Fréttablaðið - 24.11.2018, Qupperneq 10
Við látum framtíðina rætast.
HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is
Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ · BVA Egilsstöðum
www.volkswagen.is
Touareg Offroad.
3.0 TDI V6.
Verð 9.290.000 kr.
T- Roc.
Fjórhjóladrifinn og sjálfskiptur.
Verð 4.590.00 kr.
Fjórhjóladrifna fjölskyldan.
Tiguan Offroad.
Fjórhjóladrifinn og sjálfskiptur.
Verð 5.790.000 kr.
Tilboðsverð 4.990.000 kr.
Tiguan Allspace.
7 manna og rúmgóður.
Verð 7.635.000 kr.
Tilboðsverð 6.990.000 kr.
Í f lokki stærri jeppa Í f lokki jepplinga Í f lokki minni jeppa Í f lokki jepplinga
HEILBRIGÐISMÁL Hnattræn eftir-
spurn eftir insúlíni til meðhöndlunar
við sykursýki 2 mun aukast um 20
prósent á næstu 12 árum. Verði ekki
gripið til aðgerða til að mæta þessari
eftirspurn er líklegt að um 80 millj-
ónir manna – aðallega í löndum Afr-
íku, Asíu og á Kyrrahafseyjum – muni
ekki hafa stöðugt aðgengi að insúlíni
undir loks næsta áratugar.
Þetta kemur fram í niðurstöðum
nýrrar rannsóknar á vegum vís-
indamanna við Stanford-háskóla
og Genfarháskóla. Niðurstöðurnar
voru birtar í læknaritinu Lancet í
vikunni. Vísindamennirnir fram-
reiknuðu hnattrænt nýgengi sykur-
sýki 2 til ársins 2030 með því að rýna
í gögn Alþjóðasamtaka sykursjúkra
og rannsóknargögn úr 14 hóprann-
sóknum, sem samanlagt taka til 60
prósenta þeirra sem glíma við sjúk-
dóminn í heiminum í dag.
Niðurstöðurnar gefa til kynna
að fullorðnum einstaklingum sem
glíma við sykursýki 2 muni fjölga um
fimmtung á næstu 12 árum, úr 406
milljónum manna í ár í 511 millj-
ónir árið 2030. Af þeim mun rúmlega
helmingur búa í þremur löndum;
Kína, Indlandi og Bandaríkjunum.
Sykursýki er langvinnur og ólækn-
andi efnaskiptasjúkdómur sem ein-
kennist af blóðsykurhækkun vegna
röskunar á insúlínvirkni, ónógri
framleiðslu insúlíns eða hvors
tveggja. Um 90 til 95 prósent allra til-
fella sykursýki eru af tegund 2. Offita
er sterkasti breytanlegi áhættuþáttur
sykursýki.
Samhliða auknu nýgengi mun
eftirspurn eftir insúlíni – sem nauð-
synlegt er fyrir þá sem glíma við
sykur sýki 1 og 2 ef forðast á fylgi-
kvilla á borð við blindu, nýrnabilun,
slag og aflimun – aukast gríðarlega,
eða úr 526 milljónum skammta árið
2016 í 634 milljónir árið 2030.
„Vegna hækkandi aldurs, þéttbýl-
ismyndunar og breyta sem tengjast
mataræði og hreyfingu mun þeim
fjölga mjög sem glíma við sykursýki
2,“ sagði Sanjay Basu, aðalhöfundur
og prófessor við Stanford-háskóla.
„Víða um heim er insúlín af skornum
skammti, þrátt fyrir markmið Sam-
einuðu þjóðanna um að berjast gegn
langvinnum ekki-smitandi sjúkdóm-
um sem hægt er að koma í veg fyrir.“
Niðurstöðurnar eru birtar með
nokkrum fyrirvörum, t.d. er varða
breytingar á mataræði og hreyfingu
fólks. Lífsstílsbreytingar gætu haft
jákvæð eða neikvæð áhrif á nýgengi.
Í ítarefni rannsóknarinnar kemur
fram að áætlaður fjöldi þeirra sem
glíma við sykursýki 2 hér á landi í ár
sé 17.607 (11.734-22.278) og að fjölga
muni í þeim hópi um rúmlega þrjú
Sigla blindandi í ólgusjó heimsfaraldurs
Miklar áskoranir fylgja hnattrænum faraldri sykursýki 2. Vísindamenn telja að sykursjúkum muni fjölga um 100 milljónir fyrir árið
2030. Yfirlæknir á Landspítala segir ekki hægt að búa til áætlun fyrir sykursýki á Íslandi enda vanti upplýsingar um umfang vandans.
Notkun insúlíns mun aukast verulega í heiminum. Nordicphotos/Getty
þúsund manns og í 20.689 (14.316-
26.110) á næstu 12 árum.
Þrátt fyrir að skýrar vísbendingar
séu um að nýgengi sykursýki 2 sé að
aukast hér á landi, líkt og víða annars
staðar í heiminum, er í raun minna
vitað um faraldsfræði sjúkdómsins
hér á landi en mögulegt væri.
„Vandamálið okkar er að við
höfum ekki aðgengileg áreiðanleg
gögn. Okkur sárvantar ný gögn til
að geta gert áætlanir um heilbrigðis-
þjónustuna,“ segir Rafn Benedikts-
son, prófessor við Háskóla Íslands
og yfirlæknir innkirtladeildar Land-
spítala.
Rafn var formaður starfshóps sem
skilaði í apríl síðastliðnum skýrslu
um viðbrögð við vaxandi nýgengi
sykursýki á Íslandi. Í niðurstöðukafla
skýrslunnar er mikilvægi miðlægrar
skrár um sykursýki ítrekað: „Án
gagnagrunns eru einfaldlega engar
undirstöður.“
Velferðarráðuneytið hefur fjallað
um tillögur starfshópsins. Embætti
landlæknis hefur verið falið að meta
kostnað við að koma sykursýkisskrá
á fót.
Örvandi lyf eru kostnaðarsam-
asti lyfjaflokkurinn hjá Sjúkratrygg-
ingum Íslands og var árið 2016 799
milljónir króna. Þar á eftir koma lyf
við sykursýki þar sem kostnaður var
615 milljónir króna.
„Lyf við sykursýki eru næstdýrasti
lyfjaflokkurinn hér á Íslandi. Það
er lítið talað um það, og fólk gerir
sér líklega almennt ekki grein fyrir
umfangi vandans og því síður hvert
þetta stefnir.“
Rafn telur gæta sinnu- og stefnu-
leysis af hálfu stjórnvalda í mála-
flokknum. „Ég hef talað um þetta við
ýmsa aðila innan kerfisins síðustu
10 til 15 ár – en oftast mætt litlum
skilningi“ segir Rafn.
„Það vantar algjörlega umgjörð,
stefnumótun, áætlanagerð og fjár-
mögnun á þessu sviði. Við eigum
reyndar fullt af gögnum sem hægt
væri að nýta til þessa, en það þarf
að vinna úr þeim með skipulögðum
hætti og gera svo áætlanir sem verða
að aðgerðum.“ kjartanh@frettabladid.is
✿ Lyf við sykursýki
Blóðsykurlækkandi lyf og
insúlín og skyld lyf
600
500
400
300
200
100
0 2014 2015 2016
57
0
59
8
61
5
Ekki eru til nægilega
traustar upplýsingar um
faraldsfræði sykursýki á
Íslandi.
2 4 . n ó v E M B E R 2 0 1 8 L A U G A R D A G U R10 f R é t t I R ∙ f R é t t A B L A Ð I Ð
2
4
-1
1
-2
0
1
8
0
3
:4
0
F
B
1
1
2
s
_
P
1
0
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
1
0
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
0
0
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
0
1
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
1
7
F
-F
D
3
4
2
1
7
F
-F
B
F
8
2
1
7
F
-F
A
B
C
2
1
7
F
-F
9
8
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
7
A
F
B
1
1
2
s
_
2
3
_
1
1
_
2
0
1
C
M
Y
K