Stjarnan - 01.06.1930, Blaðsíða 2

Stjarnan - 01.06.1930, Blaðsíða 2
82 STJARNAN SPURNINGA-KASSINN Kœri Mr. Guðbrandsson! — Eg he.fi heyrt sáttmálana nefnda í ritum og rœð- um, en aldrc-i hefi ég getað fcngið neiuar upplýsingar þessum sáttmálmn viðvíkj- andi, hvorki hjá frœðimönnmn, né hjá öðrum, Hvar eru sáttmálarnir nef ndir í Ritningunnif Hvenær, hvcrnig og í hvctða tilgangi voru þrir gerðirf Nýtízku prestaefnin fá ekki frekar en maSurinn í tunglinu uppfræðslu um þetta atriSi á námsárum sínum, svo far þú eng- urn hörðum orðurn um það, þvi það er ekki þeim að kenna að þeir engar upp- lýsingar geti gefið fólkinu þessu viðvíkj- andi, heldur þvi trúkerfi, sem hefir tekið á sig þá álbyrgð að framleiða kennimenn, er hafa pinulitla yfirborðsþekkingu á Ritningunni. Þess vegna villast þeir, segir Jesús, þar eð þeir hvorki þekkja Ritningarnar né rnátt Guðs. Matt. 22: 29. Sá, sem ekki þekkir Ritningarnar, getur aldrei til fulls þekt mál Guðs, og sá, sem ekki þekkir frelsunarkraft Guðs, verður einungis nokkurskonar andlegur páfagaukur, er talar um það, er hann hefir heyrt aðra ségja, en getur ekki talað af persónulegri reynslu og þekkingu á Ritningunum, því að hvorug er til hjá honum. Gamli sáttmálinn var gerður hjá Sínaí-f jalli í Arabíu árið 1491 fyrir Krists burð, eða 2513 árum eftir sköpun heirns- ins. Var það árið sem ísraelsmenn voru af Kristi leiddir út úr þrældóminum á Egyptalandi. Sáttmáli er sámningur, sem gerður er milli tveggja málsaðilja eða fleiri. Sátt- máli er gerður um vissan hlut, sem heldur áfrarn að vera til, þótt sáttmálinn verði rofinn. Til þess aö allir geti skilið þetta, skulum vér taka einfalt dæmi, áður en vér förum að útskýra sáttmálann, sem Guð gerði við fsraelsmenn i eyðimörk- inni. Maður enokkur er nefndur GuSmund- ur og á hann fyrirtaks jörð. A henni eru góðar byggingar ásamt skepnum og öllum akuryrkjuverkfærum. Þessi jörð er til leigu. GTngur maður nokkur er nefndur Úlfljótur. Hann kernur frá íslandi með fjölskyldu sinni og leigir jörðina af Guömundi. Gera þeir sarnn- inga (sáttmála) sín á'milli. Úlfljótur fær jörðina með þeim skilyrðum að hann sái hveiti í 80 ekrur, byggi í 30 ekrur og höfrum í 50 ekrur. Á Guð- rnundur að hafa þriöjung af uppskerunni í leigu. Úlfljótur lofar öllu þessu með handsali og skrifar undir samningana. Að því búnu fer Guðmundur heim til sín og Úlfljótur fer að vinna á ökrunum, en af því hann gaf hestunum ekki nóg að éta, gáfust þeir upp áður en hann var búinn aö koma öllu sæðinu i jörðina. En Úlfljótur lét sér það í léttu rúmi liggja og skrifaði ekki Guðmundi orð urn bú- skap sinn. Seinni part júlímánaðar, þegar alt stendur í blóma, tekur Guð- mundur sér ferð á hendur, ekur í bíl sin- urn til að skoða landið. Hann verður þá var við að Úlfljótur hefir ekki sáð hveiti nema i 60 ekrur, byggi í 20 ekrur og höfrurn í 30 ekrur. Guðmundur fer heim að húsinu, til að ná tali af Úlfljóti, og verður hann þar einnig var við van- hirðingu á mörgu. Hann spyr nú Úlf- ljót hvers vegna hann hafi ekki unnið jörðina samkvæmt samningum. Úlf- ljótur fer að kvarta undan því, að hann hafi ekki haft nóg af höfrurn handa hest- unum og höfðu þeir þess vegna gefist upp áður en hann var búinn að koma sæðinu í jörðina. Guðmundur sagði þá að hann hefði átt að skrifa honurn línu og látið hann vita þetta, svo myndi hann hafa hjálpað honum. Hann segir honurn enn betur til, en hann hafði gert um vorið og lofar að hjálpa honum í framtíðinni, ef hann einungis tilkynni sér. Þeir skilja. Framh. á bls. 91

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.