Fréttablaðið - 11.12.2018, Síða 19

Fréttablaðið - 11.12.2018, Síða 19
Hundakæti geymir dagbækur Ólafs Davíðssonar fræði­manns (1863– 1903) frá árunum 1881–1884, þegar Ólafur var nemandi í Lærða skólanum í Reykjavík og Háskól­ anum í Kaupmanna­ höfn. Þorsteinn Vil­ hjálmsson, fræðimaður og þýðandi, annast þessa útgáfu og skrifar ítarlegan formála um Ólaf, dagbækurnar og tíðarandann. Hvers vegna vakti saga Ólafs Davíðssonar áhuga þinn? „Ég heyrði að þessi dagbók hefði áður komið út, árið 1955 – en þá ritskoðuð. Ég varð að leiðrétta það!“ Á þessi saga erindi við nútímann og þá hvers vegna? „Já, ekki bara lýsir Ólafur sínum samtíma á óvenju hreinskilinn hátt, heldur er þetta líka einstök heimild um hinsegin menn­ ingu á Íslandi.“ Um hvað hugsuðu ungir menn á ofan- verðri 19. öld? „Hálfbjóra og vínarbrauð, próf og nám, ástir og kynlíf – og rosalega mikið um raunsæisbók­ menntir …“ Hvernig mynd dregur Ólafur upp af Reykjavík? „Reykjavík var ört vaxandi bær. Fyrir Ólafi var þetta nýr raunveru­ leiki – vísir að borg eins og aldrei hafði áður sést hérlendis.“ Hvað er það sem má segja núna en mátti ekki segja frá í dagbók- unum sem voru gefnar út árið 1955? „Fyrir utan krassandi bæjar­ slúður um framhjáhöld og fyllerí efristéttarinnar er það aðallega ástarsamband Ólafs við skóla­ bróður sinn, Geir Sæmundsson.“ Hvers virði er það í dag að eiga þessar heimildir um samkynhneigð og hvaða viðhorf birtust í dagbók- unum hvað það varðar? „Það er ótrúlega mikils virði að eiga þessa heimild, enda segir hún okkur óvænta sögu. Samband Ólafs og Geirs virðist vera algjör­ lega sjálfsagt – enginn samnem­ enda Ólafs kippir sér upp við það. Það bendir til þess að samkynja ástir hafi notið viss samþykkis, allavega innan Lærða skólans. Er það ekki stórmerkilegt?“ Hundakæti – óritskoðuð dagbók Þorsteinn heyrði að dagbók Ólafs Davíðssonar hefði komið út árið 1955 en þá ritskoðuð og varð að leið- rétta það. Ég horfi í spegil og er ánægður með manninn sem ég sé. Fólk eins og ég, sem er nánast fleygt í ruslatunnuna, endar gjarnan í fangelsi eða í ræsinu. Ekki ég. Ég á fallega konu og yndisleg börn. Ég vann í fjölskyldulottóinu.“ Þetta segir Hasim Ægir Khan í bókinni Hasim, eftir Þóru Kristínu Ásgeirsdóttur. Hasim veit um hvað hann er að tala. Hann var borinn út sex ára á Indlandi og látinn týnast í stórborginni Kalk­ útta. Fram að tólf ára aldri hraktist hann frá einum stað til annars, enda umkomulaus einstæðingur. Hann var ættleiddur til Þorláks­ hafnar tólf ára en nýju foreldrarnir gáfust upp eftir rúmt ár. Hann varð þá aftur einstæðingur, núna á Íslandi. Bókin Hasim er á köflum eins og átakanleg spennusaga, en hún er líka eins og ævintýri, enda segir elsti sonur Hasims að hann hafi meira litið á föður sinn sem ævintýrapersónu en pabba. En húmorinn er samt aldrei langt undan, enda er Hasim enginn venjulegur strákur. Lesandinn fylgir Hasim eftir allt frá bernskuheim­ ilinu í Gömlu­Delí og götunni í Kalkútta til Þor­ lákshafnar, þar sem hans bíða allsnægtir, en nýja lífið tekur snögglega enda. Hann lendir nánast í ræsinu á unglingsár­ unum þegar hann þarf að glíma við sína eigin fortíðardrauga og við fylgjum honum eftir til Indlands, þar sem hann leitar uppi fjölskyldu sína sem hann varð viðskila við í upphafi bókarinnar. Þóra Kristín Ásgeirsdóttir, höfundur bókarinnar, er löngu þjóðkunn fyrir skrif sín og störf við fjölmiðla. Hún kynntist Hasim þegar hann var unglingur en ákvað í fyrra að leita hann uppi og fá hann til að segja sögu sína. Bókin Hasim er byggð á frásögn Hasims og fjölda annarra sem kynntust honum á þessari ótrúlegu vegferð götustráks í Kalkútta og Reykjavík. Líf sem er ævintýri líkast Þóra Kristín kynntist Hasim þegar hann var einstæður unglingur. Í bókinni Heiður, eftir Sólveigu Jónsdóttur, er sagt frá fjölskyldu í Reykjavík í byrjun 9. ára­ tugarins. „Mamman er íslensk en pabbinn er norður­írskur og saman eiga þau tvö börn, Dylan og Heiði,“ segir Sólveig. „Einn daginn tekur pabbinn drenginn og stingur af til Norður­Írlands til að blanda sér í átökin sem voru í gangi þar og mæðgurnar sitja eftir. Tæpum 30 árum seinna hefur Dylan samband við Heiði og biður hana um að koma og hjálpa sér. Þá eru foreldrarnir báðir látnir og það er fullt af spurningum varðandi þennan tíma ósvarað,“ segir Sólveig. „Hún fer til Írlands og þá hefst atburðarás þar sem þau fara að gera upp fortíðina og komast að sannleikanum til að geta haldið áfram með lífið. Ég tók masterspróf í þjóðernishyggju og þjóðernisátökum og lagði áherslu á mál Norður­Írlands í því námi. Námið fór fram í Skot­ landi og þar kynntist ég mörgum Norður­Írum, sem kynntu mér nýja hlið á þessum átökum og hvernig þau hafa áhrif á fólk enn í dag,“ segir Sólveig. „Mig langaði til að skrifa þessa bók til að segja hversdagslegar sögur frá þessum tíma sem eru þó ansi hrika­ legar og til að fjalla um hvernig fólk og samfélag jafnar sig eftir stríð. Þetta er að stærstum Þarft að gera upp fortíðina Bókin Heiður byggist að mestu á sönnum atburðum í lífi Norður-Íra sem Sólveig kynntist í námi. Mér er efst í huga þakk­læti fyrir að hafa getað skrifað þessa bók,“ segir rithöfundurinn Þórunn Jarla Valdimarsdóttir um nýjustu bók sína Skúli fógeti – faðir Reykjavíkur. „Þetta er saga frá átjándu öld. Hún fær góðar móttökur, rokselst og er tilnefnd. Þá er tilganginum náð og tilveruréttur minn endurnýjaður. Það sem lætur mig tikka, eins og aðra sem skrifa sögu­ legar bækur fyrir almenning, er full­ vissan um það hve mikið það víkkar og dýpkar tilveruna að þekkja liðinn tíma. Átjánda öldin lifnar í Skúlabók, því ég vinn þannig með heimildir. Lýg engu, engin leið er að taka sagn­ fræðinginn, frekar en lækninn, úr manninum.“ Af sömu ástæðu tileinkar Þórunn bókina Ragnheiði Þorláks­ dóttur sem gerði það að ævistarfi að byggja Sögufélag við Fischer­ sund upp, að hvatningu Björns Þorsteinssonar sagnfræðings. „Sögufélag var félagsheimili fræðanna, bókabúð þar sem ganga mátti að öllum sögulegum bókum og tímaritum í hillu og alltaf var ókeypis heitt á könnunni. Við Egg­ ert Þór Bernharðs­ son heitinn vorum á sömu línu og þau, vildum koma sögunni til fólksins. Við hittumst í sagnfræðinámi og ólum hvort annað upp. Hann skrifaði bækur um Reykja­ víkursögu, og talaði með dásamlegum myndum. Bragga­ bókin og Sveitin í sálinni hafa skilað sér til þúsunda lesenda. Það er ein­ hvers virði að deyja á þeim vígvelli eftir að hafa ofreynt sig við það að draga fortíð til sam­ tíðar. Enda er þessi svokallaða núvitund fúl og skerandi raunsæi. Draumurinn bregst aldrei. Ég lifi fyrir drauminn og það að miðla honum,“ segir Þórunn sem er með nokkur fleiri bókaegg í maganum. „Ég vona að almættið spari mig til þess að vera áfram brú milli draums og lesenda.“ Dýpkar tilveruna að þekkja liðna tíð „Það sem lætur mig tikka, eins og aðra sem skrifa sögulegar bækur, er full- vissan um hve mikið það víkkar og dýpkar tilveruna að þekkja liðinn tíma.“ hluta byggt á sönnum atburðum úr lífi fólksins sem ég kynntist. Norður­Írland er eiginlega næsti nágranni okkar en samt eru afleiðingar átakanna þar lítið í umræðu í dag. En hvort sem það er þjóðfélag eða ein lítil fjölskylda sem er að jafna sig eftir átök er mikilvægt að gera málin upp og sópa hlutum ekki undir teppi og ætla að fara þetta á hörkunni,“ segir Sólveig. „Það kann ekki góðri lukku að stýra til langframa.“ KYNNINGARBLAÐ 3 Þ R I ÐJ U DAG U R 1 1 . d e s e m b e r 2 0 1 8 BÓKAJÓL 1 1 -1 2 -2 0 1 8 0 4 :2 6 F B 0 4 0 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 1 B 2 -9 1 C C 2 1 B 2 -9 0 9 0 2 1 B 2 -8 F 5 4 2 1 B 2 -8 E 1 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 4 0 s _ 1 0 _ 1 2 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.