Fréttablaðið - 11.12.2018, Side 4
Veður
Hvöss sunnan- og suðaustanátt í
dag með rigningu og súld, en þurrt
að kalla á Norður- og Austurlandi.
Hlýnandi veður, hiti 7 til 15 stig,
hlýjast í hnjúkaþey norðanlands.
sjá síðu 14
FramboðsFrestur
til trúnaðarráðs
eFlingar-stéttarFélags
Kjörstjórn eflingar-stéttarfélags auglýsir framboðsfrest vegna kosning-
ar trúnaðarráðs félagsins fyrir tímabilið 1. janúar 2019 til 31. desember
2020. Kosið er listakosningu.
á hverjum frambornum lista skulu vera tillögur um 115 trúnaðarráðs-
menn til tveggja ára samkvæmt 15. gr. laga félagsins.
listi uppstillingarnefndar, stjórnar og trúnaðarráðs liggur frammi á
skrifstofu félagsins frá og með miðvikudeginum 12. desember 2018.
Öðrum listum ber að skila á skrifstofu félagsins fyrir kl. 12.00 á
hádegi miðvikudaginn 19. desember 2018.
Kjörstjórn Eflingar-stéttarfélags
Ljósin lýsa upp bæinn
Hátíð ljóss og friðar ber senn að dyrum og hafa margir tekið sig til og skreytt hús sín af því tilefni. Í þeim hópi eru íbúar Dragavegar 5 hér í borg og verður
ekki annað sagt en að skrautið lýsi upp skammdegið. Minnir það helst á hús hins seinheppna Clarks Griswold en saga hans er sögð í jólaklassíkinni
Christmas Vacation. Rafmagnsreikningurinn hér og nú er þó eflaust öllu lægri enda perurnar nú talsvert sparneytnari en þá. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
Bretland Theresa May, forsætisráð-
herra Bretlands, mætti fyrir breska
þingið í gær og sagðist hafa aflýst
atkvæðagreiðslu sem fram átti að fara
í dag um samninginn sem náðst hefur
við ESB um Brexit.
„Það er í raun allt í upplausn í
breskum stjórnmálum þegar kemur
að Brexit. Það er engin augljós leið
fram undan,“ segir Eiríkur Bergmann,
prófessor í stjórnmálafræði, um
málið. Hann segir blasa við að May
komi samningnum ekki í gegnum
þingið og því sé atkvæðagreiðslan
dregin til baka.
May sagðist meðvituð um að þing-
menn hefðu einna helst áhyggjur af
„backstop“-áætluninni, varúðarráð-
stöfun ef Bretum og ESB tekst ekki að
komast að niðurstöðu um hvernig
skuli hátta tollamálum svo ekki verði
þörf á sýnilegum landamærum milli
Norður-Írlands og Írlands. Óánægja
er með þessa ráðstöfun enda felur
hún í sér að Norður-Írar, einir Breta,
þyrftu áfram að lúta meginþorra
reglna tollabandalagsins. Á næst-
unni myndi hún leitast við að upp-
ræta þessar áhyggjur.
John Bercow, forseti þingsins og
samflokksmaður May, gagnrýndi
ríkisstjórnina harðlega og sagði það
ókurteisi að kippa málinu einhliða
af dagskrá þegar 164 þingmenn hafa
tekið þátt í umræðum.
Leiðtogar Skoska þjóðarflokksins
skoruðu á Jeremy Corbyn, leið-
toga Verkamannaflokksins, í gær að
leggja fram vantrauststillögu. Ljóst er
að staða May er nokkuð veik. Eiríkur
segir þó ekki hægt að útiloka að May
standi storminn af sér enda hefur hún
staðið af sér ótrúlegustu mál í valda-
tíð sinni. Að sama skapi, segir hann,
gæti hún fallið hvenær sem er. – þea
Allt í upplausn
í Bretlandi
Eiríkur
Bergmann,
prófessor í
stjórnmálafræði.
alÞInGI Ellert B. Schram varð í gær
elstur Íslendinga til að taka sæti á
Alþingi en hann situr nú sem vara-
þingmaður Samfylkingarinnar.
Ellert var fyrst kjörinn á þing árið
1971 en þá fyrir Sjálfstæðisflokkinn.
Þingmaðurinn segir að málefni eldri
borgara verði ofarlega á baugi hjá
sér meðan hann situr á þingi.
Þingseta Ellerts nú er komin til
vegna þess að Ágúst Ólafur Ágústs-
son hefur tekið sér tveggja mánaða
leyfi frá þingstörfum eftir að hafa
verið áminntur af siðanefnd Sam-
fylkingarinnar fyrir ósæmilega
framkomu við konu. Fyrsti og annar
varamaður Samfylkingarinnar í
kjördæminu, þau Jóhanna Vigdís
Guðmundsdóttir, framkvæmda-
stjóri hjá Háskólanum í Reykjavík,
og rithöfundurinn Einar Kárason,
gátu ekki tekið sæti nú. Því tók Ell-
ert sætið.
„Því var flett upp í dag að það
hefði enginn verið 79 ára gamall í
sögu þingsins. Hvorki fyrr né síðar.
Ég er nú nokkuð hreykinn af því að
vera sá elsti,“ segir Ellert. Elsti þing-
maður í sögunni var Sighvatur Árna-
son, bóndi í Eyvindarholti, en hann
var tæplega 79 ára gamall þegar
þingsetu hans lauk árið 1902.
Sem fyrr segir var Ellert kjörinn
fyrst á þing 1971, þá rétt rúmlega
þrítugur, en þá var hann yngstur
þingmanna. Hann sat á þingi til
1978 en missti þá sæti sitt. Hann
var kjörinn á ný 1983 og sat til 1987.
Árið 2007 var hann kjörinn á þing á
ný, þá fyrir Samfylkinguna, og sat til
ársins 2009. Í millitíðinni tók hann
sæti sem varamaður á árunum 2006
og 2007.
„Ég hef nú kannski ekki setið
nógu lengi þetta skiptið til að bera
saman þingið þá og nú. Upp til hópa
eru þingmenn gott fólk sem vill
vel og reynir að standa sig. Þannig
að andrúmsloftið er sams konar.
Helsti munurinn er kannski sá að
við höfðum ekki vínbari í nágrenni
þingsins á þeim tíma,“ segir Ellert.
Gert er ráð fyrir því að þingið fari
í jólafrí næsta föstudag en fjárlög
voru afgreidd fyrir helgi. Ellert, sem
er formaður Félags eldri borgara
í Reykjavík og nágrenni, gerir ráð
fyrir að þegar hann taki til máls
muni málefni aldraðra verða í fyrir-
rúmi.
„Það þarf að gagnrýna það að
greiðslur frá almannatryggingum
til eldri borgara hafa lítið hækkað.
Vonandi get ég messað yfir þinginu
og farið fram á það að fólk skilji
betur að of margir einstaklingar eru
í fátækt. Það þarf að koma til móts
við þetta fólk og rétta því hjálpar-
hönd,“ segir Ellert. joli@frettabladid.is
Elstur til að taka sæti á
þingi í Íslandssögunni
Ellert B. Schram varð í gær elstur Íslendinga til að setjast á þing. Þegar hann tók
fyrst sæti fyrir tæplega fimmtíu árum var hann yngsti þingmaðurinn sem náði
kjöri. Ellert vonast til að geta komið málefnum eldri borgara að inni á Alþingi.
Ellert sló á létta strengi með Viðreisnarmanninum Þorsteini Víglundssyni
yfir veiðigjaldaumræðunni í gærkvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI
Vonandi get ég
messað yfir þinginu
og farið fram á það að fólk
skilji betur að of margir
einstaklingar eru í fátækt.
Ellert B. Schram, varaþingmaður
Samfylkingarinnar
dÓMsMál Karlmaður var í Héraðs-
dómi Reykjavíkur fyrir tveimur
vikum dæmdur til að sæta viðeig-
andi meðferð á geðdeild. Hann var
fundinn sekur um tvær líkamsárásir
en ekki gerð refsing vegna þeirra
sökum sjúkdóms síns.
Fyrri árásin átti sér stað árið 2015
en þá sló hann mann margsinnis
með keðju svo af hlaust rifbrot, mar
á öxl og áverkar á búk. Í þeirri síðari
árið 2017 sló hann reiðhjólamann
ítrekað í höfuðið með áhaldi en ekki
er tekið fram hvers kyns það var.
Sannað þótti að maðurinn hefði
gerst sekur um árásirnar. Hins vegar
var það mat geðlækna að refsing
myndi lítt stoða. Meðferð hefði
bætt ástand ákærða mikið og mikil-
vægt væri að halda henni áfram. Var
hann því dæmdur til að sæta eftirliti
og meðferð geðlækna og fylgja fyrir-
mælum um lyfjameðferð. – jóe
Dæmdur til að
sæta meðferð
1 1 . d e s e M B e r 2 0 1 8 Þ r I ð j u d a G u r2 f r é t t I r ∙ f r é t t a B l a ð I ð
1
1
-1
2
-2
0
1
8
0
4
:2
6
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
1
B
2
-8
7
E
C
2
1
B
2
-8
6
B
0
2
1
B
2
-8
5
7
4
2
1
B
2
-8
4
3
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
B
F
B
0
4
0
s
_
1
0
_
1
2
_
2
0
1
C
M
Y
K