Fréttablaðið - 24.11.2018, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 24.11.2018, Blaðsíða 16
Kynningarherferðin er styrkt af Evrópusambandinu – The European Union‘s Rights, Equality and Citizenship Programme (2014-2020) Á fundinum verður fjallað um grunnreglur persónuverndarlaganna sem allir þurfa að kunna skil á, þýðingu þeirra fyrir einstaklinga og þær kröfur sem lögin gera til fyrirtækja, stjórnvalda og annarra sem vinna með persónuupplýsingar. Allir velkomnir! Nánari upplýsingar og skráning á www.personuvernd.is OPINN KYNNINGARFUNDUR MEÐ PERSÓNUVERND Fundaröð Persónuverndar um nýja persónuverndarlöggjöf 2018 Mánudaginn 26. nóvember kl. 13-15 Hótel Reykjavík Natura, við Nauthólsveg Aðalfundur Golfklúbbsins Odds 2018 Aðalfundur Golfklúbbsins Odds verður haldinn í golfskálanum í Urriðavatnsdölum þriðjudaginn 4. desember kl. 20:00. Dagskrá: 1. Skýrsla stjórnar um störf og framkvæmdir á liðnu starfsári. 2. Kynning á endurskoðuðum ársreikningi félagsins. 3. Umræður um skýrslu stjórnar og ársreikning sem síðan skal borinn upp til samþykktar. 4. Umræður og atkvæðagreiðsla framkominna tillagna skv. 19. gr. ef einhverjar eru. 5. Afgreiðsla tillagna til lagabreytinga. 6. Ákveðið árgjald og önnur gjöld fyrir næsta starfsár. Fjárhagsáætlun næsta árs kynnt. 7. Kosning stjórnar og varamanna í stjórn. 8. Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga og eins til vara. 9. Kosning þriggja manna í kjörnefnd. 10. Önnur málefni ef einhver eru. Félagsmenn eru hvattir til að mæta, Stjórn Golfklúbbsins Odds. Austur-Kongó Alþjóðaheilbrigð- isstofnun Sameinuðu þjóðanna (WHO) hefur miklar áhyggjur af ebólufaraldri sem nú geisar í Austur-Kongó. Í vikulegri skýrslu, sem fréttaveita AP fjallaði um í gær, kom fram að 36 ný tilfelli hafi verið skráð í vikunni. Þar af greindust sjö börn undir tveggja ára aldri með sjúkdóminn. Það að svo ung börn veikist er áhyggjuefni, að mati WHO. Fá tilfelli þar sem börn hafa greinst með ebólu þekkjast en sérfræð- ingar stofnunarinnar telja að börnin í Kongó hafi veikst vegna sýktrar brjóstamjólkur eða ann- arrar umgengni við sýkt foreldri. Sjúkdómurinn berst manna á milli með líkamsvessum. Að sögn heilbrigðisyfirvalda í Afríkuríkinu eru alls 346 staðfest tilfelli frá því að faraldurinn braust út. Þar af hafa 39 heilbrigðisstarfs- menn sýkst og alls hafa 175 farist. Faraldurinn er sá versti í skráðri sögu ríkisins. Staðan gæti mögu- lega versnað en sérfræðingar WHO telja mikla hættu á því að faraldurinn leiti út fyrir Austur- Kongó. Í Úganda eru yfirvöld farin að bólusetja heilbrigðis- starfsmenn við sjúkdómnum en WHO hefur ekki enn mælt með ferðabanni. Þótt faraldurinn einn og sér telj- ist erfitt viðfangsefni hefur heil- brigðisfólk einnig þurft að hafa áhyggjur af átökum á svæðinu. Um síðustu helgi þurfti að rýma heilsugæslustöðvar og neyðar- spítala WHO í borginni Beni eftir að skæruliðar gerðu árás. Þar af leiðandi þurfti að gera hlé á bólu- setningum og allri hjálp við sjúka. Samkvæmt tilkynningu frá WHO um síðustu helgi særðist hins vegar enginn heilbrigðisstarfs- maður í árásunum. Átta friðar- gæsluliðar féllu. „WHO mun halda áfram að vinna með heilbrigðisráðuneyt- inu og samstarfsfólki til þess að ráða niðurlögum þessa ebólufar- aldurs. Við munum heiðra minn- ingu þeirra sem hafa dáið í þessari baráttu og fordæmum harkalega þessa viðvarandi ógn við öryggi heilbrigðisstarfsfólks,“ var haft eftir Tedros Adhanom Ghebreye- sus, framkvæmdastjóra WHO, í til- kynningu um síðustu helgi. thorgnyr@frettabladid.is Versti ebólufaraldur í sögu Austur-Kongó Á fjórða hundrað hafa sýkst af ebólu í Afríkuríkinu Austur-Kongó. Alþjóða- heilbrigðisstofnunin hefur áhyggjur af gangi mála. Nokkur fjöldi ungra barna greinist með ebólu og árásir skæruliða hafa torveldað starf stofnunarinnar. Sjúklingur fær meðferð hjá Læknum í Austur-Kongó. NordicphotoS/AFp Hvað er ebóla? Samkvæmt grein á vefsíðu Embættis landlæknis er ebóla alvarleg veirusýking sem leiðir til dauða í um 60 prósentum tilfella. Byrjunareinkenni líkjast einkennum inflúensu og má á meðal þeirra telja þreytu, höfuðverk og verki í hálsi. Þessi einkenni geta svo þróast í til að mynda uppköst, niðurgang, útbrot með blæðingum frá húð, slímhimnum, augu, nefi, meltingarvegi og þvagrás og loks endað í fjöllíffærabilun. Sjúkdómurinn smitast við snertingu líkamsvessa, við óvarin kynmök og við neyslu á hráu kjöti villtra dýra. Einstaklingar verða fyrst smitandi þegar ein- kenni koma fram en það getur tekið frá tveimur til 21 dags. Alls eru 346 staðfest ebólutilfelli í faraldrinum í Austur-Kongó. 175 hafa farist. MjAnMAr Samtök bæði lögfræðinga og blaðamanna í Mjanmar afhentu Win Myint, forseta ríkisins, bréf í gær þar sem lýst var áhyggjum af sakfellingu og fangelsun tveggja blaðamanna Reuters. Þeir Wa Lone og Kyaw Soe Oo voru dæmdir til sjö ára fangelsisvistar fyrir brot á lögum um ríkisleyndarmál. Blaðamenn- irnir höfðu verið að vinna umfjöllun um stríðsglæpi mjanmarska hersins gegn þjóðflokki Róhingja. Nánar tiltekið snerist umfjöll- unin um morð á tíu Róhingjum og leiddi rannsókn blaðamannanna í ljós að jafnt hermenn sem almennir borgarar hafi þar verið að verki. Alls flúðu 720.000 Róhingjar til Bangla- dess þegar aðgerðir hersins stóðu yfir í Rakhine-ríki Mjanmar. Rann- sakendur á vegum SÞ hafa sakað herforingja um þjóðarmorð en saga ofsókna gegn Róhingjum er áratuga- löng. „Ríkisleyndarmálalöggjöfin var sett til þess að fyrirbyggja njósnir á sínum tíma. Hún er ekki við- eigandi í nútímanum og þarfnast endurskoðunar. Sjö ára dómur yfir blaðamönnunum er alvarleg tálmun við starf fjölmiðla og rétt almennings á upplýsingum,“ sagði í bréfinu. Þar sagði enn fremur að umfjöllun blaðamannanna hafi átt skýrt erindi við almenning og að báðar hliðar málsins hefðu komið skýrt fram. Win Myint forseti sagði, er hann fékk bréfið, að hann þyrfti að skoða málið í samhengi við landslög. Mál- inu var áfrýjað til hæstaréttar fyrr í mánuðinum. – þea Fordæma fangelsun blaðamanna dómnum yfir blaðamönnunum hefur verið harðlega mótmælt. NordicphotoS/AFp AfgAnistAn Að minnsta kosti 26 fórust og 50 særðust þegar sjálfs- morðsárásarmaður sprengdi sig í loft upp í mosku á herstöð í Khost-fylki Afganistans í gær. Reuters greindi frá þessu og hafði eftir embættis- mönnum á svæðinu. Öll hin föllnu voru starfsmenn afganska hersins að því er höfuðsmaður að nafni Abdull- ah sagði við fréttavefinn. Enginn hafði lýst yfir ábyrgð á árásinni í gærkvöldi. Þó er ljóst að talíbanar hafa ráðist gegn afgönsk- um hermönnum af krafti á síðustu vikum í von um að koma ríkisstjórn- inni frá völdum og hermönnum vest- rænna ríkja úr landi. Þannig hafa hundruð farist, herstöðvar verið eyðilagðar og vopn hirt í áhlaupum talíbana. Einungis þrír dagar voru liðnir í gær frá því að sjálfsmorðsárás var gerð á ráðstefnu afganskra klerka í höfuðborginni Kabúl. Klerkarnir höfðu safnast saman til þess að fagna afmæli Múhameðs spámanns. Um þúsund voru á ráðstefnunni en að sögn embættismanna fórust 55. Þá særðust 90 til viðbótar. Talíbanar neituðu því að hafa borið ábyrgð á þeirri árás og engin önnur hreyfing lýsti yfir ábyrgð. Ekki er hægt að útiloka að hryðju- verkasamtökin sem kenna sig við íslamskt ríki (ISIS) hafi gert árásina en þau hafa ítrekað ráðist á Kabúl að undanförnu. – þea Tugir fórust í sjálfsmorðsárás hermaður fær aðhlynningu eftir sprengjuárásina. NordicphotoS/AFp 2 4 . n ó v e M b e r 2 0 1 8 L A u g A r D A g u r16 f r é t t i r ∙ f r é t t A b L A ð i ð 2 4 -1 1 -2 0 1 8 0 3 :4 0 F B 1 1 2 s _ P 1 1 2 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 9 7 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 7 F -C 1 F 4 2 1 7 F -C 0 B 8 2 1 7 F -B F 7 C 2 1 7 F -B E 4 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 1 1 2 s _ 2 3 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.