Fréttablaðið - 11.12.2018, Síða 34

Fréttablaðið - 11.12.2018, Síða 34
Hlutir sem ættu að snúa aftur á Laugaveginn LiverpooL Draumaheimur íslenskra barna og ein merkilegasta dótabúð sem hér hefur verið. Það er fátt skemmtilegt á Laugaveginum eins og hann er núna og dótabúð myndi svo sannarlega lita búðaflóruna þar fallegum litum. Löwenbräu Fyrsta daginn eftir að bjórbanninu lauk fengust fimm bjórtegundir í Vínbúðum í Reykjavík, Egils Gull, Sanitas Pilsner og Lageröl, Bud- weiser og Löwenbräu. ÁTVR-búðin í miðbænum er miðuð að ferða- mönnum og það er lítið um Löw enbräu. Reyndar finnst þessi goðsagnakenndi bjór ekki í hillum ÁTVR. Ameríski barinn er til, írski barinn og sá danski en hvar er sá þýski? Nostalgía í hverjum sopa. Yfirvaraskegg Lostakústar Toms Sell- eck, Freddys Mercury, Tobba Jens og Marteins Geirssonar voru ekkert minna en stórkostlegir. Ekki væri úr vegi að bjóða upp á sérstakt lostakústa- horn á hár- og rakarastofum Laugavegarins. Þar væri líka hægt að fá sítt að aftan, permanent og aðrar geggjaðar greiðslur fortíðar. afaskYrturnar Pearl Jam og grunge-lúkkið er van- metin snilld. Vissulega hægt að finna þessar skyrtur einhvers staðar en það mætti vera sér- stakt horn í Vinnufata- búðinni með þessum óð til fortíðar. raftækin Þegar Don Cano tröllreið tískunni hér heima voru barnapíur sjón- varpsins að ryðja sér til rúms. Sinclair Spectrum, Binatone- tölvan, PC 386, Commo- dore og Amstrad ættu auðvitað að eiga sitt horn í Tiger. Nin- tendo selur litlu nostalgíutölvuna sína og það vilja allir horfa aðeins til fortíðar – helst með túbu- sjónvarpi. spiLavinir Spilavinir eru í Faxafeni. Þar er stórkostlegt að koma og vera. En Trivial Pursuit finnst ekki í búðar- hillum lengur. Stórkostlegasta fjöl- skylduspil allra tíma. Trúlega eru spurningaspil liðin tíð en hver vill ekki fá sömu spurninguna aftur og aftur og vinna með örlitlu svindli? DvD-Diskurinn Hver saknar ekki DVD-disksins? Ekki hægt að spóla yfir kynningar sem var troðið upp á neytandann og hann varð að vera í ákveðnu „region“! Sumir eiga reyndar enn sinn DVD-spilara – sem er merkilegt. Það þyrfti reyndar að vera myndbandaleiga á Laugavegi, sem er ekki – fyrir utan DVD-barnamyndahornið í Bónus. Don Cano er komið aftur og er nýja línan nú fáanleg í verslun á Laugaveginum. Margir hugsa hlýtt til Don Cano enda tók þjóðin ástfóstri við merkið á sínum tíma. Fréttablaðið tók saman nokkra góða hluti og búðir sem ættu að íhuga endurkomu – líkt og fatamerkið. Don Cano tröllreið íslensku samfélagi í árdaga. Merkið er komið aftur – aðlagað að nútímanum. 1 1 . d e s e m b e r 2 0 1 8 Þ r I Ð J U d A G U r20 l í f I Ð ∙ f r É T T A b l A Ð I Ð Lífið 1 1 -1 2 -2 0 1 8 0 4 :2 6 F B 0 4 0 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 1 B 2 -9 B A C 2 1 B 2 -9 A 7 0 2 1 B 2 -9 9 3 4 2 1 B 2 -9 7 F 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 4 0 s _ 1 0 _ 1 2 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.