðarmaður: Kristín Þorsteinsdóttir Sölumaður auglýsinga: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652 Eva María segir hugsanlegt að vel heppnuð nýyrði sem landsmenn setja í nýja Nýyrðabankann verði síðar tekin inn í orðabækur. MYND/ANTON BRINK Eins og allir Íslendingar hef ég miklar mætur á dugnaði og því varla hægt að segja neitt fegurra við mig á íslensku en að ég sé dugleg. Dugnaður hefur hér verið í slíkum hávegum hafður að það er umhugsunarefni aðfluttra, enda segjum við meira að segja við ómálga börn að þau séu dugleg. Sennilega mættum við útvíkka hrósorðaforðann okkar til muna og hafa fleira uppbyggilegt að segja við aðra, til dæmis að fólk sé lausna- miðað, útitekið, grátfagurt eða með þokkafullt göngulag,“ segir Eva María Jónsdóttir, miðaldafræð- ingur og vef- og kynningarstjóri hjá Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum við Háskóla Íslands. Þar hefur verið unnið að undirbúningi dags íslenskrar tungu um skeið. Á degi íslenskrar tungu upplýsir Eva María um önnur orð íslensk- unnar sem eru í miklu dálæti hjá henni. „Ég hef alltaf verið hrifin af orð- inu lémagna og nota það gjarnan frekar en að segjast vera geðveikt þreytt. Það hefur sömu merkingu og að vera uppgefinn eða örmagna. Notkun á orðinu er dvínandi og fólki tamara að segja eitthvað einfaldara, en það er kannski ekki undarlegt þar sem óljóst er til hvers forliðurinn „lé“ vísar. Margt kemur þar til greina, eins og ljár eða lín,“ útskýrir Eva María og bendir á annað orð í uppáhaldi: „Það er orðið finngálkn. Dular- fullt orð um torkennilega skepnu. Fátt er vitað um uppruna orðsins en fágæt og sérkennileg orð eru heillandi og margir vilja fá þau aftur í tunguna. Finngálkn getur átt við leyndardómsfulla skepnu, eins og mannhest, en í þjóðsögum var það notað yfir afkvæmi kattar og tófu. Einhverjir töldu sig hafa rekist á finngálkn þótt ég hafi aldrei séð það,“ játar Eva María kankvís. Ætlum við að sletta óhikað? „Dagur íslenskrar tungu er helsti uppskerudagur móðurmálsins og þá er þeim hampað sem gera vel á íslensku og við íslenska tungu. Aðra daga ársins vinnum við í því að fá fram góða uppskeru og vitaskuld má ekki einskorða þá mikilvægu vinnu við þennan eina dag. Því eru allir dagar okkar dagar íslenskrar tungu og dugar ekki að tylla sér á tá og tala vandað og gott mál í aðeins einn dag,“ útskýrir Eva María brosmild. „Við þurfum öll að hugleiða hvernig við viljum hafa íslenskuna okkar, staldra við og taka með- vitaða ákvörðun, til dæmis um hvort við sem Íslendingar ætlum að skrifa ensku á samfélagsmiðlum eða sletta ensku óhikað. Ætlum við að velja enskt orð fram yfir sambærilegt íslenskt orð? Erum við ánægð með það sem við leggjum af mörkum til stuðnings íslenskunni og sátt við okkar eigin málstefnu?“ spyr Eva María því öll höfum við okkar eigin meðvituðu og ómeð- vituðu málstefnu. Umburðarlyndi gagnvart breyttum talsmáta fari þó vaxandi. „Nú er umræðan oft á þeim nótum að ekki megi mismuna fólki eftir því hversu vel það talar tungumál og því fer umburðar- lyndi gagnvart röngum beygingum, tilbrigðum, villum og ambögum vaxandi. Mörgum þykir þetta full- mikil linkind en auðvitað er ekki heldur gott ef hluti þjóðarinnar þorir ekki að tjá sig af ótta við að tala vitlaust. Málfræðireglur eru því víða brotnar og nú heyrist það máltilbrigði að nota þágufall í stað þolfalls meira að segja í útvarps- auglýsingum, en það er miklu eldri tilhneiging en margan grunar,“ upplýsir Eva María. Íslensk málnefnd hefur þann starfa að benda á það sem vel er gert og það sem betur má fara við meðferð íslenskar tungu á opin- berum vettvangi og segir Eva María það gott; meðal annars til að missa ekki mælikvarðann um hvað sé rétt og gott mál. „Við þurfum að tryggja að allir fái góða íslenskukennslu og íslensku- kennara sem blása fólki áhugann í brjóst í stað þess að vera alltaf með leiðréttingafingurinn á lofti. Það má ekki ganga svo langt að fólk þori ekki að tjá sig af ótta við að segja vitleysu, en íslenskan er eitt fárra tungumála í heiminum sem er enn með flókið beygingakerfi og því telja margir sig öruggari með að tala á ensku þar sem eignarfallið er eitt eftir.“ Ný heimsmynd þarf ný orð Í tilefni dags íslenskrar tungu verður opnaður nýyrðabanki sem unnið hefur verið að hjá Stofnun Árna Magnússonar. „Fólk hefur ánægju af því að taka þátt í mótun tungumálsins og því var ljóst að við þurftum fastan samastað þar sem fólk getur fengið útrás fyrir sköpunargleði í tungumálinu,“ segir Eva María um frábæra nýjung. „Íslenskan er nú sem fyrr í mikilli þörf fyrir nýyrði því við viljum geta notað hana til alls. Enda eru tugir orðanefnda í mismunandi fögum starfandi og hafa verið í meira en hálfa öld. Afrakstur þeirrar vinnu má finna í svokölluðum Íðorða- banka. Á netinu er svo heill heimur vefsíðna sem ganga eingöngu út á tungumálið. Íslendingar eru þar einkar áhugasamir um móðurmál sitt og spyrja hver annan hvernig á að þýða orð eða leita orða yfir allt mögulegt. Á Árnastofnun berast okkur líka stöðugar fyrir- spurnir og tillögur að betri orðum yfir allt milli himins og jarðar, og við tökum þessum mikla áhuga fagnandi.“ Til að leggja inn nýtt orð í nýyrðabankann er farið á nyyrdi. arnastofnun.is. „Þar skrifar maður inn orðið og hvað það þýðir og uppsker þá ýmist þumla upp eða þumla niður auk þess að geta séð athugasemdir og umræður annarra um nýyrðið. Hugsanlegt er að orð verði síðar tekið inn í orðabækur. Hins vegar er ekki til nein löggildingarstofa fyrir ný orð. Nýyrði verður gilt þegar málnotendur taka orðið í notkun en jafnframt fellur það úr gildi ef enginn notar það. Þeir sem tala og skrifa íslensku eiga því síðasta orðið,“ segir Eva María. Frá árinu 2015 hafa Ríkis- útvarpið, Árnastofnun og Mímir – félag stúdenta í íslenskum fræðum, staðið fyrir vali á nýyrði ársins. „Fyrsta orð ársins var fössari, um föstudag, en tilfinning manna var að um leið og orðið var valið datt notkun þess niður hjá yngra fólkinu og það varð eldra fólks orð. Árið 2016 var nýyrði Hallgríms Helgasonar, hrútskýring, valið en það er myndað á sérstakan hátt úr orðunum hrútur og útskýring og er þýðing á enska orðinu mansplaining, sem er samsett úr man og explain. Það er dæmi um viðeigandi nýyrði sem við þurftum mikið á að halda og tengist sam- félagsbyltingu og kvenfrelsi, og árið 2017 var valið nýyrði Hildar Lillen- dahl Viggósdóttur, epalhommi,“ útskýrir Eva María um nýyrði nafn- greindra orðasmiða sem eignast hafa ný orð í móðurmálinu. „Það býr orðasmiður í okkur öllum og það er gaman geta smíðað orð sem verður vinsælt í tungu- málinu. Jónas Hallgrímsson var listasmiður þegar kom að orðum og hreint magnað hversu mörg orð lifa eftir hann. Hann er eftirbreytni- verður, völundarsmiður orða, vann mikið að þýðingum, bjó til orð og heiti yfir mannslíkamann og dýra- ríkið, fyrir utan allt skáldlega málið. Sum orðanna náðu ekki flugi en ótrúlega mörg festust í tungumál- inu og við höldum þeim daglega á lofti með því að nota þau.“ Heilsar maður á ensku? Hátíðahöld í tilefni dags íslenskrar tungu fara fram víða í dag. Hátíðar- dagskrá mennta- og menningar- málaráðuneytisins verður haldin í Nýheimum á Höfn í Hornafirði þar sem kunngert verður hver hlýtur Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar í ár. „Höfn varð fyrir valinu hjá mennta- og menningarmálaráð- herra í ár, og er það í fyrsta sinn sem hátíðarhöldin fara fram á því landshorni. Það hefur verið heiður að vinna með heimamönnum og ætlar ráðherra að heimsækja skólana í byggðarlaginu. Þar hafa nemendur spreytt sig á nýyrða- smíði og geta í kjölfarið lagt inn í Nýyrðabankann á netinu. Svo er hápunktur hátíðarhaldanna þegar veitt verða Verðlaun Jónasar Hall- grímssonar en þau hlýtur árlega einhver sem hefur unnið íslenskri tungu til gagns og gleði,“ segir Eva María. Einnig verða veittar viðurkenn- ingar fyrir stuðning við íslenskuna. „Þar er endalaust hægt að gera góða hluti fyrir íslenskuna og maður fyllist bjartsýni að sjá hversu margir leggja sig eftir því þegar allt er talið. Allir virðast standa með íslenskunni en til að sýna þann hug í verki þarf að fara í naflaskoðun og skoða hvernig maður sjálfur velur og hafnar íslenskunni í ýmsum aðstæðum: Heilsar maður á ensku? Birtir maður öll sín hugðarefni á ensku á samfélagsmiðlum? Þetta eru stórar ákvarðanir þótt þær virðist smávægilegar. Því ætti hver og einn að velja sér tungumál sem tjáningarmáta að vel athuguðu máli.“ Í dag verða líka veitt hvatningar- verðlaun viðskiptalífsins í fyrsta sinn, en með þeim er varpað ljósi á fyrirtæki sem vinna íslenskunni gagn á eftirtektarverðan hátt. „Ábyrgðin liggur nefnilega hjá okkur öllum og ekki nóg að íslenska sé opinbert tungumál ríkisappa- ratsins. Við erum öll í þessu saman og þurfum öll að taka afstöðu til íslenskunnar og sýna hana í verki. Í ferðamálageiranum væri til dæmis hægt að ákveða að taka á móti íslenskum og útlenskum viðskiptavinum á íslensku, því útlendingar fara á mis við svo mikið ef þeir heyra ekki íslensku í daglegu umhverfi. Þeir koma til Íslands vegna þess að þeir vilja upplifa það að vera gestir í framandi menn- ingarumhverfi, rétt eins og okkur þykir tilheyra að heyra frönsku í París. Við verðum að hætta að taka íslenskunni sem sjálfsögðum hlut því hún verður bara til á meðan við brennum fyrir henni.“ Ást til móðurtungunnar Dagur íslenskrar tungu er opin- ber fánadagur og segir Eva María skemmtilegt ef sem flestir drægju fána að húni. „Ekki vegna skyldurækni heldur væntumþykju til móður- tungunnar. Í tilefni dagsins væri líka best fyrir íslenskuna ef allir settu sér markmið um að reyna að tala íslensku og fækka slettum úr öðrum málum. Líka að taka þátt í að búa til ný orð yfir ný hugtök því komin er ný tækni, ný heimsmynd og nýjar hugmyndir sem þarfnast nýrra íslenskra orða. Að tileinka sér að tala íslensku og finna ný orð yfir hlutina jafnóðum. Það er nefnilega skemmtilegur lífsstíll að leggja sitt af mörkum til að bæta málið og unga fólkið okkar á heiður skilinn fyrir dugnað og hug- myndaauðgi við það. Ég nefni sem dæmi þegar orðið „þokkalega“ var endurlífgað á sínum tíma,“ segir Eva María í Árnastofnun þar sem hún verður vitni að ræktarsemi útlendra háskólanema við íslenska tungu. „Íslenska sem annað mál er eitt vinsælasta fagið í Háskólanum og hefur orðið sprenging í fjölgun nemenda sem bera mikla virðingu fyrir íslenskunni og veita okkur hinum innblástur. Erlendir nemar sakna sjálfsagt síns móðurmáls og vita að ekki er betra að tjá sig á neinu öðru tungumáli en því sem maður lærir fyrst. Vinsældir íslensku sem annars máls skrifast áreiðanlega á frábæra kennara og mikla fjölgun erlends vinnuafls sem finnur fljótt að það kemst ekki almennilega inn í hlutina hér nema að hafa íslensku á valdi sínu,“ segir Eva María, en rétt er að benda á vefsíðuna icelandiconline.is sem er ókeypis íslenskukennsla á netinu og hefur sannað gildi sitt eftir margra ára notkun. „Íslenska er málið og ráðherr- anum okkar er greinilega alvara þegar kemur að þjóðtungunni. Ráðuneyti hennar undirbýr nú vitundarvakningu sem er liður í fjölbreyttum aðgerðum til að styrkja stöðu íslenskunnar og ég veit að við munum heyra meira af því fljótlega.“ Þórdís Lilja Gunnarsdóttir thordisg@frettabladid.is Útlendingar fara á mis við mikið ef þeir heyra ekki íslensku í daglegu umhverfi. Þeir vilja upplifa framandi menningarheim; rétt eins og við viljum heyra frönskuna talaða í París. Framhald af forsíðu ➛ 2 KYNNINGARBLAÐ 1 6 . N óV E M B E R 2 0 1 8 F Ö S T U DAG U RDAGuR íSLENSKRAR TuNGu 1 6 -1 1 -2 0 1 8 0 5 :0 9 F B 0 5 6 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 6 9 -2 F D 8 2 1 6 9 -2 E 9 C 2 1 6 9 -2 D 6 0 2 1 6 9 -2 C 2 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 5 6 s _ 1 5 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.