Fréttablaðið - 24.11.2018, Síða 97

Fréttablaðið - 24.11.2018, Síða 97
bækur Titill: Sálumessa HHHHH Gerður Kristný Útgefandi: Mál og menning/For- lagið Fjöldi síðna: 88 Sálumessa nefnist ný ljóðabók eftir Gerði Kristnýju. Falleg bók, létt í hendi en þung fyrir brjósti. Grannar bjarkargreinar sem mynd- skreyta bókina eiga sér systur í einu ljóðanna: Það vantar orð yfir snjóinn sem sest á örgranna grein bjarkar í stingandi stillu (85) Í bókinni er ort til og um konu sem fallið hefur fyrir eigin hendi eftir kynferðisofbeldi í æsku og andleg veikindi. Tilefni ljóðanna eru raunverulegir atburðir sem Gerður Kristný fjallaði sjálf um í tímaritsviðtali sem hún skrifaði fyrir allnokkrum árum og ollu málaferlum gegn henni. Hún á þess vegna ýmislegt ósagt og bókin ber þess merki. Í nýlegu kynningarvið- tali segir Gerður Kristný frá þessum aðdraganda og kynnum sínum af konunni sem ort er um. Þær upp- lýsingar opna sýn á efni ljóðanna sem satt að segja væru sum hver býsna torskilin annars. Gerður Kristný (f. 1970) á að baki fjölda útgefinna ritverka sem hafa aflað henni viðurkenningar og verðlauna á ýmsum vettvangi. Ljóð hennar eru hárbeitt og myndræn, afar hnitmiðuð og skörp í fram- setningu og hugsun. Hún hefur ein- stakt vald á ljóðmáli og það bregst ekki heldur í þessari bók. Grýlukerti uxu fyrir glugga Þú horfðir út um vígtenntan skolt vetrarins … (15) Eins og oft áður leitar höfundur í smiðju fornsagna og goðaheims til þess að skapa hugblæ og hug- renningatengsl. Viðfang ljóðanna – konan sem sungið er yfir – liggur utangarðs í orðsins fyllstu merk- ingu. Það er myndgert með dysinni þangað sem ljóðmælandinn hefur vitjað hennar. Þar hvílir hin látna umlukin þögninni sem sveipað hefur líf hennar og þjáningu, því að: Þau þyrluðu þögn yfir orð þín örfínu lagi af lygum svo enginn þyrði að hafa þau eftir (50) Þessi þrúgandi þögn sem sveipað hefur viðfang ljóðanna þráir þó að verða rofin og er við að bresta: Þungt dynur þögnin í moldinni (31) Samviskuerindi Sem fyrr segir eru ljóð bókarinnar hvert öðru fegurra að smíð og áferð. Helsti gallinn er þó sá að ef lesand- inn hefur ekki fyrrgreindar forsend- ur fyrir framan sig – sögu konunnar og upplýsingar sem höfundur hefur gefið í viðtölum um efni bókar- innar – missa sum ljóðin marks því þau vísa ekki öll út fyrir sig. Fyrir vikið verður einhverskonar rof á trúnaðarsambandinu sem einatt þarf að vera til staðar milli ljóð- mælanda og lesanda. Gerði Kristn- ýju liggur mikið á hjarta. Bókin er öðrum þræði persónulegt uppgjör hennar við skyldmenni konunnar. Hún á erindi – samviskuerindi. Um leið verður lesandinn meira eins og áheyrandi eða vottur að mál- flutningi heldur en þátttakandi eða trúnaðarvinur. Þetta er helsti galli bókarinnar sem annars er meistara- smíð að formi og framsetningu því mörg ljóðanna grípa fast og bíta. Sálumessa er kannski ekki rétta hugtakið yfir það sem fram fer í þessum ljóðabálki. Sálumessa er bæn lifenda fyrir sálu látinnar persónu. Þessi ljóð eru ekki bæn heldur málstaður og tjáning. Jafn- vel geðlausn. Bókin hefst í dysinni með fullkominni samsömun ljóð- mælandans með viðfangi sínu. Leiðin liggur svo um refilstigu sársauka og reiði. Um síðir þegar „tennurnar hafa verið dregnar úr vetrinum“ (81) þiðnar klakinn og „tjarnir fljóta yfir bakka sína“ (77). Eitthvað hefur mýkst og slaknað. Því er þó ekki hægt að lýsa og enn er margt ósagt því að „það vantar orð“ (87). Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir NiðurSTaða: Ljóðin eru meistarasmíð, úrlausn efnis sem höfundi liggur þungt á hjarta. LOKADAG UR ÚTSÖLU Í DAG OPIÐ 10- 18 SÍÐASTI SÉNS Í D AG Reykjavík • Hallarmúla 2 • 563 6900 | Akureyri • Undirhlíð 2 • 430 6900 BLACKFRIDAY LOKADAGUR BLACK FRIDAY ÚTSÖLUVIKUNAR Í DAG OPIÐ 10-18 Af lyklaborðum og músum Allt að 50%Afsláttur Af minnislyklum og minniskortum Allt að50%AfslátturAf fartölvum Allt að40.000Afsláttur Af prenturum Allt að20%Afsláttur Af hátölurum Allt að50%Afsláttur 27.993BENQ GW2780Lúxus 27” IPS skjár með örþunnan skjáramma! VERÐ ÁÐUR 39.990 Aðeins 100 stk1 stk á mann! 30%Afsláttur SEINASTI SÉNS! Lokadagur tilboða í dag 998PRIMO 5200mAhAllt að 21 tíma hleðsla fyrir síma og 8 tíma fyrir spjaldtölvur VERÐ ÁÐUR 3.990 AÐEINS Í DAG! 75%Afsláttur BROTHER MERKIVÉL Já þetta er sú eina sanna;) Fullkomin í jólapakkann! 1.495 Aðeins 100 stk1 stk á mann! 50%Afsláttur VERÐ ÁÐUR 2.990 TILBOÐ DAGSINS Gildir aðeins laugardag Chili krydd Glósur stærðfræðiHrannar Máni 1. b Bláberja sulta27” IPS FHD 178° Ultra Wide sjónarhorn AÐEINS Í DAG! 20.000Afsláttur 14” FHD IPS Ultra-Narrow skjárammi Intel N5000 2.7GHz Pentium Quad Core 8GB minni DDR4 2400MHz 256GB SSD M.2 diskur TRUST PAXO Frábær þráðlaus heyrnartól með Active Noise Cancellation hljóðeinangrandi tækni VERÐ ÁÐUR 9.990 5.994 AÐEINS Í DAG! 40%Afsláttur AÐEINS Í DAG! 30%Afsláttur VERÐ ÁÐUR 9.990 6.993STAR WARS DRÓNINý kynslóð dróna þar sem hægt er að keppa við aðra spilara í Laser Tag leikjum ;) 99.990 SWIFT 1 2018 Nýja lúxus línan með enn öflugri 4 kjarna örgjörva, fislétt og ör- þunn úr gegnheilu áli VERÐ ÁÐUR 119.990 24 N óvem ber 2018 • B lack Friday tilboð gilda 19-24. nóvem ber eða m eðan birgðir endast. B irt m eð fyrirvara um breytingar, innsláttarvillur og m yndabrengl m e N N i N g ∙ F r É T T a b L a ð i ð 57L a u g a r D a g u r 2 4 . N ó v e m b e r 2 0 1 8 2 4 -1 1 -2 0 1 8 0 3 :4 0 F B 1 1 2 s _ P 1 1 2 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 9 7 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 7 F -C 1 F 4 2 1 7 F -C 0 B 8 2 1 7 F -B F 7 C 2 1 7 F -B E 4 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 1 1 2 s _ 2 3 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.