Fréttablaðið - 31.12.2018, Blaðsíða 6
Snorri er falleg terta þar sem
marglitar kúlur með hala skjótast
upp og springa í stór blóm sem
að glitra eins og glimmer á
himninum. Mjög falleg kaka.
Þú færð Snorra á næsta
flugeldamarkaði björgunarsveitanna
skot
50
SEK
3
5
7
80
kg
útsalan
er hafin
allt að 72%
afsláttur
30 daga skilaréttur
Við bjóðum skilarétt á öllum gjöfum
til 24. janúar. Nánar á elko.is.
GEIRFINNSMÁL Venju samkvæmt fer
orðuveiting fram á Bessastöðum á
morgun, nýársdag. Orðuveitingar
standast misvel tímans tönn. Þeirra
á meðal er orðuveiting til sex Þjóð-
verja árið 1977 sem vert er að rifja
upp með tilliti til þeirra tímamóta
sem urðu í Geirfinnsmálinu á árinu
sem er að líða með sýknu fimm
þeirra sem sakfelldir voru fyrir aðild
að hvarfi Guðmundar og Geirfinns
Einarssona.
„Abtilungsprasident a.D. Karl
Schütz hefur starfað ásamt Rann-
sóknarnefnd í Sakadómi og unnið
að lausn hins svokallaða Geirfinns-
máls. Eins og skýrt var frá á blaða-
mannafundi í Sakadómi Reykja-
víkur 2. febrúar 1977 er mál þetta nú
leyst og þrír menn hafa játað að hafa
orðið Geirfinni Einarssyni að bana.“
Þannig hefst erindi til orðunefnd-
ar dagsett 15. febrúar 1977, með til-
lögu um að hinn þýski rannsóknar-
lögreglumaður Karl Schütz verði
sæmdur fálkaorðu í þakklætisskyni
fyrir lausn Geirfinnsmálsins, auk
þýsks ráðuneytisstjóra, yfirmanns
þýsku rannsóknarlögreglunnar og
tveggja þýskra vísindamanna sem
veittu tæknideild lögreglunnar
aðstoð.
Erindið, sem birt er í heild á
frettabladid.is er undirritað af
þáverandi ríkissaksóknara og vara-
ríkissaksóknara Þórði Björnssyni
og Hallvarði Einvarðssyni, Halldóri
Þorbjörnssyni yfirsakadómara, Erni
Höskuldssyni dómarafulltrúa og
Pétri Eggertz sendiherra. Sá síðast-
nefndi túlkaði fyrir Karl Schütz hér
á landi.
Í bréfinu er þess getið að Schütz
hafi ekki aðeins stuðlað að lausn
Geirfinnsmálsins heldur einnig
skólað íslenska rannsóknarlög-
reglumenn til og aðstoðað við lausn
annarra mála, þeirra á meðal svo-
kallaðs Miklubrautarmorðs.
Athygli vekur að erindið var sent
til orðunefndar tveimur vikum
eftir frægan blaðamannafund sem
haldinn var í Sakadómi Reykjavíkur
2. febrúar 1977 þar sem Karl Schütz
kynnti lausn Geirfinnsmálsins fyrir
fjölmiðlum. Í bréfi frá sendiráði
Íslands í Bonn, sem fékk tillöguna
til umsagnar, segir meðal annars:
„Sendiráðið er algerlega sammála
ráðuneytinu, að Karl Schütz eigi
fullkomlega skilið að fá Íslensku
fálkaorðuna og það stórriddara-
kross.“
Þegar á þessum bréfasendingum
stóð var hvorki búið að birta mönn-
um ákærur né fella dóma á málin.
Þann 15. júlí 1977 sæmdi forseti
Íslands Karl Schütz stórriddara-
krossi hinnar íslensku fálkaorðu
fyrir aðstoð við lausn Geirfinns-
málsins, níu dögum eftir að Kristján
Viðar Júlíusson dró játningu sína í
málinu til baka og rúmum fimm
mánuðum áður en dómur féll í
málinu.
Ráðning þýska rannsóknarlög-
reglumannsins Schütz hefur helst
verið tengd við pólitískan þrýsting
á lausn málsins. Rannsókn þess var
í miklum hnút á fyrri hluta ársins
1976 og fjöldi manns sat í gæslu-
varðhaldi í Síðumúlafangelsi. Auk
ungmennanna sem handtekin
voru í lok ársins 1975 höfðu fjórir
menn bæst í hópinn; svokallaðir
Klúbbmenn. Í byrjun febrúar þess
árs hófst mikil atlaga að Ólafi
Jóhannessyni dómsmálaráðherra
bæði á síðum dagblaðsins Vísis og
í umræðum á Alþingi. Var ráðherra
sakaður um óeðlileg afskipti af mál-
inu í þágu svokallaðra Klúbbmanna.
Málið varð hið óþægilegasta fyrir
Ólaf en mörg spjót stóðu á ríkis-
stjórninni um þessar mundir og
lausn málsins varð mikið pólitískt
kappsmál.
Ólafur beitti sér því fyrir því að
fá aðstoð að utan og gekk sjálfur frá
ráðningu Karls Schütz, þýsks rann-
sóknarlögreglumanns, sem kominn
var á eftirlaun. Schütz kom til lands-
ins í lok júlí og vann að rannsókn
málsins um átta mánaða skeið.
Sjálfur sagði Schütz síðar að hann
hefði verið ráðinn til Íslands til að
bjarga ríkisstjórninni frá falli.
Af bréfum og öðrum gögnum
orðunefndar sem varðveitt eru á
Þjóðskjalasafni má sjá að farið var
að viðra hugmyndir um að sæma
Þjóðverjann fálkaorðu nokkru fyrir
lausn málsins. Í óundirrituðu bréfi
til dómsmálaráðherra lýsir bréf-
ritari fyrirheitum sem hann hafði
gefið Þjóðverjunum um orður tæk-
ist þeim að leysa málið.
adalheidur@frettabladid.is
Schutz fékk fálkaorðu
vegna Geirfinnsmálsins
Bréf sem varðveitt eru á
Þjóðskjalasafni sýna að-
draganda þess að þýski
rannsóknarlögreglumað-
urinn Karl Schütz var
sæmdur fálkaorðu fyrir
fjórum áratugum ásamt
fimm öðrum Þjóðverjum
fyrir að leysa Geirfinns-
málið. Fyrirheit um
orður voru gefin áður en
rannsókninni lauk.
„Mér finnst ég verði að reyna að standa við gefin loforð“
Óundirritað bréf til Ólafs Jóhannes-
sonar dómsmálaráðherra, dagsett
17. febrúar 1977:
Kæri Ólafur,
Ég minntist á það við þig að ég
hefði haft orð á því við Þjóðverjana
sem unnið hafa hér heima og í
Wiesbaden að lausn Geirfinns-
málsins, að tækist að leysa þetta mál
myndi ég reyna að koma því til leiðar
að þeir yrðu sæmdir fálkaorðunni.
Ég skildi þig svo að þú hefðir ekk-
ert á móti þessu eftir að búið væri að
leysa Geirfinnsmálið. Nú er búið að
halda blaðamannafund í Sakadómi
Reykjavíkur þar sem skýrt var frá
niðurstöðu rannsóknarinnar.
Mér finnst ég verði að reyna að
standa við gefin loforð og hef skrifað
orðunefnd. Ég sendi ljósrit af bréfi því
sem sent verður orðunefnd svo að
þú fylgist með þessu.
Ég hef skýrst utanríkisráðherra
og ráðuneytisstjóra utanríkisráðu-
neytinu frá þessu. Mér finst rétt að
skýra þér frá hvar ég verð á næstunni
ef hafa þyrfti samband við mig í
sambandi við störf mín í Sakadómi
Reykjavíkur.
Sunnudaginn 27. febrúar fer ég
til Parísar þar sem ég mun sitja tvo
fundi. Jafnframt mun ég taka mér
tveggja vikna frí erlendis. Byrja að
starfa aftur í utanríkisráðuneytinu
mánudaginn 19. mars.
Þinn einlægur.
Hinn þýski Karl Schütz kynnti lausn Geirfinnsmálsins á blaðamannafundi í Sakadómi Reykjavíkur 2. febrúar 1977.
Orður veittar:
Stórkross
Dr. Siegfried Fröhlich
Stjarna stórriddara
Dr. Horst Herold
Stórriddarakross:
Dr. Christfried Leszynski
a.D. Karl Schütz
Horst-Hilmar Driesen
Dr. Ekkehard Kissling
Save the Children á Íslandi
3 1 . D E S E M B E R 2 0 1 8 M Á N U D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
3
1
-1
2
-2
0
1
8
0
4
:4
4
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
7
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
1
E
C
-C
E
9
4
2
1
E
C
-C
D
5
8
2
1
E
C
-C
C
1
C
2
1
E
C
-C
A
E
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
B
F
B
0
4
8
s
_
3
0
_
1
2
_
2
0
1
C
M
Y
K