Fréttablaðið - 31.12.2018, Blaðsíða 16
Frá degi til dags
Halldór
ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Einar Þór Sverrisson FORSTJÓRI: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir ÚTGEFANDI: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is
RITSTJÓRAR: Kjartan Hreinn Njálssson kjartanh@frettabladid.is, Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is, MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ.IS: Sunna Karen Sigurþórsdóttir sunnak@frettabladid.is.
Fréttablaðið kemur út í 85.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum
án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is
MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is
Kristín
Þorsteinsdóttir
kristin@frettabladid.is
Verum
þakklát um
áramótin.
Hættum
þrasinu um
stund.
Ljóst er að
kennarar eru
í lykilhlut-
verki við að
efla tungu-
málið okkar.
OKKAR VINSÆLA
ÚTSALA
40%
AFSLÁTTUR AF
ÖLLUM ÚTSÖLUVÖRUM
Laugavegi 26
HEFST 2. JANÚAR KL.12!
Bílslysið hræðilega á Suðurlandi er áminn-ing um að allt er í heiminum hverfult. Fórnarlömbin eru ungar fjölskyldur með allt lífið fram undan. Á einu augnabliki var stoðunum kippt undan tilveru þeirra.Við svona tíðindi verða þrætuepli hvers-
dagsins smá. Fyllerísraus þingmanna á öldurhúsi skipta
litlu. Það snerist hvorki um líf né limi – aðeins hugar-
heim þjóðkjörinna gasprara og orðspor þeirra sjálfra.
Sama gildir um mörg önnur úrlausnarefni. Helstu
fjölmiðlamálin hafa snúist um flugfélög og kjaravið-
ræður. Hvort tveggja eru mikilvæg mál sem botn þarf
að fást í, en þau snúast ekki um heill og hamingju.
Ísland verður áfram byggt þótt hægist á straumi
ferðamanna um stund, og þótt þrasað verði um kjara-
mál eitthvað fram á vorið.
Stundum þurfum við að muna að vera þakklát fyrir
það sem okkur er gefið. Við búum í öruggu landi og
njótum stöðugleika í stjórnmálum þótt sitt sýnist
hverjum. Hörmungar á borð við styrjaldir, skipulagða
kúgun og hungursneyð þekkjum við ekki.
Nánast hvergi á byggðu bóli ríkir meiri jöfnuður,
hvort sem litið er til eigna eða meðaltekna. Við erum
ofarlega á flestum listum sem mæla lífsgæði. Fátækt er
hverfandi – þótt vitaskuld þurfi að rétta hlut þeirra sem
minnst bera úr býtum. Þar er verk að vinna.
Við búum við nokkuð traust heilbrigðiskerfi og
skólakerfið er gott á nánast alla mælikvarða. Okkur
hefur tekist að búa til gott samfélag þótt ekki sé það
gallalaust.
Hæfileikafólk finnur sér farveg. Sigrar í listum og
íþróttum, sem heimsbyggðin tekur eftir, vitna um það.
Við erum í fremstu röð í jafnréttismálum, þótt brýnt sé
að halda baráttunni áfram. Hér ríkir tjáningarfrelsi og
öflugir fjölmiðlar eru starfræktir. Vandamál okkar eru
í flestum samanburði fremur smávægileg – svokölluð
fyrsta heims vandamál.
Þrátt fyrir þetta má ekki gleymast að hér er fólk sem
á um sárt að binda. Góð staða almennt ætti að gera
okkur auðveldara að koma til móts við þá sem höllum
fæti standa. Við eigum þrátt fyrir allt ekki svo langt í
land.
Voveiflegir atburðir minna okkur reglulega – því
miður alltof oft – á ótrúlegar dáðir björgunarsveitanna.
Þrautþjálfaðir sjálfboðaliðar þeirra eiga sér fáar hlið-
stæður og vekja aðdáun um lönd og álfur.
Sitt sýnist hverjum um blys og flugelda og himinháar
fjárhæðir sem fuðra upp um hver áramót. Þar togast á
sjónarmið, sem sum eru ný í umræðunni. En hvað sem
öðru líður: peningarnir eru ekki „brenndir“ til einskis
– þeir eru lítið iðgjald fyrir frábæra þjónustu sem við
getum ekki verið án.
Verum þakklát um áramótin. Hættum þrasinu um
stund.
Gleðilegt nýtt ár.
Hættum
þrasinu
Í kvöld tökum við á móti nýju ári og kveðjum við-burðaríkt ár sem hefur einkennst af skemmtilegum og krefjandi áskorunum. Á slíkum tímamótum
staldrar fólk gjarnan við og lítur yfir farinn veg. Á árinu
sem er að líða hefur íslenskan verið sett í öndvegi í
opinberri stefnumótun og einnig hjá atvinnulífinu.
Vaxandi áhrif tölvu- og samskiptatækni á daglegt líf
krefjast aðgerða til að tungumál, líkt og okkar, séu
gjaldgeng í nútímasamskiptum. Stjórnvöld kynntu
heildstæða áætlun til þess að styrkja stöðu íslenskunn-
ar og tryggja að hún verði áfram notuð á öllum sviðum
þjóðlífsins.
Mikilvægt skref var stigið á þeirri vegferð í mánuð-
inum þegar Alþingi samþykkti frumvarp um stuðning
við útgáfu bóka á íslensku. Það felur í sér 25% endur-
greiðslu vegna beins kostnaðar við útgáfu íslenskra bóka
en áætluð framlög eru um 400 milljónir kr. á ári. Að auki
verður stofnaður sérstakur barna- og unglingabókasjóður.
Einn angi þess að efla íslenskuna snýr að fjölmiðlum en
þeir gegna mikilvægu hlutverki við miðlun upplýsinga og
sem vettvangur skoðanaskipta. Rekstrarumhverfi þeirra
er hins vegar erfitt. Við þessu ætlum við bregðast en á vor-
þingi mæli ég fyrir frumvarpi um stuðning við einkarekna
fjölmiðla sem mun gera þá betur í stakk búna til að miðla
vönduðu fréttaefni á íslensku og efla þannig lýðræðislega
umræðu. Við viljum gera íslenskuna gjaldgenga í staf-
rænum heimi en á árinu var hrint af stað verkáætlun um
máltækni. Í því felst að þróa tæknilausnir sem munu gera
okkur kleift að eiga samskipti við tækin okkar á íslensku.
Áætlunin er að fullu fjármögnuð en áætlaður kostnaður
við hana er 2,2 milljarðar kr.
Á skólamálaþingi Kennarasambands Íslands í haust var
skrifað undir viljayfirlýsingu um að hrinda í framkvæmd
vitundarvakningu um mikilvægi íslensks máls. Þetta
rímar meðal annars við þingsályktunartillögu í 22 liðum
um eflingu íslenskunnar sem ég mælti fyrir nýverið. Ljóst
er að kennarar eru í lykilhlutverki við að efla tungumálið
okkar og því taka stjórnvöld frumkvæðinu fagnandi. Að
því sögðu óska ég landsmönnum öllum gleðilegs nýs árs
og þakka fyrir viðburðaríkt ár sem er á enda.
Sókn íslenskunnar
Lilja
Alfreðsdóttir
menntamála-
ráðherra
Í afneitun á áramótum
Upp er runninn þessi einkennilegi
dagur þar sem Íslendingar láta
eins og það sé eðlilegt að fjár-
magna þurfi almannavarnakerfið
með kaupum á mengandi flug-
eldum. Á nýársnótt um síðustu
áramót leituðu 60 manns á bráða-
móttöku vegna flugeldamengunar
eða flugeldaslysa, svona eins og að
náttúruhamfarir hefðu átt sérstað.
Mörgum fannst nóg komið eftir
hamfarir síðustu áramóta, nema
talsmönnum Landsbjargar sem
sögðu það bara alls ekkert víst að
flugeldunum væri um að kenna
og freistuðu þess að finna aðra
orsök en þessi 600 tonn af púðri
sem fírað var upp. Lítið bólar á
snilldarlausn björgunarsveitanna.
Furðu fjölmenn stétt
Það vakti töluverða athygli hversu
margir íþróttafréttamenn höfðu
atkvæðisrétt í kjöri um íþrótta-
mann ársins. Formaðurinn,
Eiríkur Stefán Ásgeirsson, til-
kynnti að 30 íþróttafréttamenn
hefðu kosið sem þýðir að nánast
hver og einn sem skrifar um
íþróttir fær að kjósa. Skiptir þá
engu hvort það séu vefsíður eða
starfsmenn í hlutastarfi.
Kristjana Arnarsdóttir, íþrótta-
fréttakona á RÚV, var í einkenni-
legri stöðu en kærasti hennar,
Haraldur Franklín, var í kjörinu
eftir frábært ár í golfinu. Krist-
jana opinberaði það á samfélags-
miðlum að hún hefði kosið Söru
Björk. kjartanh@frettabladid.is
3 1 . D E S E M B E R 2 0 1 8 M Á N U D A G U R16 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
SKOÐUN
3
1
-1
2
-2
0
1
8
0
4
:4
4
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
1
E
C
-C
4
B
4
2
1
E
C
-C
3
7
8
2
1
E
C
-C
2
3
C
2
1
E
C
-C
1
0
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
B
F
B
0
4
8
s
_
3
0
_
1
2
_
2
0
1
C
M
Y
K