Fréttablaðið - 16.11.2018, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 16.11.2018, Blaðsíða 38
Bróðir okkar, Agnar Traustason frá Hörgshóli, andaðist á Sjúkrahúsinu á Hvammstanga 11. nóvember. Útförin fer fram frá Breiðabólsstaðarkirkju í Vesturhópi föstudaginn 23. nóvember kl. 14.00. Björn Traustason Þorkell Traustason Þráinn Traustason Guðbjörg Traustadóttir Hörður Traustason Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Gunnar Sveinbjörn Jónsson húsasmíðameistari, sem lést á Ísafold Hrafnistu í Garðabæ þann 27. október, verður jarðsunginn frá Vídalínskirkju í Garðabæ mánudaginn 19. nóvember kl. 15. Sara Gunnarsdóttir Þorkell Jóhannsson Bergur Gunnarsson Hrönn Arnarsdóttir Ólöf Gunnarsdóttir Ragnar Þór Jörgensen Auður Gunnarsdóttir Gunnar Magnússon barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Magnea Kristín Sigurðardóttir Grænumörk 5, Selfossi, lést á Fossheimum sunnudaginn 11. nóvember. Útförin fer fram frá Selfosskirkju miðvikudaginn 21. nóvember kl. 14.00. Sigríður Ólafsdóttir Sigurður Á. Þorsteinsson Ólöf Ólafsdóttir Skúli Einarsson Guðveig Bergsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg systir okkar, Aðalbjörg Baldursdóttir frá Grýtubakka I, lést á öldrunarheimilinu Lögmannshlíð 6. nóvember. Útför hennar fer fram frá Akureyrarkirkju mánudaginn 19. nóvember kl. 13.30. Hjartans þakkir til starfsfólks á Lögmannshlíð fyrir hlýja og góða umönnun. Sigríður, Margrét, Jónas, Bryndís, Ari, Guðmundur og fjölskyldur. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og sambýlismaður, Gissur Jensen mjólkurfræðingur, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands, Selfossi, þriðjudaginn 13. nóvember sl. Útförin fer fram frá Selfosskirkju þriðjudaginn 20. nóvember kl. 14. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vildu minnast hans er bent á Alzheimersamtökin. Stefán Róbert Gissurarson Sigrún Sigurðardóttir Axel Þór Gissurarson Andrea Ingimundardóttir barnabörn, barnabarnabörn og Berglind Einarsdóttir Okkar elskulega systir, Sigríður Bjarnadóttir Kettingevej 70, Danmörku, er látin. Útför hennar hefur farið fram. Jón Bjarnason Þuríður J. Bjarnadóttir Ástkær sonur okkar, bróðir, mágur og frændi, Heimir Jakob Þorfinnsson f. 7. febrúar 1975, varð bráðkvaddur 28. október 2018. Jarðarförin hefur farið fram. Ástvinir þakka auðsýnda samúð og vinarhug. Kristín Karólína Jakobsdóttir Þorfinnur Júlíusson Anna Rósa Þorfinnsdóttir Júlíus Þorfinnsson Þórunn Ásdís Óskarsdóttir og frændsystkini. Elskuleg eiginkona, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, Sólrún Þórarinsdóttir bóndi á Hálsi í Kjós og húsmóðir í Baulubrekku, lést 6. nóvember á Landspítalanum. Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Jón Gíslason Kristín Jónsdóttir Henry Christer Eriksson Ingibjörg Jónsdóttir Axel Jóhannsson Þórarinn Jónsson Lísa Boije af Gennaes barnabörn og barnabarnabarn. Þetta eru bara hugleiðingar um breyskleika. Ég ætla að leyfa mér að hugsa upphátt,“ segir Páll Valsson rithöf-undur um væntanlegt erindi sitt á málþingi um Jónas Hallgrímsson. Þingið verður haldið þann 17. nóvem- ber klukkan 10 í Þjóðmenningarhús- inu, daginn eftir að 211 ár verða liðin frá fæðingu þjóðskáldsins. Þingið er haldið að tilhlutan Félags áhugamanna um sögu læknisfræðinnar. Ætlunin er að taka til umfjöllunar líf, ástamál, drykkju og dauðdaga Jónasar og velta fyrir sér tíðaranda 19. aldar. Helstu sérfræðingar landsins í lífi og verkum Jónasar mæta til leiks. Þar er Páll fremstur meðal jafningja, enda skrifaði hann ævisögu skáldsins sem kunnugt er. „Eftir dauða sinn var Jónas nánast tekinn í dýrlingatölu en var umdeildur í lifanda lífi. Öll erum við jú breysk, það gildir líka um þjóðskáld,“ bendir Páll á. Hann kveðst ætla að velta fyrir sér hverjir hafi verið helstu lestir Jón- asar og hvernig þeir hafi birst. Hvort það geti verið að þeir hafi nýst honum í skáldskap en kannski komið niður á ein- hverju öðru. „Þetta verða svona hugleið- ingar um manninn Jónas,“ segir hann. „Ég lofa engu um niðurstöður. En það sem er gaman við það að hugsa svona um breyskleika er að þannig kemst maður svo nálægt manninum.“ Páll kveðst ekki ætla að segja að Jónas hafi verið gallagripur en hann hafi haft sína veikleika, eins og við öll. „Ég get sagt að hann var vínhneigður, það er ekkert launungarmál. Fólki hættir til að setja menn á stall af því að það elskar verkin þeirra, það á við um listamenn sem hafa skapað ódauðleg verk. Sagt er að Picasso hafi verið óþolandi leiðinlegur – en því- líkur listamaður.“ Páll kveðst telja að Jónas hafi verið mjög óhamingjusamur á köflum en hafi átt sínar góðu stundir. „Hann naut heldur ekki þess dálætis í lifanda lífi sem fólk fékk á honum síðar og kvartar undan vanþakklæti þjóðarinnar. „Það vill enginn hirða verkin mín,“ segir hann á einum stað í bréfi. „Þið lastið allt sem ég geri.“ Það átti heldur betur eftir að snúast við.“ gun@frettabladid.is Öll erum við jú breysk Dálítið sérstök samkoma verður haldin um heilsufar og hina hlið Jónasar Hallgrímsson- ar skálds á morgun, laugardaginn 17. nóvember, í Þjóðmenningarhúsinu við Hverfisgötu. „Það sem er gaman við að hugsa svona um breyskleika er að þannig kemst maður svo nálægt manninum,“ segir Páll. Fréttablaðið/Hanna Dagskrá þingsins Drykkjuskapur skálda og rómantík á 19. öld Torfi Tulinius, prófessor í íslenskum miðaldafræðum breyskleikar Jónasar Páll Valsson, rithöfundur og höf- undur ævisögu Jónasar Ástamál Jónasar Dagný Kristjánsdóttir, prófessor í íslenskum nútímabókmenntum Kaffi frá fröken Júlíu í boði félagsins Dauði Jónasar Óttar Guðmundsson, geðlæknir bein Jónasar Jón Karl Helgason, prófessor í íslensku Fundarstjóri Jón Jóhannes Jónsson, yfirlæknir erfða- og sameindalæknis- fræðideildar LSH 1 6 . n ó v e m b e r 2 0 1 8 F Ö S T U D A G U r20 T í m A m ó T ∙ F r É T T A b L A ð i ð tímamót 1 6 -1 1 -2 0 1 8 0 5 :0 9 F B 0 5 6 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 1 6 9 -2 F D 8 2 1 6 9 -2 E 9 C 2 1 6 9 -2 D 6 0 2 1 6 9 -2 C 2 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 5 6 s _ 1 5 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.