Fréttablaðið - 24.11.2018, Page 4

Fréttablaðið - 24.11.2018, Page 4
Fáðu blað dagsins í tölvupósti kl. 5.00 á morgnana. Skráðu þig á póstlista Frétta- blaðsins á www.frettabladid.is/ nyskraning. Það kostar ekkert. Vertu fyrst/ur að lesa blaðið UMBOÐSAÐILI JEEP Á ÍSLANDI • ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR • S. 534 4433 WWW.ISBAND.IS • ISBAND@ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 10-18 • LAUGARDAGA 12-16 JEEP GRAND CHEROKEE jeep.is FOR-FRUMSÝNUM JEEP GRAND CHEROKEE TRAILHAWK MEÐ 35” BREYTINGU FRÁ ARCTIC TRUCKS. SÝNUM EINNIG JEEP GRAND CHEROKEE TRAILHAWK MEÐ 33” BREYTINGU. ERUM Á STÓRSÝNINGUNNI VETRARLÍF 2018 UM HELGINA. FRÍR AÐGANGUR - GEIRSGATA 11. ALVÖRU JEPPI - ALVÖRU FJÓRHJÓLADRIF. ® ® ® ® BÍLL Á MYND MEÐ 33” BREYTINGU Þrjú í fréttum Salerni, kjóll og nammigrísir Anna Sigrún Baldursdóttir aðstoðarmaður forstjóra Land- spítalans sagði skort á hjúkrunarrým- um ástæðu þess að eldra fólk gisti á salernum sjúkra- hússins. Staðan væri ömurleg. Birgitta Haukdal söngkona sagði að sér þætti leitt ef hún hefði sært einhverja með orðavalinu í nýrri barnabók sinni. Birgitta sætti harðri gagnrýni hjúkrunarfræðinga fyrir að hafa notað orðið hjúkrunarkona í bókinni. Þar er jafnframt mynd af hjúkrunarfræðingi með kappa á höfði og í kjól. Guðmundur Andri Thorsson alþingismaður benti á að sykur- skattur hefði verið íslenskum hægrimönnum þyrnir í augum, enda væru þeir ann- álaðir nammigrísir. Sykurskattur væri ein leiðanna til að fjármagna 17 tillögur Samfylkingarinnar um breytingar á fjárlögum. Tölur vikunnar 18.11.2018 Til 24.11.2018 63% þeirra starfa sem urðu til 2015-2017 sköpuðust af byggingargeiranum og ferðaþjónustunni. Nú hefur hægt umtalsvert á þeim vexti. 18% allra kvenna á Ís- landi fengu ávísað þunglyndislyfjum í fyrra og rúmlega 10 prósent karla. 120 milljónir króna hefur Spölur endur- greitt viðskiptavinum sínum sem þeir áttu á áskriftarreikningum sínum þegar ríkið tók við rekstri Hvalfjarðarganga í síðasta mánuði. 110 milljónir eru enn ósóttar. Hægt verður að óska eftir endur- greiðslu til nóvem- berloka. 27 þúsund ein- staklingar fengu ávísað svefnlyfjum árið 2003. Af þeim voru tæplega 11 þúsund enn að fá svefnlyf árið 2018. 30% fyrrverandi starfs- manna Orkuveitu Reykjavíkur sem tóku þátt í könnun Innri endurskoðunar Reykja- víkurborgar upplifðu einelti á vinnustað meðan þeir störfuðu hjá fyrirtækinu. 40 milljónum nema fyrirhug-aðar og álagðar stjórn- valdssektir vegna brota á skrán- ingarskyldu gististaða. 80 prósenta fjölgun hefur orðið á skráðum heimagistingum það sem af er ári 2018. Dómsmál Thomas Møller Olsen mun óska eftir leyfi til að áfrýja dómi Landsréttar til Hæstaréttar. Lands- réttur staðfesti í gær dóm héraðs- dóms sem dæmdi Thomas til 19 ára fangelsisvistar fyrir morðið á Birnu Brjánsdóttur og stórfellt fíkniefna- brot. „Málsmeðferðin fyrir Landsrétti ber vott um virðingarleysi fyrir rétt- indum ákærða,“ segir Björgvin Jóns- son, verjandi Thomasar, og segir að byggt verði á því í beiðni til Hæsta- réttar að um brot á rétti skjólstæð- ings síns til réttlátrar málsmeðferðar hafi verið að ræða. Nefnir Björgvin bæði lengd aðalmeðferðar sem lokið var á einum degi og skeytingarleysi gagnvart fjölda vafaatriða í málinu sem hafnað sé með litlum eða engum rökstuðningi í forsendum dómsins. Eins og Fréttablaðið fjallaði um stóð aðalmeðferð í Landsrétti frá klukkan níu að morgni og þangað til klukkan var langt gengin í tíu að kvöldi eða í tæpar þrettán klukku- stundir. „Það segir sig sjálft að hvorki dómarar né aðrir þjónar réttarins, saksóknari eða verjandi, geta haldið fullkominni einbeitingu í svona langan tíma,“ segir Björgvin. „Við munum einnig byggja á því að sjálfur dómsformaðurinn hafi verið vanhæfur í málinu en fyrir liggur að áður en hann var skipaður dómari við Landsrétt þáði hann sem aðstoðarmaður verktakagreiðslur frá ákæruvaldinu fyrir lögfræðiráðgjöf, á árunum 2009 til 2014,“ segir Björg- vin og vísar til lögfræðiráðgjafar sem Sigurður Tómas Magnússon veitti Sérstökum saksóknara á umræddu tímabili og fékk alls greiddar rúmar 50 milljónir í verktakagreiðslur. Björgvin segir ljóst að þó að menn hafi starfað fyrir ákæruvaldið valdi það ekki sjálfkrafa vanhæfi til að gegna dómarastörfum. Hins vegar hafi Sigurður þegið verktaka- greiðslur og það horfi öðruvísi við. Hann nefnir einnig hina umdeildu handtöku um borð í Polar Nanoq sem lögfræðilegt atriði sem mikilvægt sé að fá skorið úr um fyrir Hæsta- rétti. Í dómi Landsréttar er fallist á að ákvæði laganna um fullveldis- rétt Íslands hafi ekki getað veitt handtök- unni lagastoð. Á hitt beri að líta að hvorki dönsk né grænlensk yfirvöld hafi gert athuga- semdir við að íslenskir lögreglu- menn hafi farið um borð í skipið og handtekið hina grænlensku ríkis- borgara. Þau hafi jafnframt sýnt samvinnu um aðgerðirnar. Björgvin segir handtökuna ekki verða lögmæta við það eitt að henni hafi ekki verið mótmælt sérstaklega af dönskum eða grænlensk- um yfirvöldum. Full þörf sé á að fjallað verði um hana í Hæstarétti enda sé niðurstaða bæði héraðsdóms og Landsréttar til þess fallin að valda mikilli réttaróvissu. „Veiti Hæsti- réttur ekki áfrýjunarleyfi er ekki annað að gera en leita til Mannrétt- indadómstóls Evrópu,“ segir Björg- vin. Hann segir mikilvægt að bæði handtakan og málsmeðferðin sem Thomas fékk fyrir Landsrétti, fái endurskoðun, ef ekki fyrir Hæsta- rétti, þá í Strassborg. Hann segir mannréttindadómstólinn hafa fjallað um handtökur á sjó og svipuð álitaefni og hér er um að ræða og ljóst sé að þau geti fallið innan gildis- sviðs mannréttindasáttmála Evrópu. Hann vísar til máls um handtöku framkvæmda af frönskum sérsveitar- mönnum um borð í báti með fíkni- efnafarm. Niðurstaða MDE hafi verið að fullnægjandi heimild fyrir hand- tökunni hafi ekki verið fyrir hendi og því um brot á ákvæðum sáttmálans að ræða. adalheidur@frettabladid.is Segir málsmeðferð í Landsrétti hafa einkennst af virðingarleysi Óskað verður eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar í máli Thomasar Møller Olsen. Verjandi telur dómsfor- manninn, Sigurð Tómas Magnússon, vanhæfan vegna verktakavinnu fyrir ákæruvaldið. Skera þurfi úr um lögmæti handtökunnar. Fer með málið fyrir Mannréttindadómstólinn ef Hæstiréttur synjar beiðninni. Verjandi Thomasar segir mikilvægt að handtakan og málsmeðferðin verði endurskoðuð. FréTTablaðið/anTon brink Sigurður Tómas Magnússon, dómsformaður 2 4 . n ó v e m b e r 2 0 1 8 l a u G a r D a G u r4 f r é T T i r ∙ f r é T T a b l a ð i ð 2 4 -1 1 -2 0 1 8 0 3 :4 0 F B 1 1 2 s _ P 1 0 9 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 1 0 0 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 7 F -D A A 4 2 1 7 F -D 9 6 8 2 1 7 F -D 8 2 C 2 1 7 F -D 6 F 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 1 1 2 s _ 2 3 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.