Fréttablaðið


Fréttablaðið - 24.11.2018, Qupperneq 38

Fréttablaðið - 24.11.2018, Qupperneq 38
Bókabúð Máls og menningar við Laugaveg í Reykjavík er fyrir löngu orðin rótgróinn stöpull í menningarlífi borgar- innar og fastur liður í lífi margra landsmanna. Verslunin hefur verið til húsa á sama stað í rúmlega 50 ár og var lengi tengd bókaútgáfu. Í dag er helsta áherslan lögð á gott úrval af íslenskum bókum og góða þekkingu starfsmanna á íslenskri bókmenntasögu, segir Héðinn Finnsson, innkaupastjóri íslenskra bóka. „Við leggjum okkur fram við að hafa til sölu allt sem er nýtt í íslenskri útgáfu, allt frá bókum frá stærri forlögunum til lítilla einstaklingsútgáfna, skáldsögur, ljóð, barnabækur og fræðirit og svo framvegis. Við birgjum okkur líka upp af eldri bókum og reynum að eiga allt sem er enn í umferð þann- ig að fólk geti leitað til okkar sama hvaða bók það vantar. Við erum einnig með grúskhorn með bókum frá Sunnlenska bókakaffinu fyrir þá sem eru að leita að gersemum.“ Forlögin vanda sig Miklar breytingar hafa orðið á les- mynstri almennings á undanförn- um árum þar sem m.a. hljóðbækur og rafbækur hafa sótt í sig veðrið á kostnað hefðbundinna bóka. „Bæði hljóðbækur og rafbækur eru vinsælar og áttu tvímælalaust þátt í samdrætti í bóksölu enda bæði þægilegar og svo auðvitað umhverfisvænni. En fólk kaupir þá frekar bækur sem eru fallegar, vandaðar og eigulegar.“ Og sú þróun sést í bókaútgáfu hér á landi segir Héðinn og bendir á að öll forlögin vandi sig við að gefa út góðar bækur í fallegu broti. „Þá hafa alls konar litlar bókaút- gáfur sprottið fram á síðustu árum sem hafa sprautað nýju lífi í t.d. ljóða- og barnabókaútgáfu.“ Ljóðabækur eru sannarlega að sækja í sig veðrið og finnst Héðni ungt fólk einna duglegast við að kaupa slíkar bækur. „Svo höfum við auðvitað þurft að sinna ört stækkandi kúnnahópi sem er erlent ferðafólk, bæði með gjafavöru og svo sem betur fer með íslenskum bókmenntum og bókum um Ísland á erlendum tungum. Það er sérlega skemmti- legt hvað mörg þeirra eru áhuga- söm um íslenska rithöfunda og þekkja vel til þeirra.“ Notalegt andrúmsloft Mikil áhersla er lögð á notalegt andrúmsloft innan verslunarinnar enda líður fólki almennt vel innan um bækur. „Viðskiptavinir geta tyllt sér í hægindastóla og skoðað bækurnar eða fengið þær lánaðar upp á Rúbluna bókakaffi til að glugga í með kaffinu. Við stærum okkur af því að hafa starfsfólk sem hefur áhuga og þekkingu á bók- menntum og við viljum geta svarað flestum þeim spurningum sem eru bornar fyrir okkur. Sé bók ekki fáanleg hjá okkur munar okkur ekki um að finna út hvort hún sé yfirhöfuð fáanleg annars staðar og beinum þá fólki í rétta átt.“ Stemning fyrir jólin Mikið verður um að vera í Bóka- búð Máls og menningar vikurnar fyrir jólin eins og alltaf. „Síðustu ár höfum við boðið rithöfundum að koma og spreyta sig í bóksölu. Í fyrra var það á tveimur laugardög- um í desember og við stefnum á að gera þetta líka í ár. Það er virkilega gaman geta keypt bók eftir uppá- halds rithöfundinn sinn af honum sjálfum. Þá mun leikhópurinn Kriðpleir stýra aðventusamveru- stund í anda Jólagesta.“ Fólk er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og um- fjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið ritstjórnar- efni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Umsjónarmenn efnis: Sólveig Gísladóttir, solveig@frettabladid.is s. 512 5351 | Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 512 5349 Oddur Freyr Þorsteinsson, oddurfreyr@frettabladid.is, s. 512 5368 Brynhildur Björnsdóttir, brynhildur@frettabladid.is, s. 512 5347 | Sigríður Inga Sigurðardóttir, sigriduringa@frettabladid.is, s. 512 5372 | Starri Freyr Jónsson, starri@frettabladid.is, s. 512 5358 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is s. 512 5338 Útgefandi: Torg ehf Ábyrgðarmaður: Kristín Þorsteinsdóttir Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@ frettabladid.is, s. 512 5442, Atli Bergmann, atli@ frettabladid.is, s. 512 5457, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@frettabladid.is, s. 512 5429, Bókabúð Máls og menningar hefur verið staðsett á sama stað á Laugaveginum í rúmlega 50 ár. MYNDIR/ANTON BRINK ,,Við stærum okkur af því að hafa starfsfólk sem hefur áhuga og víðtæka þekkingu á bókmenntum og við viljum geta svarað flestum þeim spurningum sem viðskiptavinirnir bera upp við okkur,“ segir Héðinn Finnsson. Allar nýjustu íslensku bækurnar eru til í Bókabúð Máls og menningar. Framhald af forsíðu ➛ Við leggjum okkur fram við að hafa til sölu allt sem er nýtt í íslenskri útgáfu, allt frá bókum frá stærri forlög- unum til lítilla einstakl- ingsútgáfna. Það er fátt notalegra en að handleika nýjar íslenskar bækur. Margir kíkja í nýjar bækur yfir kaffibolla á Rúblunni bóka- kaffi. 2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 4 . N ÓV E M B E R 2 0 1 8 L AU G A R DAG U R 2 4 -1 1 -2 0 1 8 0 3 :4 0 F B 1 1 2 s _ P 0 7 5 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 7 4 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 8 0 -3 D 6 4 2 1 8 0 -3 C 2 8 2 1 8 0 -3 A E C 2 1 8 0 -3 9 B 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 1 1 2 s _ 2 3 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.