Fréttablaðið - 24.11.2018, Síða 108

Fréttablaðið - 24.11.2018, Síða 108
Lífið í vikunni 18.11.18 - 24.11.18 SÍMAR AUGLÝSINGADEILDIR – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jóhanna Helga Viðardóttir johannahelga@frettabladid.is ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 550 5050: Gústaf Bjarnason gustaf@frettabladid.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Sigfús Örn Einarsson sigfus@frettabladid.is, Valdimar Birgisson valdimar@frettabladid.is Örn Geirsson orn.geirsson@frettabladid.is FÓLK/SÉRBLÖÐ SÍMI 550 5077: Atli Bergmann atli@frettabladid.is, Arnar Magnússon arnarm@frettabladid.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@frettabladid.is, Ruth Bergsdóttir ruth@frettabladid.is. FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is og Ragnheiður Tryggvadóttir heida@frettabladid.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 550 5056: Hrannar Helgason hrannar@frettabladid.is, Viðar Ingi Pétursson vip@frettabladid.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 550-5055: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@frettabladid.is, Guðrún Inga Grétarsdóttir gudruninga@frettabladid.is Moses Hightower vitjar höfuðbólanna Hljómsveitin Moses Hightower hefur verið að gera það gott og ætl- ar heldur betur að bæta í velgengnina en þeir félagar eru á leiðinni í tónleikaferðalag. Rif, Ísafjörður og Akureyri eru áfangastaðir þeirra. H ljómsveitin Moses Hightower ætlar að gera sér lítið fyrir og leggja land undir fót á næstunni. Ferða- lagið hefst þann 28. nóvember þegar Moses-menn spila í Frystiklefanum á Rifi, þaðan halda þeir beina leið til Ísafjarðar þar sem Edinborgar- húsið verður lagt undir tilfinn- ingaþrungna tóna sveitarinnar og að lokum skella þeir sér til Akur- eyrar á besta tónleikastað landsins, Græna hattinn. Þeir Steingrímur Karl Teague, Magnús Trygvason Eliassen og Andri Ólafsson fengu sér rjúkandi bolla með blaðamanni og ræddu ferðalagið. Hvað kemur til að þið ákveðið að ferðast á þessar exótísku slóðir? Maggi: Aðallega að þarna eru glæsilegir tónleikastaðir og gaman að fá að spila þar. Andri: Það er líka gott að fara í bíltúr með vinunum. Spila fyrir skemmtilegt fólk. Stoppa á völdum stöðum og fá sér ís. Maggi: Ís er mjög mikilvægur. Steini: Akureyri, Snæfellsnes, Ísa- fjörður. Þetta eru höfuðból. Það þarf að vitja höfuðbólanna. Hafið þið fengið mikið af fyrir- spurnum um hvort þið ætlið vestur? Andri: Segjum bara fleiri en eina fyrirspurn, en færri en … öhhh … átta hundruð … fyrirspurnir. Maggi: Tólf fyrirspurnir. Steini: Svo hafa kannski ein- hverjir hugsað með sjálfum sér: „Nú væri gaman ef hljómsveitin Moses Hightower væri hérna.“ Án þess að þurfa að segja það upphátt. Þið eruð samkvæmt vinsælda- listum aðalmennirnir í íslenskri tón- list – hvernig er tilfinningin að tróna svona fyrir ofan alla og er þetta eitt- hvað sem þið vissuð að myndi gerast þegar nýjasta platan kom út? Maggi: Það entist bara í viku. Við erum ekki lengur í toppsætinu. Þetta er búið. Andri: Manstu, Maggi? Manstu vikuna 4.-10. nóvember 2018? Þegar við vorum aðalmennirnir í íslenskri tónlist? Steini: Fólk ætti samt að mæta á tónleikana. Það er ákveðinn sjarmi yfir því að sjá hljómsveit sem er búin að vera. Hvernig, með ykkar orðum, er upplifunin að sjá Moses Hightower á tónleikum? Maggi: Við reynum. Andri: Við verðum fimm á sviði. Hann Danni gítarleikari, sem stofn- aði með okkur hljómsveitina, sagði reyndar skilið við okkur á árinu og sneri sér að öðru, en við plötuðum Rögnvald Borgþórsson á svið með okkur í staðinn. Steini: Svo spilar Magnús Jóhann Ragnarsson á alls konar hljóðgervla og dinglumdangl. Hann sér um að enginn komist að því að ég kann ekki að syngja og spila á hljómborð samtímis. Það er leyndarmál! Andri: Rætur allra í bandinu liggja í því að flytja lifandi tónlist, þannig að okkur þykir vænt um tón- leikaspilerí. Eru kannski einhverjir aðrir exót- ískir staðir komnir á kortið – Gríms- ey, Gullströndin, Keflavík, Papey? Andri: Sko, einn af ofangreindum stöðum er einmitt í spilunum. En það er of snemmt að vera eitthvað að gaspra um það. Steini: Það er leyndarmál! Hvað er svo á döfinni næst hjá ykkur? Maggi: Við erum að malla nýja músík sem fólk fær að heyra á nýja árinu, og vonandi sjá líka, af því að það er smá kvikmyndastúss í kringum það. Svo ætlum við að spila meira á tónleikum, af því að það er skemmtilegt. Steini: Ég ætla að fá mér kaffi. Maggi: Já, ég gleymdi að segja að ég ætla líka að fá mér kaffi. Miðar á tónleika sveitarinnar fást nú þegar á tix.is svo það er ekkert í vegi fyrir því að fólk tryggi sér stæði á einhverjum af þessum þremur stöðum sem þeir stoppa á að þessu sinni. stefanthor@frettabladid.is Við eruM að MaLLa nýja Músík seM fóLk fær að Heyra á nýja árinu, og Vonandi sjá Líka, af þVí að það er sMá kVikMynda- stúss í kringuM það. sVo ætLuM Við að spiLa Meira á tónLeikuM, af þVí að það er skeMMtiLegt. Strákarnir í Moses Hightower fengu sér einn rjúkandi með blaðamanni og röbbuðu um tónleikaferðalagið. in MeMoriaM þrastaLundur Áhrifa- valdabælið Þrasta- lundur í Grímsnesi er til leigu og þess minntist Lífið að sjálfsögðu í vikunni. VerndarVængur á sængurVer Börn Eddu Heiðrúnar Backman hafa í samstarfi við Betra bak látið setja eina af þekktustu myndum hennar, Verndarvæng, á sængurver. Sonur hennar segist hlakka til að hjúfra sig undir sænginni. HLaðVarp uM krabbaMein Kraftur, stuðningsfélag ungs fólks sem greinist með krabbamein, er 20 ára á næsta ári. Af því tilefni verður blásið í hátíðarlúðra með alls konar húllumhæi. Meðal verk- efna verður að gera hlaðvarpsþætti um krabbamein en fyrsti þátturinn verður tekinn upp í dag. sá sterki yfirLeitt í stuttbuxuM Júlían J.K. Jóhannsson, sem bætti heimsmetið í réttstöðulyftu fyrir skömmu, segir að það sé töluvert erfitt að finna föt sem passa. Hann eigi alveg galla- buxur en gangi yfirleitt í stutt- buxum. Afgreiðslutími Rvk Mán. til föst. kl. 10–18 (Holtagörðum) Mán. til föst. kl. 11–18:30 (Smáratorgi) Laugardaga kl. 11–17 Sunnudaga kl. 13–17 (Smáratorgi) Holtagörðum, Reykjavík Smáratorgi, Kópavogi Dalsbraut 1, Akureyri Skeiði 1, Ísafirði OP IÐ Á SU NN UD ÖG UM Í DO RM A SM ÁR AT OR GI www.dorma.is VEFVERSLUN ALLTAF OPIN Um leið og við þökkum viðtökurnar á Black Friday framlengjum við BOMBURNAR um helgina 2 4 . n ó v e m b e r 2 0 1 8 L A U G A r D A G U r68 L í f i ð ∙ f r É T T A b L A ð i ð 2 4 -1 1 -2 0 1 8 0 3 :4 0 F B 1 1 2 s _ P 1 0 8 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 1 0 1 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 1 7 F -E 9 7 4 2 1 7 F -E 8 3 8 2 1 7 F -E 6 F C 2 1 7 F -E 5 C 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 1 1 2 s _ 2 3 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.