Fréttablaðið - 01.12.2018, Side 116

Fréttablaðið - 01.12.2018, Side 116
ópera Hans og Gréta HHHHH engelbert Humperdinck Íslenska óperan Hljómsveitarstjóri: Bjarni Frímann Bjarnason. Leikstjóri: Þórunn Sig- þórsdóttir. Einsöngvarar: Arnheiður Eiríksdóttir, Jóna G. Kolbrúnardótt- ir, Hildigunnur Einarsdóttir, Oddur A. Jónsson, Dóra S. Ármannsdóttir og Kristín E. Mäntylä. Gradualekór Langholtskirkju söng og Hljóm- sveit Íslensku óperunnar lék. Norðurljós í Hörpu Sunnudaginn 25. nóvember Í hléinu á sýningu Íslensku óperunn- ar á Hans og Grétu á sunnudaginn var spurði kona mig á hvaða tungu- máli hefði verið sungið. Ég sagði henni að það hefði verið íslenska. Hún kvað það ekki geta verið, því hún hefði ekki skilið orð. Nokkuð var til í þessu hjá henni. Söngvar- arnir sungu vissulega á móður- málinu og ég sat frekar framarlega, en orðin hljómuðu samt svona: Í hlinnu á sýglu Ímlmske óbromkiu á Hans og Gremiklu e semminede … Auðvitað þekkja allir söguna af Hans og Grétu, þau eru bláfátæk börn sem villast í skóginum og rek- ast á hús nornarinnar úr sætabrauði. Nornin ætlar að éta þau en þau sjá við henni með klækjum og allt fer vel að lokum. Þrátt fyrir kunnug- leikann var leiðinlegt að skilja ekki söngvarana, því textinn var heil- mikill. Það að honum hafi ekki verið varpað fyrir ofan sviðið eins og gert er á sýningum í Eldborg var miður. Tónlistin er eftir Engelbert Hump- erdinck. Lítil kammersveit spilaði undir stjórn Bjarna Frímanns Bjarnasonar, sem skapaði hlýlegt andrúmsloft. Sama ópera var flutt í Salnum í Kópavogi fyrir fjórum árum en þá var eingöngu leikið á píanó. Það var mun kuldalegra. Söngvararnir vorau hins vegar misöflugir. Arnheiður Eiríksdóttir var í hlutverki Hans og gervið sem hún klæddist var sannfærandi. Rödd hennar var notalega ávöl og jöfn á öllum sviðum, hún var þétt og fók- useruð og hitti beint í mark. Jóna G. Kolbrúnardóttir var Gréta og fersk sviðsframkoma hennar hæfði hlut- verkinu fullkomlega. Hún söng líka fallega, röddin var björt og tær, en hún á samt enn eftir að mótast og þroskast. Ákveðna fyllingu vantaði í röddina, sem á örugglega eftir að koma með tíð og tíma, því Jóna er ung að árum. Oddur Arnþór Jónsson var glæsi- legur sem faðirinn og sömu sögu er að segja um Hildigunni Einarsdóttur sem var móðirin. Söngur beggja var snarpur og tilfinningaríkur. Dóra Steinunn Ármannsdóttir var aftur á móti ekki eins trúverðug sem nornin. Röddin, þó hún hafi verið prýðileg í sjálfri sér, var ekki nægi- lega kröftug til að skapa áhrifamikla mynd af illgjarnri mannætu. Hún var krútt, ekki kríp. Loks ber að nefna Kristínu Ein- arsdóttur Mäntylä, en hún lék Óla lokbrá. Rödd hennar var fín og bar góðum hæfileikum vitni, en frammi- staðan nú var engu að síður fremur feimnisleg og hikandi. Þessi misspennandi söngur og vöntun á texta gerði að verkum að það var aldrei neitt sérstaklega gaman á sýningunni. Og það þrátt fyrir smekklega leikstjórn Þórunnar Sigþórsdóttur sem einkenndist af sannfærandi flæði. Leikmynd Evu Signýjar Berger og búningar Maríu Th. Ólafsdóttur voru líka mikil listaverk, og söngur Gradualekórs Langholtskirkju var ánægjulegur. Það dugði bara ekki til. Verður því seint sagt að þetta sé með bestu uppfærslum Íslensku óperunnar í gegnum tíðina. Jónas Sen Niðurstaða: Falleg tónlist og flott umgjörð, en sjálfur söngurinn var illskiljanlegur og misáhrifaríkur.  Mannætan krútt, ekki kríp „Auðvitað þekkja allir söguna af Hans og Grétu, þau eru bláfátæk börn sem villast í skóginum, og rekast á hús nornarinnar sem er úr sætabrauði.“ Kr i st já n Jó h a n n s -son heldur sína árlegu stórtónleika í Hörpu sunnudaginn 2. desember. Þetta er tíunda árið í röð sem hann heldur tónleika eins og þessa, með fjölda gestasöngvara. Alltaf hefur rokselst á tónleikana og Krist- ján segir enga undantekningu frá því núna. Tónleika eins og þessa er ekki hægt að halda án styrktaraðila og Kristján fékk nokkra slíka til liðs við sig. „Það kostaði nokkuð bras en er nauðsynlegt því tónleikahald eins og þetta er gríðarlega kostn- aðarsamt, leigan í Hörpu er til dæmis afar dýr,“ segir Kristján. „Ég hef unnið 30 ár í Bandaríkjunum og þar styðja bandarískir efnamenn rausnarlega við klassískt tónlistarlíf, hér á landi eru þeir fáir en traustir og ég er þakklátur fyrir það.“ Gott fyrir sálartetrið Um efnisskrána á tónleikunum segir Kristján: „Ég er að reyna að vera trúr klassíkinni og á efnisskránni eru óperuverk og klassísk kirkjuverk, tengd við almættið og sum bein- tengd jólum. Allir ættu því að fá eitthvað gott fyrir sálartetrið. Efnisskráin er fjölbreytt, nokkur lög eru ætíð á efnisskránni eins og Helga nótt og Heims um ból. Heims um ból hefur verið síðast á efnis- skránni og þá fáum við tónleikagesti til að standa á fætur og hver syngur lagið með sínu nefi. Í fyrra var þrýst á mig að sleppa Heims um ból vegna þess að of langt væri til jóla og því ekki tímabært að syngja það. Ég tók mark á þessu, við slepptum Heims um ból og það kom holskefla af Frábært að vera í góðu formi Árlegir stórtón- leikar Kristjáns Jó- hannssonar. Er trúr klassíkinni. Ein- valalið söngvara og leyninúmer. kvörtunum. Þannig að Heims um ból verður sannarlega á efnisskránni núna.“ Leyninúmer og dúett Hljómsveitarstjóri á tónleikunum er Bjarni Frímann Bjarnason og fjörutíu manna hljómsveit kemur fram ásamt Óperukórnum og Karlakór Kópavogs. „Þarna verður einvalalið söngvara,“ segir Kristján. „Sú frábæra Herdís Anna Jónasdótt- ir, minn góði vinur og flotti tenór Gissur Páll Gissurarson, Sigríður Ósk Kristjánsdóttir sem er senni- lega flottasti lýríski mezzósópran sem við eigum og framtíðarbarítón okkar, Aðalsteinn Ólafsson. Aðal- steinn er sérstakur af því að hann er með stóra og mikla rödd og getur til dæmis slegist við Verdi og Wagner. Svo er ég með leyninúmer, eins og ég hef alltaf verið með og þá kalla ég til leiks efnilegt yngra fólk. Núna er ég með tvo unga menn sem ég get ekki sagt hverjir eru, en ég held að þeir eigi eftir að vekja mikla athygli. Þeir, tenór og barítón, syngja fal- legan heimsþekktan dúett. Svo er auðvitað drengurinn okkar sem er svo frábær, að mínu mati ekki bara okkar framtíðarstjórn- andi heldur einn af þeim bestu í sögu íslenskrar tónlistar. Þetta er Bjarni Frímann Bjarnason. Það er mikilvægt fyrir okkur söngvarana að finna elsku og velvilja í okkar garð frá hljómsveitarstjóranum. Margir frábærir stjórnendur, heimsnöfn, leggja ekki mikið upp úr sambandi við söngvarana heldur einbeita sér að hljómsveitinni. Í tilviki Bjarna elskar hann söngvarana sína og þá gengur þetta líka betur hjá okkur.“ Líður óskaplega vel Kristján, sem varð sjötugur á árinu, var valinn söngvari ársins á Grímu- verðlaununum fyrr á árinu fyrir hlutverk sitt sem Cavaradossi í upp- færslu Íslensku óperunnar á Toscu eftir Puccini. „Mér fannst það stór- kostlegt og það er frábært að vera í góðu formi. Ég er sprækur, heilsan er mjög góð og röddin virkilega fín. Mér líður óskaplega vel,“ segir stór- söngvarinn. Ég er sprækur, heilsan er mjög góð og röddin virkilega fín, segir Kristján Jóhannsson sem undirbýr stórtónleika í Hörpu. FrÉttAbLAðið/SteFáN Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@frettabladid.is Í tilviKi BJarna ElsKar hann söngvarana sÍna og þÁ gEngur þEtta lÍKa BEtur hJÁ oKKur. 1 . d e s e m b e r 2 0 1 8 L a u G a r d a G u r76 m e N N i N G ∙ F r É t t a b L a ð i ð 0 1 -1 2 -2 0 1 8 0 4 :4 8 F B 1 3 6 s _ P 1 1 6 K .p 1 .p d f F B 1 3 6 s _ P 0 9 7 K .p 1 .p d f F B 1 3 6 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 1 3 6 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 1 9 B -7 7 E 8 2 1 9 B -7 6 A C 2 1 9 B -7 5 7 0 2 1 9 B -7 4 3 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 1 3 6 s _ 3 0 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.