Stjarnan - 01.06.1930, Síða 9

Stjarnan - 01.06.1930, Síða 9
STJARNAN 89 ef hann skyldi deyja, þá ætti ég aÖ vera enn áhyggjufyllri yfir sáluhjálp .minni. Eg tók hann inn í káetuna til mín og lét hann i kojuna við hliðina á minni rekkju, til þess aö ég gæti litið toetur eftir honurn. Og ég skipaði þeim, sem vöktu yfir hon- urn á nóttunni, að vekja mig ef þeir sæju nokkra breytinga á honum. Eg vaknaði næsta morgun laust eftir birtingu. Það fyrsta sem kom mér til hugar var Christoffer. Eg rétti út höndina og strauk henni um enni hans. Það var kalt. Eg fann að hann var þegar dauður. Eg kallaði á vökumanninn og sagði við hann. "Christoffer er dáinn, hvers vegna vaktir þú mig ekki ?” Hann svaraði “Eg var hjá* honum fyrir hálfum klukkutíma og gaf honum meðal, en sá þá enga breytingu á honum.” Aumingja Christoffer var nú lagður út á þilfarið og að lokurn saumaður inn í segldúk og var þungur sandpoki lát- inn til-fóta. Þegar við höfðum ákveðið tírnann fyrir greftrunina, fór ég að verða órólegur yfir því, sem ég áleit skyldu rnína. Eg fann að ég var syndari í aug- um Guðs og það myndi vera mér órnögu- legt að gera bæn opinberlega. En samt sem áður gat ég ómögulega fengið mig til að sökkva þessum aumingja manni í sjóinn, án þess að hafa nokkra kristilega athöfn. Meðan ég var að ígrunda hvað ég ætti að gera, kom brytinn og spurði mig, hvort mig langaði til að fá bæna- bók af því tagi, sem notað er í ensku þjóðkirkjunni. “Já,” sagði ég, “hefir þú eina?” “Já.” “Gerðu svo vel að láta mig sjá hana.” Þetta var einmitt bókin, sem ég þurfti með, því þegar ég var á brezku herskip- unum, hafði ég oft heyrt skipsprestana lesa bænir í þesskonar íbók, þegar látnir siglingamenn voru greftraðir. En þetta var fyrsta greftrunin, sem hafði átt sér stað síðan ég var orðinn skipstjóri. Eg opnaði bókina og fann þar bæn, sem átti við þetta tækifæri. Planki var tekinn fram og var annar endi hans látinn út fyrir skipshliðina og likið látið á hann, til þess að það, þegar hinurn endanum var lyft, ntyndi renna ofan í sjóinn, fæt- u.rnir fyrst. Allir skipverjar, að undan- teknum manninunr við stýrið, mynduðu hring utan urn aumingja Christoffer, til þess að kveðja hann i hinsta sinn og sökkva líki hans í sjóinn, þegar skipun til þess yrði gefin. Aðeins hugsunin um að halda guðsþjónustu yfir látnum manni án þess að hafa tekið sinnaskiftum, gerði mig mjög órólegan. Eg hafði beðið stýri- manninn um að láta mig vita, þegar allur undirbúningur væri gerður, og gekk ég ofan í káetuna á meðan. Þegar nrér var gert boð unr að alt væri til reiðu, sté ég skjálfandi upp á þilfarið nreð opna bók- ina i hendi nrér. Allir skipverjar tóku lotningarfullir ofan. Þegar ég fór að lesa, ætlaði röddin að bregðast nrér, þvi að ég var svo snortinn, að ég gat varla lesið skýrt. Eík fann sjálfur að ég var syndari í augunr Guðs. Þegar ég endaði seinustu setninguna gaf ég bendingu með hendinni að lyfta plankanunr, og flýtti ég mér ofan í káetuna. Meðan ég enn var í stiganunr lreyrði ég aumingja Christof- fer detta í sjóinn. Eg fór ofan í bæna- klefa minn og úthelti þar hjarta nrínu í bæn unr fyrirgefningu synda nrinna og lrins aumingja nranns, se nrnú var að sökkva dýpra og dýpra að sjávarbotn- inunr. Þetta var 30. septenrber, eftir 26 daga siglingu frá Virginia tanganunr. Frá þeinr degi fann ég nrig falinn vilja Guðs á hendur og ég gerði það heit, að halda nrér frá öllunr ófrjósönrum verkunr myrkursins og leita fagnaðar hins eilífa lífs. Eg held að Guð á þeim tíma hafi fyrirgefið nrér allar sýndir nrínar. A sanra tínra gerði ég Guði eftirfarandi há- tíðiega heit, senr ég fann í kristilegri bók : “Þú, hinn eilífi og blessaði Guð! Eg kenr fram fyrir þig i allri auðmýkt og lítillæti. Eg veit vel, hversu óverðugur slíkur syndugur ornrur eins og ég er til að koma fram fyrir hina upphöfnu Há- tign hinrinsins, Konung konunganna og

x

Stjarnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.