Fréttablaðið - 24.11.2018, Qupperneq 72
Ég ólst ekki upp við
laufabrauð austur á
Selfossi en kynntist því
þegar ég fór í húsmæðra-
skólann. Í dag finnst mér
laufabrauðið ómissandi
hluti af jólahaldinu.
Sigríður Inga
Sigurðardóttir
sigriduringa@frettabladid.is
Frábær hóptilboð
Sjáðu öll tilboðin okkar á
www.kinahofid.is
Opið alla daga
vikunnar frá
kl. 11:00 - 22:00
Kínahofið veitingahús l Nýbýlavegi 20 l 200 Kópavogi
www.kinahofid.is l Sími 554 5022
TILBOÐ
4 réttir + súpa dagsins
aðeins 1.790 kr.*
NAUTAKJÖT Í OSTRUSÓSU
KJÚKLINGUR Í KARRÝSÓSU
DJÚPSTEIKTAR RÆKJUR MEÐ SÚR/SÆTRI SÓSU
NÚÐLUR MEÐ GRÆNMETI
*tekið með heim – 2.100 kr. ef borðað er á staðnum.
Það á að gefa börnum brauð er yfirskrift fjölskylduviðburðar á vegum Borgarsögusafns
sem fram fer í Viðey á morgun,
sunnudag, kl. 13.30. Líkt og undan-
farin ár ætlar Margrét Sigfúsdóttir
að leiðbeina fólki við laufabrauðs-
gerðina.
„Það er einstaklega gaman að
skera út laufabrauð í þessu fallega
húsi sem Viðeyjarstofa er og mikil
stemning að vera úti í eyjunni. Ég
kenni réttu handtökin og segi frá
hefðinni, hvernig laufabrauðs-
deigið er búið til og hvers vegna
þar er eins þunnt og raun ber
vitni,“ segir Margrét glöð í bragði
og spyr: „Hvað er fallegra nú þegar
aðventan er að byrja en að vera úti
í Viðey og njóta dagsins?“
Hún hvetur gesti til að fjöl-
menna út í eyjuna og taka með
sér laufabrauðsjárn og hnífa til
útskurðar en einhver áhöld verða
einnig á staðnum. Í Viðeyjarstofu
verður hægt að kaupa gómsætar
veitingar við allra hæfi. „Gaman
er að fá sér heitt kakó og eplaköku
eða vöfflu með rjóma. Svo kemur
jólasveinninn en hann gerir alltaf
mikla lukku hjá börnunum. Þegar
búið er að steikja laufabrauðið er
siglt til baka og komið heim fyrir
kvöldmat.“
Laufabrauð sælgæti Íslend-
inga
Að hnoða hveitideig og fletja út
í þunnar kökur sem síðan eru
skornar út og steiktar er einn af
elstu og sérstæðustu jólasiðum
þjóðarinnar, en í elstu heimildum
frá 18. öld er fjallað um laufa-
brauðið sem sælgæti Íslendinga.
Metnaðurinn við gerð þess fyrr
á tímum var jafnvel svo mikill að
þeir sem sköruðu fram úr í listfengi
voru lánaðir á milli bæja. „Þetta
er norðlenskur siður sem hefur
breiðst út um landið. Ég ólst t.d.
ekki upp við laufabrauð austur á
Selfossi en kynntist því þegar ég
fór í húsmæðraskólann og síðar
Kennaraskólann. Í dag finnst mér
laufabrauðið ómissandi hluti af
jólahaldinu,“ segir Margrét.
Mörgum hentar vel að kaupa
laufabrauðskökurnar útflattar og
tilbúnar fyrir útskurð en Margrét
segir að í raun sé ekki flókið að búa
þær til frá grunni og gefur hér upp-
skrift sem nemendur Hússtjórnar-
skólans nota árlega með góðum
árangri.
Laufabrauð
35-40 kökur
700 g hveiti
1,5 msk. sykur
⅛ tsk. lyftiduft
⅛ tsk. hjartarsalt
0,5 l mjólk
50 g smjör
4-5 stk. palmín jurtafeiti til
steikingar
Blandið þurrefnum saman í
skál. Hitið mjólk og smjör saman
í potti að suðu. Hellið yfir hveiti-
blönduna, setjið á borð og hnoðið
vel saman. Skerið deigið í litla bita,
helst jafnstóra en deigið á að duga
í 35-40 kökur. Fletjið hvern bita
þunnt út, leggið disk sem er 21
cm í þvermál yfir deigið og skerið
út. Passið að hafa hæfilegt magn
af hveiti á borðinu svo kakan sé
laus og notið ekki of mikinn kraft
þegar hún er flött örþunnt út.
Pikkið hverja köku með gaffli fyrir
steikingu. Hitið palmín jurtafeiti
að 180°C í potti og steikið eina
köku í einu. Látið skurðinn snúa
niður þegar kakan er sett ofan
í pottinn og snúið kökunni við
þegar hún hefur fengið gullinn lit.
Þrýstið pottloki, eða öðru fargi, yfir
hverja köku eftir steikingu til að
slétta úr henni.
Athugið að aldrei má víkja frá
heitri olíunni og fylgjast þarf vel
með hitastiginu. Þess þarf að gæta
að ekki komi svartur reykur upp
úr olíunni en þá á að setja lok á
pottinn og draga hann gætilega
af heitri hellunni. Ekkert vatn má
vera nálægt pottinum og ekkert
sem börn geta togað í.
Nauðsynlegt er að skrá sig á
videyjarstofa@videyjarstofa.is.
Ferjan siglir til Viðeyjar frá Skarfa-
bakka klukkan 13.15, 14.15 og
15.15.
Laufabrauðsgerð í Viðey
Laufabrauð verður skorið út og steikt í Viðey á morgun. Margrét Sigfúsdóttir, skólastýra Hús
stjórnarskólans í Reykjavík, ætlar að kenna gestum réttu handtökin við laufabrauðsgerðina.
Margrét segir einstaklega gaman að skera út laufabrauð í því fallega húsi sem Viðeyjarstofa er og mikil stemning að vera úti í eyjunni á þessum tíma ársins.
Í heimildum frá 18. öld er fjallað um laufabrauðið sem sælgæti Íslendinga. Metnaðurinn við gerð þess fyrr á tímum
var jafnvel svo mikill að þeir sem sköruðu fram úr í listfengi við útskurðinn voru lánaðir á milli bæja.
8 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 4 . N ÓV e M B e R 2 0 1 8 L AU G A R DAG U R
2
4
-1
1
-2
0
1
8
0
3
:4
0
F
B
1
1
2
s
_
P
0
7
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
0
7
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
0
3
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
0
4
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
1
8
0
-2
9
A
4
2
1
8
0
-2
8
6
8
2
1
8
0
-2
7
2
C
2
1
8
0
-2
5
F
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
B
F
B
1
1
2
s
_
2
3
_
1
1
_
2
0
1
C
M
Y
K