Fréttablaðið - 24.11.2018, Page 18

Fréttablaðið - 24.11.2018, Page 18
Útgáfufélag: torg ehf. Stjórnarformaður: Einar Þór Sverrisson forStjóri: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir Útgefandi: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is ritStjórar: Kjartan Hreinn Njálssson kjartanh@frettabladid.is, Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is, markaðurinn: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is fréttablaðið.iS: Sunna Karen Sigurþórsdóttir sunnak@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 85.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 fréttablaðið kalkofnsvegur 2, 101 reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is helgarblað: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is menning: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is ljóSmyndir: Anton Brink anton@frettabladid.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Gunnar Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is Mín skoðun Sif Sigmarsdóttir Sumir hér- lendir hægri- menn virðast hafa gleymt því að kjarni hægristefn- unnar er að fólk á að hafa frelsi til athafna svo lengi sem það skaðar ekki aðra. Árið 2009 lést Harry nokkur Patch, pípulagninga-maður frá Somerset á Englandi. Hann var 111 ára. Harry Patch var ósköp venjulegur maður. Hann vann við iðn sína uns hann settist í helgan stein 65 ára, hann kvæntist og eignaðist tvo syni. Það var ekki fyrr en síðustu æviárin sem frægðarstjarna hans fór að skína. Harry hætti í skóla 15 ára og gerðist lærlingur hjá pípulagningameistara. En innan við ári síðar hófst fyrri heimsstyrjöldin. Harry var átján ára þegar hann var kvaddur í herinn. Það var á nítjánda afmælisdaginn hans sem hann mætti í skotgrafirnar í Belgíu. En stríði Harry Patch lauk hratt. Þremur mánuðum síðar særðist hann þegar sprengikúla sprakk yfir honum og félögum hans. Þrír bestu vinir hans létust. Harry neitaði alltaf að tjá sig um stríðið. Hann talaði ekki einu sinni um það við eiginkonu sína og börn. En þegar hann varð hundrað ára og ríkisstjórnir þeirra landa sem mynduðu fylkingu Bandamanna í heims- styrjöldinni tóku að keppast við að heiðra hann fyrir framlag sitt ákvað hann að leysa frá skjóðunni. Harry Patch tók við öllum orðunum og heiðursnafn- bótunum sem á hann voru hengdar. En viðhafnarræður hans voru langt frá því að vera það innantóma orða- gjálfur sem tíðkaðist um mikilvægi styrjaldarinnar og hetjuskap hermannanna. „Stjórnmálamenn hefðu sjálfir átt að taka byssur sínar og útkljá ágreining sinn sín á milli í stað þess að stofna til skipulagðra fjölda- morða,“ sagði hann og úthúðaði stétt þeirra sem hengdu á hann orðurnar. „Stríðið var tilgangslaust. Öll stríð eru tilgangslaus. Hvers vegna ætti bresku ríkisstjórninni að vera heimilt að hafa samband við mig og senda mig út á vígvöllinn til að skjóta mann sem ég þekki ekki, til að skjóta mann sem talar tungumál sem ég kann ekki?“ Stjórnmál og fótbolti Fyrir viku sat ég á veitingahúsi hér í London ásamt hópi gesta frá Íslandi. Það var glatt á hjalla, mikið skrafað og skeggrætt. En allt í einu andvarpaði einn í hópnum og spurði: „Við erum komin alla leiðina til London; hvernig stendur á að við höfum ekki talað um annað en íslenska pólitík í allt kvöld?“ Ég hugsaði mig um. Svo svaraði ég: „Stjórnmál eru okkar fótbolti.“ Oft virðast stjórnmál eins og leikur. Á yfirborðinu snúast þau um að vinna stig, skora mörk og klekkja á andstæðingum. Fyrr í mánuðinum var þess minnst að hundrað ár eru liðin frá lokum fyrri heimsstyrjaldarinnar. Þegar Harry Patch lést var hann síðasti eftirlifandi breski hermaður- inn sem barist hafði í fyrri heimsstyrjöldinni. Harry áfelldist stjórnmálamenn fyrir að hafa hrundið henni af stað af vítaverðu gáleysi. Það var ekki líf stjórnmála- manna sem lá við á vígvellinum. Það voru ekki þeir sem horfðu upp á félaga sína sprengda í loft upp „svo ekkert var eftir af þeim“. Fyrir stjórnmálamönnum voru hinir föllnu tölur á blaði. Fyrir þeim var þetta leikur. For, for og meiri for Stjórnmál eru ekki fótbolti. Þau eru hins vegar leikur – leikur að lífi fólks. Þegar framlög sem ráðgerð hafa verið í fjárlaga- frumvarpi til öryrkja eru lækkuð um milljarð er ekki aðeins um tölur í Excel að ræða heldur munu mann- eskjur af holdi og blóði líða fyrir. Þegar ekki er fjárfest í hjúkrunarrými þarf 92 ára alvarlega slösuð kona að liggja í rúmi inni á salerni Landspítalans með kúabjöllu við hönd. Þegar afsláttur af veiðileyfagjaldi, eðlilegri greiðslu fyrir nýtingu á sameiginlegri auðlind lands- manna, er snaraukinn þurfa aðrir að stoppa í gatið úr eigin pyngju. Áður en Harry Patch lést heimsótti hann vígvöllinn í Belgíu þar sem hann særðist áratugum fyrr. Þar sem hann sat í hjólastól og horfði yfir grasivaxna jörð sagði hann: „Þetta var ekkert annað en for, for og meiri for – blönduð blóði.“ Þegar horft er yfir pólitískt landslag á Íslandi virðist það stundum sama forarsvað og vígvöllurinn forðum – blandað blóði þeirra sem stjórnvöld fórnuðu í Excel- skjali dagsins eins og peði í tafli. Leikur að lífi GARÐATORGI 7 210 GARÐABÆ Sími : 545-0800 is www.gardatorg.is Til sölu Til sölu fullkomið framleiðslu- / veislueldhús í Reykjanesbæ með öllum tækjum og tólum. • Hagstæður leigusamningur. • Glæsilegir salir með sögu. • Mjög hentugt fyrir framleiðslu á tilbúnum réttum fyrir fyrirtæki, stofnanir og verslanir. • Húsnæðið býður upp á mikla möguleika varðandi matsölustað, veislur og framleiðslu á mat. Upplýsingar veitir Pétur í síma 824 5050 Fullkomið framleiðslu- / veislueldhús Ragnar G. Þórðarson ragnar@gardatorg.is s: 8995901 Athyglisvert samtal fór fram í breskum spjallþætti á dögunum.Þáttastjórnandinn, Jeremy Vine – þekktur fyrir að fara allra sinna ferða á reiðhjóli – ræddi hjólreiðar við vel valda gesti. Ein þeirra fullyrti að hjólreiðamenn væru plássfrekir á götunum, og þyrftu að taka tillit til þeirra sem nota aðra fararskjóta. Einkum bíl- stjóra. Annar sagði ótrúlegt að ökumenn kvörtuðu yfir hjólreiðafólki. Staðreyndin væri sú að í Bretlandi létust þúsundir árlega í umferðarslysum, þar ríkti offitufaraldur og sannað væri að þeir sem færu allra sinna ferða í bílum glímdu frekar við þunglyndi en þeir sem nota aðra fararskjóta. Nær væri að verð- launa hjólreiðamenn en úthrópa þá. Þetta er laukrétt. Fyrir liggur að einkabíllinn er sennilega stærsta vandamálið í borgarskipulagi nútímans. Staðreynd er að einkabíllinn mengar ekki bara, heldur ýtir undir lífsstíl sem einkennist af hreyfingarleysi, ofáti og inniveru. Bíllinn er auðvitað góður og þægilegur fararskjóti svo langt sem það nær, en sem grunnstoð samgöngukerfis í nútímaborg er hann beinlínis skaðlegur. Þetta ætti að blasa við öllum sem kynna sér málið. Það vill gleymast í umræðu um uppbyggingu svokallaðrar borgarlínu hvað það kostar að halda áfram að byggja upp samgöngukerfi, sem einblínir á einkabílinn. Hversu mikið af verðmætu landi fer undir bílastæði til að mæta fólksfjölgun? Hvaða nauðsynlegu vegaframkvæmdir og úrbætur þarf að ráðast í til að mæta stórauknum bílafjölda? Í Reykjavík virðast sumir hægri sinnaðir pólitík- usar líta á það sem sérstakt hlutverk sitt að standa vörð um einkabílinn og raunar flugvöll í miðju borgarlandinu líka. Ekki er gott að sjá hvernig þetta fólk hefur fundið það út að þetta sé sérstök hægri- eða frjálslyndisstefna. Í erlendum stórborgum hafa tveir af hægri- sinnuðustu meginstraumsstjórnmálamönnum samtímans átt þátt í að byggja upp nýtt samgöngu- kerfi. Michael Bloomberg í New York hefur leitt stóraukna áherslu á hjólreiðar. Og Boris Johnson í London lagði „hraðbrautir“ fyrir hjólreiðafólk. Hann gekk skrefinu lengra með því að hækka veru- lega vegatolla á ökumenn sem villast inn í mið- borgina á einkabílnum. Sumir hérlendir hægrimenn virðast hafa gleymt því að kjarni hægristefnunnar er að fólk á að hafa frelsi til athafna svo lengi sem það skaðar ekki aðra. Einkabíllinn er þeirrar gerðar að hann skemmir út frá sér og hefur ýmis óæskileg áhrif. Því er óskiljan- legt að sumir stjórnmálamenn telji það sérstaka köllun sína að hygla einkabílnum umfram aðra samgöngumáta sem ekki eru jafn skaðlegir. Stjórnmálamenn þurfa að hafa hugrekki til að leggja fram hugmyndir og fylgja þeim eftir, en stökkva ekki endalaust eftir kreddum í baklandinu. Einkabíllinn er ekki framtíðarferðamáti í nútíma- borg. Alveg sama hversu oft frekir kallar af báðum kynjum tönnlast á því. Hægri, vinstri, snú 2 4 . n ó v e m b e r 2 0 1 8 L A U G A r D A G U r18 s k o ð U n ∙ F r É T T A b L A ð i ð SKOÐUN 2 4 -1 1 -2 0 1 8 0 3 :4 0 F B 1 1 2 s _ P 0 9 5 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 8 2 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 7 F -D 0 C 4 2 1 7 F -C F 8 8 2 1 7 F -C E 4 C 2 1 7 F -C D 1 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 1 1 2 s _ 2 3 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.