Fréttablaðið - 24.11.2018, Qupperneq 50
Forstjóri Heilbrigðisstofnunar
Vesturlands
Velferðarráðuneytið auglýsir laust til umsóknar embætti
forstjóra Heilbrigðisstofnunar Vesturlands. Heilbrigðis-
ráðherra mun setja í stöðuna til eins árs, sbr. 24. gr. laga
um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, nr. 70/1996,
með síðari breytingum. Stefnt er að því að setja í stöð-
una 1. febrúar 2019.
Heilbrigðisstofnun Vesturlands starfar samkvæmt
lögum um heilbrigðisþjónustu, nr. 40/2007, með síðari
breytingum. Heilbrigðisstofnunin veitir almenna heil-
brigðisþjónustu í heilbrigðisumdæmi Vesturlands sem
nær yfir sveitarfélögin Akraneskaupstað, Hvalfjarðar-
sveit, Skorradalshrepp, Borgarbyggð, Eyja- og Mikla-
holtshrepp, Snæfellsbæ, Grundarfjarðarbæ, Helgafells-
sveit, Stykkishólmsbæ, Dalabyggð, Reykhólahrepp,
Strandabyggð, Kaldrananeshrepp, Árneshrepp og
Húnaþing vestra. Þá annast stofnunin starfsnám í heil-
brigðisgreinum og starfar í tengslum við háskóla á
sviði fræðslumála heilbrigðisstétta og rannsókna í heil-
brigðisvísindum. Um er að ræða stofnun sem fær um 4,5
milljarð af fjárlögum ríkisins og þar eru um 260 stöðu-
gildi.
Forstjóri ber ábyrgð á að Heilbrigðisstofnun Vesturlands
starfi í samræmi við lög, stjórnvaldsfyrirmæli og erindis-
bréf sem ráðherra setur honum. Forstjóri ber ábyrgð á
starfsemi og þjónustu stofnunarinnar, að rekstrarútgjöld
og rekstrarafkoma sé í samræmi við fjárlög og að fjár-
munir séu nýttir á árangursríkan hátt.
Menntunar- og hæfniskröfur
• Háskólamenntun sem nýtist í starfi, framhalds menntun
kostur.
• Farsæl reynsla af stjórnun og rekstri.
• Þekking og reynsla af mannauðsmálum.
• Þekking og reynsla á sviði heilbrigðisþjónustu.
• Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum.
• Jákvæðni og hæfni í mannlegum samskiptum.
• Leiðtogahæfileikar.
Hæfni umsækjenda verður metin af nefnd skv. 2. mgr. 9.
gr. laga um heilbrigðisþjónustu, nr. 40/2007, með síðari
breytingum. Um laun forstöðumanns fer eftir 39. gr. a í
lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, nr.
70/1996.
Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir
til að sækja um.
Umsóknum skal fylgja ítarleg starfsferilskrá og kynn-
ingarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar
og hæfni viðkomandi til að gegna starfinu. Nánari upp-
lýsingar um starfið veitir Elsa B. Friðfinnsdóttir, skrif-
stofustjóri, elsa.fridfinnsdottir@vel.is. Umsóknir skulu
berast velferðarráðuneytinu, Skógarhlíð 6, 105 Reykja-
vík eða á netfangið: postur@vel.is eigi síðar en 17.
desember nk.
Öllum umsóknum verður svarað þegar heilbrigðisráð-
herra hefur tekið ákvörðun um setningu í embættið.
Velferðarráðuneytinu, 22. nóvember 2018
Landverðir á Suður-
og Vesturlandi
Umhverfisstofnun leitar að fjórum starfsmönnum til að sinna
heilsárslandvörslu á Suður- og Vesturlandi.
» Starf yfirlandvarðar á starfssvæðinu Dyrhólaey og Skógafossi
» Starf landvarðar á friðlýstum svæðum á Vesturlandi
» Starf landvarðar á starfssvæðinu Gullfossi og Geysi
» Starf landvarðar í Þjóðgarðinum Snæfellsjökli
Helstu verkefni
Störf landvarða felast í að gæta þess að ákvæði náttúruverndarlaga,
sérlaga, friðlýsingarskilmála og stjórnunar- og verndaráætlana svæða
séu virt. Landverðir koma á framfæri upplýsingum og fræða gesti um
náttúru og sögu svæðanna, viðhald innviða og halda við merktum
gönguleiðum.
Auk þess að sinna viðkomandi starfssvæði munu starfsmennirnir taka
þátt í öflugu teymi sérfræðinga og landvarða.
Ítarlegri upplýsingar
Ítarlegri upplýsingar um störfin og hæfniskröfur til þeirra er að finna á
starfatorg.is og www.umhverfisstofnun.is/storf-i-bodi
Umsóknarfrestur er til og með 17. desember 2018.
Læknaritari
Læknasetrið óskað eftir að ráða læknaritara með
löggildingu til starfa. Kostur ef viðkomandi hefur
áhuga á að koma að þátttöku fyrirtækisins á
samfélagsmiðlum og svipuðum verkefnum.
Umsóknir óskast sendar á solrun@setrid.is.
Upplýsingar í síma 535 7777.
Læknasetrið
Þönglabakka 1 og 6
109 Reykjavík
Ráðgjafar okkar búa
yfir víðtækri þekkingu
á atvinnulífinu og
veita trausta og
persónulega ráðgjöf.
capacent.is
Við finnum rétta
einstaklinginn í starfið
2
4
-1
1
-2
0
1
8
0
3
:4
0
F
B
1
1
2
s
_
P
0
6
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
0
6
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
0
5
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
0
5
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
1
8
0
-4
7
4
4
2
1
8
0
-4
6
0
8
2
1
8
0
-4
4
C
C
2
1
8
0
-4
3
9
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
B
F
B
1
1
2
s
_
2
3
_
1
1
_
2
0
1
C
M
Y
K