Fréttablaðið - 24.11.2018, Page 20
Nýjast
Eyrarrósin er viðurkenning
sem er veitt framúrskarandi
menningarverkefnum utan
höfuðborgarsvæðisins.
Til þess að koma til greina
þurfa verkefni að hafa fest
sig í sessi, vera vel rekin, hafa
skýra framtíðarsýn og hafa haft
varanlegt gildi fyrir lista- og
menningarlíf í sínu byggðarlagi.
Sex verkefni verða valin á
Eyrarrósarlistann og þrjú þeirra
hljóta svo tilnefningu til sjálfrar
Eyrarrósarinnar sem verður
afhent við hátíðlega athöfn í
febrúar næstkomandi.
Eyrarrósinni fylgja peninga-
verðlaun að upphæð 2.000.000
krónur. Hin tvö tilnefndu
verkefnin hljóta einnig
peningaverðlaun; 500 þúsund
hvort.
Frú Eliza Reid forsetafrú og
verndari Eyrarrósarinnar
afhendir verðlaunin.
UMSÓKNARFRESTUR
ER TIL MIÐNÆTTIS
7. JANÚAR 2019
Upplýsingar og umsóknarform má finna á vef Eyrarrósarinnar
WWW.LISTAHATID.IS/EYRARROSIN
Öllum umsóknum verður svarað.
AUGLÝST EFTIR UMSÓKNUM
Sigurganga Keflvíkinga stöðvuð á Ásvöllum
Haukar komust upp um miðja deild í Domino’s-deild karla með sautján stiga sigri á Keflavík í áttundu umferð í gær. Haukar tóku á móti sjóðheitum
Keflvíkingum sem voru búnir að vinna sex leiki í röð í deildinni og voru gestirnir sterkari framan af. Þegar líða tók á leikinn herti vörn Haukanna
skrúfurnar í varnarleiknum og um leið kom betra flæði í sóknarleikinn. Hér keyrir Hjálmar Stefánsson inn undir körfuna. Fréttablaðið/sigtryggur ari
Valur - breiðablik 114-102
Valur: Kendall Lamont Anthony 33/10 stoð-
sendingar, Austin Magnus Bracey 28, Aleks
Simeonov 22, William Saunders 14, Illugi
Steingrímsson 7, Ragnar Nathanaelsson 7.
breiðablik: Christian Covile 33, Snorri
Vignisson 21, Jure Gunjina 19, Hilmar
Pétursson 10, Sveinbjörn Jóhannesson 8,
Erlendur Ágúst Stefánsson 6 .
Haukar - Keflavík 81-64
Haukar: Hjálmar Stefánsson 21, Marques
Oliver 16/13 fráköst, Daði Lár Jónsson 15,
Haukur Óskarsson 13, Arnór Bjarki Ívarsson
10, Hilmar Smári Henningsson 2.
Keflavík: Hörður Axel Vilhjálmsson 17,
Gunnar Ólafsson 14, Michael Craion 11/12
fráköst, Magnús Már Traustason , Reggie
Dupree 6, Sigþór Ingi Sigurþórsson 3.
Leikur Njarðvíkur og Stjörnunnar var enn í
gangi þegar blaðið fór í prentun.
Domino’s-deild karla
Fótbolti Gylfi Þór Sigurðsson,
landsliðsmaður í knattspyrnu, hefur
jafnað sig á ökklameiðslunum sem
hann varð fyrir í leik Everton gegn
Chelsea í ensku úrvalsdeildinni fyrr
í þessum mánuði.
Það er því möguleiki á því að
landsliðsfélagarnir Aron Einar
Gunnarsson, landsliðsfyrirliði og
leikmaður Cardiff City, og Gylfi Þór
mætist inni á miðsvæðinu í leik lið
anna á Goodison Park í dag.
„Ég veit af eigin raun hversu
mikil væg ur leikmaður Gylfi hef
ur verið fyr ir ís lenska landsliðið
og nú er hann að gera það sama
fyr ir Ever ton. Það verður erfitt að
stöðva hann, en ég hlakka til að
mæta honum á nýj an leik,“ sagði
Aron aðspurður af Liverpool Echo
út í samband sitt og Gylfa. – hó
Aron og Gylfi
mætast í dag
2 4 . n ó v e m b e r 2 0 1 8 l A U G A r D A G U r20 S p o r t ∙ F r É t t A b l A ð i ð
sport
HAnDbolti Selfoss mætir pólska
liðinu KS AzotyPulawy í seinni leik
liðanna í 32liða úrslitum EHFbik
arsins á heimavelli í dag. Verkefnið
verður ansi strembið fyrir Selfyss
inga sem töpuðu með sjö mörkum,
2633, í fyrri leik liðanna í Póllandi
en þó ekki óyfirstíganlegt. Patrekur
Jóhannesson, þjálfari Selfyssinga, var
hóflega bjartsýnn þegar Fréttablaðið
sló á þráðinn til hans.
„Við vitum að þetta eru átta mörk
sem við þurfum að vinna með og
að þetta verður strembið. Við
þurfum að byrja leikinn vel, spila
góða vörn og fá markvörslu og með
því vinna tvö mörk aftur á hverju
korteri,“ sagði Patrekur sem
tók undir að það myndi
henta Selfyssingum að
það yrði mikill hraði í
leiknum.
„Við þurfum að vera
óhræddir í sókn og
spila hratt. Setja þetta
upp sem nokkra litla
leiki eins og við
gerum oft á æfing
um. Við munum
Setjum leikinn upp
í nokkrar litlar lotur
Selfoss mætir pólska liðinu Azoty-Pulawy á heimavelli í dag þar sem Selfyss-
ingar þurfa að vinna upp sjö marka forskot. Patrekur segist ætla að setja leikinn
í dag upp í nokkrar litlar lotur til að minnka áhersluna á forskot pólska liðsins.
Við þurfum að vera
óhræddir í sóknar-
leiknum og spila hratt. Þeir
eru með þyngra lið en við og
við getum nýtt okkur það.
Patrekur Jóhannesson
reyna að horfa ekki mikið á töfluna
hverju sinni, frekar einbeita okkur
að því að gera hlutina rétt. Þeir eru
með talsvert þyngra lið en við og
reynslumikið,“ sagði Patrekur.
Pólskir, króatískir og bosnískir
landsliðsmenn eru í liði Azoty.
„Ég spilaði á móti nokkrum leik
mönnum þeirra, það er erfitt að
verjast gegn Marko Panić sem er
hægri skyttan þeirra en er svo gott
sem jafnvígur á báðar hendur. Það
er ekki einfalt að verjast því.“
Það er stutt á milli leikja hjá liði
Selfyssinga þessa dagana í deild og
Evrópu. Patrekur tók því fagnandi
að vinna leikinn gegn Fram í vik
unni eftir þrjá leiki í röð án sigurs.
„Menn eru auðvitað smá lemstr
aðir en við lékum vel gegn Fram, sér
staklega varnarlega. Menn voru að
njóta sín betur en í síðustu leikjum.“
Selfyssingar eru ekkert að breyta
undirbúningnum þrátt fyrir mikil
vægi leiksins.
„Við hittumst bara og lyftum í
hádeginu eins og alltaf. Það er algjör
óþarfi að breyta til.“
kristinnpall@frettabladid.is
2
4
-1
1
-2
0
1
8
0
3
:4
0
F
B
1
1
2
s
_
P
0
9
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
0
8
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
0
2
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
0
2
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
1
7
F
-E
4
8
4
2
1
7
F
-E
3
4
8
2
1
7
F
-E
2
0
C
2
1
7
F
-E
0
D
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
B
F
B
1
1
2
s
_
2
3
_
1
1
_
2
0
1
C
M
Y
K