Fréttablaðið - 16.11.2018, Page 34

Fréttablaðið - 16.11.2018, Page 34
Sviðslistahátíðin Everybody’s Spectacular stendur nú yfir og í kvöld verður ýmislegt forvitnilegt á boðstólum. Má þar nefna sýninguna Cock, cock … who’s there? sem verður sýnd í Tjarnarbíói og hefst klukkan hálfníu. Þar fer Samira Elagoz með áhorfandann í rannsóknarleiðang- ur sem varpar ljósi á hið tvíræða samband kynjanna, sem er svo grimmilegt og dásamlegt í senn. Í Mengi klukkan sex verður listamaðurinn Jacob Wren, annar stofnandi listhópsins PME-ART með gjörninginn A user’s guide to authenticity is a feeling, þar sem meðal annars er spurt spurningar- innar: hvernig höldum við áfram að halda í þá veiku von að veik- burða samkrull listar og stjórn- mála geti með einhverjum hætti breytt heiminum? Styrmir Örn Guðmundsson verður svo í Listasafni Reykjavíkur klukkan tíu með framhald á Gjörn- ingatíð sinni en verkum Styrmis er ekki ætlað að falla í ákveðinn flokk heldur flæða milli listforma. Everybody’s spectacular er einstakur vettvangur fyrir þá sem vilja kynna sér nýjustu strauma og stefnur í sviðslistum en hátíðin stendur fram á sunnudag. Miða má fá á tix.is og dagskrána í heild sinni á http://www.spect­ acular.is/dagskr­2018 Sjónlistahátíð á föstudagskvöldi Samira Elagoz fjallar um samskipti kynjanna á villtan og áhrifamikinn hátt í Tjarnarbíói klukkan hálf níu. Jacob Wrén ræðir í Mengi von lista- mannsins um að breyta heiminum. Flestir vilja skarta heilbrigðu hári. Hér eru nokkur ráð til að það haldist í sem bestu standi. 1. Farðu reglulega í klippingu, jafn- vel þó þú sért að safna. Klofnir endar gera það að verkum að hárið eyðist upp neðan frá, verður þurrt og druslulegt. Það getur verið nóg að rétt láta narta í það til að það haldist heilbrigt. 2. Ekki þvo það of oft. Það fer til lengdar illa með hárið og þurrkar það. 3. Forðastu of mikið stress. Það getur valdið hárlosi. 4. Nærðu þig vel. Það byggir hárið upp frá rótum. 5. Ekki sofa með hárið í tagli. Það getur valdið sliti. 6. Reyndu að nota hárþurrku, sléttu- eða krullujárn í hófi. Hitinn fer illa með hárið. 7. Forðastu aflitun. Hún er hvað verst fyrir hárið. Heilbrigt hár Nú eru rétt fimm vikur til jóla og tímabært að hefja svolítinn jólaundirbúning svo hægt sé að njóta töfrastunda aðventunnar án streitu, álags og láta. Það spáir víða rigningu um helgina og því upplagt að hafa það notalegt heima, baka pipar- kökuhús, eða kaupa það tilbúið til samsetningar og líma saman þak og veggi úr ilmandi deigi. Að búa til piparkökuhús skapar indælar fjölskyldu- minningar og börnum þykir mikið fjör að ná sér í efnivið til húsagerðarinnar, litríkt sælgæti og glás af glassúr og flórsykri til að skreyta fagurt húsið með glitrandi púðursnjó. Svo er vel skreytt piparkökuhús til stakrar heimilisprýði og setur skemmti- legan jólablæ á heimkynnin með lokkandi angan og sætindum sem bíða þess að standa af sér aðventuna og vera étin upp til agna á jólum. Húsasmíði barnanna  Fallegt pipar- kökuhús setur heimilið í jóla- legan búning.                                 6 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 6 . N Óv E M B E R 2 0 1 8 F Ö S T U DAG U R 1 6 -1 1 -2 0 1 8 0 5 :0 9 F B 0 5 6 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 1 6 9 -4 8 8 8 2 1 6 9 -4 7 4 C 2 1 6 9 -4 6 1 0 2 1 6 9 -4 4 D 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 B F B 0 5 6 s _ 1 5 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.