Fréttablaðið - 24.11.2018, Síða 36
Haukur og Vaida ætla að gera húsið upp eftir reglum Minjaverndar.
Hér í geymslunni er búið að tæma
margar hillur og skúffur. Eitt og annað
má þó finna þar forvitnilegt.
Í þessum bakka má greina einangr-
unarband, tvinnakefli, úr, penna,
hárkamb, skrúfur og eldspýtustokka
frá miðri síðustu öld.
Haukur hefur varið mörgum stundum í að sortéra smádót.
Dagbókaropna frá 1880 rituð af Alberti, langalangalangafa Hauks.
var búin að setja dúk á eldhús-
gólfið en hann segir vera fjalir undir
honum. „Það var líka teppi á stof-
unni og einhvern tíma voru settar
spónaplötur ofan á fjalirnar. Hér
inni í gamla svefnherberginu rifum
við ábyggilega sex lög af dúkum og
teppum áður en við komum niður á
þessar fínu gólffjalir sem við ætlum
að halda.“
Til hliðar við eldhúsið var borð-
stofa, notuð þegar mikið var haft
við, að sögn Hauks. Nú er þar
barnaherbergi og inn af því hjóna-
herbergi. „Hér var stofan, þó fátt
bendi til þess nú. Hillur voru um alla
veggi, fullar af myndum, styttum og
öðrum pínulitlum skrautmunum.“
Hann sýnir okkur myndir. Skápur-
inn og gardínurnar hafa fengið að
halda sér.
Rauf þriggja kynslóða hefð
Nú er komið ilmandi te í bolla hjá
Vaidu og við tyllum okkur aftur
í eldhúsinu. Haukur segir fjölda
fólks tengjast húsinu, þess vegna
leyfi hann fjölskyldunni að fylgjast
með því sem þau Vaida séu að gera, í
gegnum fésbókarsíðu. Ég spyr hvort
einhverjir hafi gert tilkall til hluta
sem hann hefur sýnt þar.
„Nei. Margir segjast muna eftir
hinu og þessu en eru ekki að falast
eftir neinu. Frá því langalangamma
flutti út og þar til ég tók við húsinu
liðu átta ár. Amma átti húsið þá,
ég bjó hér eitt sumar og fleiri úr
fjölskyldunni hafa notað það. Á
þeim tíma gaf amma öllum frjálsar
hendur með að taka það sem þeir
vildu, þannig að munir sem höfðu
tilfinningagildi fyrir einhverja voru
farnir þegar ég tók við húsinu, ekk-
ert verðmætt í peningum talið,
bara smáhlutir eða handavinna.
Allt hér í eldhúsinu er frá tíð langa-
langömmu – nema barnadótið, og
það eina sem ég hefði viljað hafa
eru kollarnir, það er búið að taka
nokkra.“
Haukur segir að Herdís, langa-
langamma hans, hafi mestmegnis
séð sjálf um viðhald og smíðar
innan húss meðan hún bjó þar.
„Þegar eitthvað bilaði eða þurfti að
Það er Því búin að vera
fjölskylduhefð í Þrjár
kynslóðir að fara upp
á loft eftir rigningar
og tæma fötu sem Þar
var.
gera þá gerði hún það sjálf. Ef þurfti
að smíða vegg þá bara gerði hún
það. Allt var hugsað til bráðabirgða
og sextíu árum seinna er það þann-
ig enn. Ég er svo sem ekki saklaus
af sömu aðferðum. Þegar ég tók við
húsinu þá var þakið eiginlega að
fjúka af. Ég náði mér í gamalt járn,
sem var samt alveg í lagi, og negldi
ofan á gamla járnið með aðstoð
smiðs. Þá lak ekki lengur. Setti líka
nýjan þakglugga í stað þess gamla
og þá hætti að leka þar. Amma mín
man ekki eftir öðru en að þakglugg-
inn hafi lekið. Það er því búin að
vera fjölskylduhefð í þrjár kynslóðir
að fara upp á loft eftir rigningar og
tæma fötu sem þar var. Ég hef ekki
hundsvit á smíðum en það tók
mig dag að skipta um þennan þak-
glugga. Þar með rauf ég margra ára-
tuga hefð.“
Bjuggu þrjú í litlu risherbergi
Uppi í risi er eitt svefnherbergi.
„Bróðir langalangömmu bjó hér
niðri og var með húsið nema hvað
langalangamma bjó í litla herberg-
inu uppi á lofti og hún tók ömmu
mína, barnabarn sitt, í fóstur. Svo
bjó tengdapabbi langalangömmu
þar með henni líka, þannig að
þau voru þrjú í þessu litla her-
bergi. Amma var komin fram yfir
fermingu þegar þær fluttu hingað
niður. Fermingarveislan hennar
var haldin í risherberginu, ég hef
séð myndir úr henni, þar var fullt
af fólki og kökuhlaðborð. Gólf-
flöturinn svona svipaður og í þessu
eldhúsi, ef ekki minni, en herbergið
náttúrlega undir súð. Þar var kola-
eldavél og lítill vaskur. Þetta var allt
í senn svefnherbergi þriggja, eldhús
og stofa.“
Flest hefur verið gert til bráða-
birgða í húsinu síðustu fjörutíu
árin, að sögn Hauks. „Þegar langa-
langamma var sjötug var alveg
kominn tími á gluggana, þá hugs-
uðu allir, jæja, hún er nú orðin
sjötug, það tekur því ekki að fara
út í miklar framkvæmdir núna,
við skulum bara kítta hérna – smá
frauðplast og teip yfir, látum þetta
duga. Svo liðu 34 ár og enn er verið
að detta inn og kítta. Þetta hús er
skondið að mörgu leyti. Stórkost-
legt hús.“
2 4 . n ó v e m b e r 2 0 1 8 L A U G A r D A G U r36 H e L G i n ∙ F r É T T A b L A ð i ð
2
4
-1
1
-2
0
1
8
0
3
:4
0
F
B
1
1
2
s
_
P
0
7
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
0
7
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
0
3
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
0
4
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
1
8
0
-2
9
A
4
2
1
8
0
-2
8
6
8
2
1
8
0
-2
7
2
C
2
1
8
0
-2
5
F
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
B
F
B
1
1
2
s
_
2
3
_
1
1
_
2
0
1
C
M
Y
K