Fréttablaðið - 24.11.2018, Page 73

Fréttablaðið - 24.11.2018, Page 73
Í „hættulegum“ aðstæðum, þar sem reykingalöngunin herjar á, er gott að vera vel undirbúinn með því að nota nikótínplástur sem slær á verstu fráhvarfs- einkennin. Ein sígaretta leiðir af annarri og áður en þú veist af er pakkinn búinn og þú á leið út í búð til að endurnýja birgðirnar. Að öllum líkindum hefur þú ekki hugsað nánar um hvenær og hvernig sígaretturnar hafa horfið. Þær eru bara búnar og nú þarftu að kveikja þér í – á stundinni! Ef til vill ættirðu að veita því athygli hvenær, hvers vegna og í hvaða félagsskap þú reykir, að minnsta kosti ef þú vilt hætta að reykja. Haltu dagbók og skoraðu á þig Áður en reykbindindið hefst er skynsamlegt að átta sig á reykinga- venjum og reykingaumhverfi. Skráðu niður þær sígarettur sem þú reykir yfir daginn, hversu margar, á hvaða tíma dagsins, við hvaða aðstæður, með hverjum þú reykir, hvaða sígarettum er erfiðast að sleppa, og svo framvegis, og íhugaðu hvernig þú ætlir að höndla þessar aðstæður án sígarettu. Þegar þú ert búin/búinn að fá yfirlit yfir reykingavenjurnar getur þú byrjað að skora á þig með því að segja skilið við venjurnar eina eftir aðra. Þekktu reykingavenjur þínar – og hættu að reykja Gott er að skrá niður hversu margar sígarettur eru reyktar yfir daginn, við hvaða aðstæður og með hverjum. Margir strengja þess heit um áramót að drepa í sígarettunni fyrir lífstíð. hvarfseinkennunum sem koma til með að gera vart við sig. Til þess að losna úr viðjum vanans getur verið skynsamlegt að nýta sér nikótínlyf til þess að nýja lífið verði auð- veldara. Tilfinningasami reykingamaðurinn Á meðan sumir reykja af vana, félagslegum ástæðum eða vegna þess að þeir eru háðir nikótíni eru einnig reykingamenn sem reykja þegar þeir lenda í tilfinningalegu ójafnvægi. Til dæmis ef þeir eru leiðir eða finna fyrir streitu. Ef þú ert einn af þeim reykingamönnum sem reykja margar sígarettur í mótbyr eða á köflum þegar álagið er mikið getur verið nauðsynlegt að leggja meiri vinnu í andlegu hliðina. Í slíkum tilvikum er gott að hafa reiðubúna varaáætlun þegar þú ætlar að grípa til sígarett- anna þegar þér til dæmis leiðist. Hugsanlegt er að þú getir leitt hugann frá sígarettunum með því að fara í göngutúr, stunda jóga, spila leik á símanum, hringja í vin eða lesa bók. Finndu út hvað kemur þér til hjálpar og nýttu þér valkostina þegar þú lendir í tilfinn- ingalegu ójafnvægi. Þessi grein er kostuð af Artasan. Nicotinell Mint/Fruit/Lakrids/IceM- int/Spearmint lyfjatyggi gúmmí, Nicotinell Mint munnsogs töflur, Nicotinell forðaplástur. Inniheldur nikótín. Til meðferðar á tóbaks- fíkn. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upp- lýsingum um áhættu og aukaverk- anir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is. Áður en þú gerir hernaðaráætlun varðandi reyk- bindindið er mikilvægt að þú áttir þig vel á reykingamynstr- inu og ósiðum sem tengjast því. Þá áttu auðveld- ara með að takast á við verkefnið af fullum krafti og takast að hætta endanlega. Þú getur til dæmis prófað þig áfram með því hætta að drekka kaffi og drekka te í staðinn ef þú tengir kaffi við reykingar. Jafn- framt getur þú breytt um sígar- ettutegund yfir í tegund sem þér líkar ekki bragðið af eða skipt út nokkrum af sígarettum dagsins fyrir nikótínlyf eða klippt af sígar- ettunum þannig að þú reykir bara hálfa sígarettu í einu. Með því að koma óreglu á reykingarnar færðu frekar grundvöll til að ganga alla leið og hefja reykbindindi. Þegar þú ert tilbúin/n skaltu ákveða dagsetninguna sem þú hefur nýtt reyklaust líf. Félagslegi reykingamaðurinn Margir reykingamenn gefa í og reykja enn meira þegar þeir njóta samvista við aðra. Ef þú ert félags- legur reykingamaður þarftu að haga þér í samræmi við það í reykbind- indinu og reyna að forðast eins og mögulegt er aðstæður þar sem sígar- ettur freista. Þú getur annaðhvort kosið að sleppa alveg að stunda félagslíf eða búið þig undir að takast á við slíkar aðstæður án þess að reykja. Þegar þú lendir í „hættuleg- um“ aðstæðum þar sem reykinga- löngunin herjar á þig getur þú verið vel undirbúinn með því að nota nikótínplástur sem slær á verstu fráhvarfseinkennin. Jafnframt getur verið skynsamlegt að fara varlega í áfengisdrykkju og segja viðstöddum frá því að þú sért í reykbindindi þannig að þú fáir stuðning og þér verði jafnvel hlíft við „ilminum“ af sígarettum vinanna. Reykingamaður af vana Þegar þú greinir reykingavenjur þínar kemst þú ef til vill að því að þú reykir vegna þess að þú ert orðin vön/vanur því – og ert orð- in/n háður því. Í slíkum tilvikum getur verið hjálplegt að gjörbreyta hversdeginum með breytingum eins og meiri hreyfingu eða finna upp á nýjungum til að skapa nýjar venjur sem leiða athyglina frá frá- REYKLAUS VERTU Í EITT SKIPTI FYRIR ÖLL MEÐ Nicotinell Nicotinell Mint/Fruit/Lakrids/IceMint/Spearmint lyfjatyggigúmmí, Nicotinell Mint munnsogstöflur, Nicotinell forðaplástur. Inniheldur nikótín. Til meðferðar á tóbaksfíkn. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is. Nicotinell 5x10 copy.pdf 1 23/12/2017 09:30 FÓLK KYNNINGARBLAÐ 9 L AU G A R DAG U R 2 4 . N óv e M b e r 2 0 1 8 2 4 -1 1 -2 0 1 8 0 3 :4 0 F B 1 1 2 s _ P 0 7 6 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 7 3 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 8 0 -3 8 7 4 2 1 8 0 -3 7 3 8 2 1 8 0 -3 5 F C 2 1 8 0 -3 4 C 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 1 1 2 s _ 2 3 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.