Fréttablaðið - 24.11.2018, Blaðsíða 107

Fréttablaðið - 24.11.2018, Blaðsíða 107
1999, fluttu þau reksturinn í Smiðju- hverfið í Kópavogi og opnuðu Gold- finger. „Þetta var mjög gaman og ég stofnaði þetta allt með honum og sagði við hann að ef hann myndi ekki stofna strippklúbb þá færi ég bara úr landi og þetta væri búið.“ Jara segist hafa séð um öll sam- skipti við dansarana á þessum tutt- ugu árum enda koma þær flestar frá Eystrasaltslöndunum og deila þannig með henni tungumáli og menningu. Náin vinátta hefur tekist með Jöru og allnokkrum konum sem hafa komið hingað til þess að dansa, til lengri eða skemmri tíma. Nokkrar hafa sest að á Íslandi í kjölfarið og sumar hverjar hafa dansað á Gold- finger, fast eða með hléum, í rúman áratug. Jólasveinninn er orðinn dýrari en vændiskona Kampavínsklúbbarnir í Reykja- vík hafa alla tíð verið bendlaðir við vændi og mansal en Jara segir aðspurð að þær sögur og kenningar eigi ekki við um Goldfinger. „Ég get bara svarað fyrir mig og veit ekkert hvað aðrir eru að gera og skipti mér ekkert af því. Ég hef líka áður bent á það að vændið er fyrst og fremst á netinu, hótelum og Airbnb-íbúðum. Þetta er orðið svo stjórnlaust og bilað að það er orðið dýrara að leigja jólasvein til þess að skemmta í krakkaveislum en að kaupa sér aðgang að konu einhvers staðar úti í bæ á netinu.“ Geiri var umdeildur maður, alls ekki allra og jafnan milli tannanna á fólki. Fannst þér erfitt að vera konan hans Geira? „Ég veit það ekki,“ segir Jara og hugsar sig um í örstutta stund. „Nei. Það held ég ekki. Ég er þannig töff- ari að mér var alveg sama. Ég læt álit Geiri naut þess að berast á og leiddist ekki að vera á milli tannanna á fólki, trúr spekinni að illt umtal er betra en ekkert. annarra ekki trufla mig en auðvitað er lífið þannig að maður rekst víða á fólk sem er ánægt þegar öðrum líður illa og vill frekar traðka mann niður en að sýna náungakærleika og lyfta manni upp. Allt sem ég hef gert í líf- inu hef ég gert fyrir sjálfa mig, ekki til þess að ganga í augun á öðru fólki eða reyna að sanna mig fyrir því.“ Eftir að Geiri varð bráðkvaddur í apríl 2012 keypti Jara staðinn úr dánarbúi hans, ákveðin í að halda staðnum gangandi í anda hans. „Ég var ákveðin í að gera þetta og láta þetta ganga en þetta er erfiðasta ákvörðun sem ég hef tekið í lífinu.“ Rússnesk harka „En mér tókst þetta þótt ég ætti enga peninga eða neitt. Kannski gekk þetta bara upp vegna þess að ég vildi þetta svo mikið. Síðan er ég náttúr- lega Rússi og það er harka í okkur. Það má aldrei gefast upp og þegar fólk byrjar að væla þá skaðast það bara meira. Það þarf að vera sterkur og brosa á móti öllu mótlæti sama á hverju gengur. En nú er ég búin að fá nóg. Ég er enn ung, þreytt kona og langar að fara að gera eitthvað skemmtilegt í lífinu. Kannski flyt ég bara til Spánar eða eitthvað,“ segir Jara og hlær. „Ég er tilbúin til þess að sleppa takinu og fara að gera eitthvað annað. Það er meira en nóg að hafa staðið í þessu í tuttugu ár. Ég hef lært mikið á þessum tíma og öðlast mikla reynslu. Ég hef gert mistök, gefist upp og haldið áfram og er enn á lífi.“ Jara segir óvíst hvað verði um Goldfinger eða skemmtanahald yfirleitt í húsnæði staðarins í miðju iðnaðarhverfi í Kópavoginum. Það eina sem sé alveg á hreinu er að hún er að hætta. Fái hún öll tilskilin leyfi endur- nýjuð í desember muni hún líklega selja staðinn. Ef ekki muni hún ein- faldlega loka. Skella endanlega í lás og aldrei líta til baka. Geiri verður alltaf á Goldfinger Nafn Geira var og er tengt Goldfinger órjúfanlegum böndum enda naut hann þess að berast á og var pláss- frekur í fjölmiðlum á meðan Jara hélt sig til baka. „Við vorum saman í þessu og ég var konan á bak við súlu- kónginn og stjórnaði þessu mikið til. Það má segja að Geir hafi verið haus- inn en ég hálsinn sem stjórnaði því hvort horft væri til hægri eða vinstri.“ Geiri er horfinn af sjónarsviðinu og nú ert þú að hætta þannig að hvað sem verður um staðinn þá eru þetta ákveðin kaflaskil. Andi Geira hefur svifið yfir staðnum þótt hann sé dáinn þannig að spyrja má hvort þú takir hann með þér? „Geiri verður alltaf Geiri á Gold- finger og það breytir engu hvað ég geri. Ekkert mun þurrka nafn hans úr þessari sögu. Það er samt aldr- ei að vita. Hugmyndin um Geira á Goldfinger fjarar kannski út ef hér verður opnaður annar staður með nýtt nafn. En á meðan Goldfinger er Goldfinger þá er Geiri hérna þótt ég hverfi á braut.“ Jara ætlar að halda kveðjuveisluna sína á Goldfinger í kvöld og það er ljóst að þótt hún kveðji sátt þá er það ekki með neinum trega. „Þetta er afmælisveisla og kveðjupartíið mitt um leið. Ég er að halda upp á að reksturinn er tuttugu ára og Gold- finger að verða nítján ára. Síðan langar mig bara að kveðja með stæl og þakka fyrir mig, þakka stelpunum sem hafa unnið fyrir mig í öll þessi ár og auðvitað viðskipta- vinunum, með góðu partíi,“ segir Jara sem vonast til þess að sjá sem flesta gamla vini og kunningja rétt áður en hún slekkur fjólubláu ljósin við barinn fyrir fullt og allt. L í f i ð ∙ f R É T T A B L A ð i ð 67L A U G A R D A G U R 2 4 . n ó v e m B e R 2 0 1 8 2 4 -1 1 -2 0 1 8 0 3 :4 0 F B 1 1 2 s _ P 1 0 7 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 1 0 2 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 7 F -E E 6 4 2 1 7 F -E D 2 8 2 1 7 F -E B E C 2 1 7 F -E A B 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 1 1 2 s _ 2 3 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.