Fréttablaðið - 24.11.2018, Síða 33

Fréttablaðið - 24.11.2018, Síða 33
Valfrelsi og árangur Frjálsi lífeyrissjóðurinn stendur fyrir valfrelsi og leggur áherslu á að sjóðfélagar hafi val um ölbreyar leiðir til að ávaxta iðgjöld sín. Frjálsi lífeyrissjóðurinn er margverðlaunaður sjóður* sem öllum er frjálst en enginn er skyldugur að greiða í. Þeim sem velja Frjálsa lífeyrissjóðinn býðst að ráðstafa allt að 78% af 15,5% skylduiðgjaldi í erfanlega séreign. Hæsta meðalávöxtunin í tíu ár Fjárfestingarleiðirnar Frjálsi 2 og Frjálsi 3 hafa skilað hæstu meðalnafnávöxtun sl. 10 ár í sínum flokki, skv. samantekt Landssamtaka lífeyrissjóða. Sjá nánar á www.ll.is. Vilt þú slást í hópinn? Bókaðu fund í Borgartúni 19 Hringdu í síma 444 7000 Sendu póst á frjalsi@frjalsi.is Komdu á fræðslufund Kíktu á www.frjalsi.is 10% 9% 8% 7% 6% 5% 4% 3% 2% 1% 0% 8,0% 8,5% Frjálsi Áhæ Frjálsi 1 Frjálsi 2 Frjálsi 3 7,4% 8,2% Nafnávöxtun séreignarleiða Frjálsa lífeyrissjóðsins sl. 10 ár** Nafnávöxtun á ársgrundvelli frá 31.12.2007 til 31.12.2017 á viðbótarlífeyrissparnaði og séreignar- hluta skyldulífeyrissparnaðar. Nánari upplýsingar um ávöxtun sjóðsins er að finna á www.frjalsi.is. *Nánari upplýsingar á www.frjalsi.is. **Athygli er vakin á því að ávöxtun í fortíð endurspeglar ekki endilega ávöxtun í framtíð. fram á veginn, halda áfram að vinna í sér og þá verður allt í lagi. Það er von fyrir alla. Þurfa enga hörku Þið eruð að tala um meiri mýkt í nálgun á fíknivanda? Vagna: Mér finnst við þurfa að mæta þeim með meiri skilning og kærleik. Þetta eru mikið til veikir einstaklingar, jafnvel búnir að brjóta allar brýr að baki sér og sjá enga leið út. Harka er að mínu mati andstæðan við það hvað fólk vantar á þessum tíma í lífi sínu. Gunný: Það sem er svo mikilvægt líka er að fólk getur verið að nota efni til að deyfa erfiðar tilfinningar. Þær geta verið kvíði, eða afleiðingar ofbeldis, eða einhver áföll sem fólk verður fyrir. Svo þurfum við að fara varlega með þetta hugtak, fíkn. Því þetta er aðeins að breytast. Við viljum skoða fíknihegðun í stærra samhengi, án þess að setja merkimiða á fólk og mér finnst oft svo mikil áhersla á hugbreytandi efni en ekki bara fíknihegðun í samskiptum, í tengslum við vinnu, við að spila fjárhættuspil, eða hvað sem er. Þar sem þú ert úr tengslum við sjálfan þig og þar af leiðandi úr tengslum við aðra. Það hefur alltaf einhverjar slæmar afleiðingar fyrir þig. Svo er heldur ekki hægt að tala bara um fíkn og einangra hana frá meðvirknishugtakinu, af því að meðvirkni og fíkn haldast í hendur. Flestir sem eru með fíknihegðun eru líka að díla við meðvirknishegðun. Það er líka hugtak sem við erum allt- af að henda á allt og alla, að allir séu meðvirkir. Það er bara ekki rétt. Fólk er til dæmis alltaf að rugla saman góðmennsku og meðvirkni. Vagna: Fólk deyr úr meðvirkni. Hún er hættuleg og heilsuspillandi. Að nota og að misnota Er eina leiðin fyrir fólk með fíkni- hegðun að fara í algjört bindindi? Vagna: Nei. En þú ferð ekki auð- veldlega frá því að hafa notað áfengi illa yfir í að drekka „eðli- lega“. Örugglega hefur einhver gert það, en þetta er svo misjafnt. Þú getur notað áfengi við ákveðnar aðstæður, kannski þrisvar á ári, eða notað áfengi í ákveðinn tíma til að sefa eitthvað. Það er þetta róf frá því að vera að drekka „eðlilega“ í að verða alkóhólisti. Það þarf að greina vandann og velja úrræði fyrir hvern og einn. Gunný: Við verðum að mæta fólki eins og það er. Það er ábyggilega fullt af fólki sem er að koma í með- ferðir, aftur og aftur, sem eru allar líkur á að verði ekki edrú en með- ferðaraðilar á Íslandi eru samt að sinna þeim. Við verðum sem sam- félag að gera það. Og það er held ég ekkert hægt að gera þá kröfu að allir geti orðið edrú að eilífu. Vagna: Við gerum líka greinar- mun á því að nota og misnota, að nota til sefa sig. Fólk á alveg tímabil í sínu lífi þar sem það drekkur of mikið. Ég gerði það sjálf frá ungl- ingsaldri og fram að tvítugu. En ég fór aldrei yfir þessa línu að þurfa að drekka til að komast af. En svo er kannski annað fólk sem gerir það. Það gerist eitthvað, kannski er það genetískt, kannski kom eitthvað fyrir. Hvað sem því líður, þá gerir það það að verkum að viðkomandi getur ekki snúið til baka. Gunný: Ég veit ekki um neinn sem hefur farið yfir þessa línu á ein- hverjum tíma, og farið svo aftur í að drekka einu sinni í mánuði. Svo þurfum við að fara varlega með þetta hug- tak, fíkn. því þetta er aðeinS að breytaSt. fólk Sem Sýnir af Sér fíknihegðun er á rófi. það þurfa ekki allir inniliggjandi áfengiS- meðferð Sem fara illa með áfengi. h e l g i n ∙ F R É T T A B l A ð i ð 33l A U g A R D A g U R 2 4 . n ó v e m B e R 2 0 1 8 2 4 -1 1 -2 0 1 8 0 3 :4 0 F B 1 1 2 s _ P 0 8 0 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 6 9 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 1 8 0 -1 0 F 4 2 1 8 0 -0 F B 8 2 1 8 0 -0 E 7 C 2 1 8 0 -0 D 4 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 1 1 2 s _ 2 3 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.