Stjarnan - 01.06.1930, Blaðsíða 4

Stjarnan - 01.06.1930, Blaðsíða 4
84 STJARNAN 6. Hverjum var svarið gefið?—Dan- íel.. Sjá 14. vers. 7. Hvaða skipun var gefin Gabríel engli ? “Og ég heyrði mannsraust milli TJlai- bakka, sem kallaði og sagði: Gabríel, út- skýr þú sýnina fyrir þessum manni.” 16. vers. 8. Hvaða tíð á sýnin við samkvæmt skýring Gabriels? “Og hann gekk til mín, þar sem ég stóð, en er hann kom, varð ég hræddur og féll fram á ásjónu mína. En hann sagði við mig: Gef gætur aS, þú manns-son; því að sýnin á við tíð endalokanna.... Og hann sagði: Sjá, ég kunngjöri þér, hvað verða muni, þá er hin guðlega reiði tekur enda; því að sýnin á við tíð endalok- anna.” Dan. 8:17-19. Tákmnyn.dirnar verða útskýrðar 9. Hvað var sagt að táknmyndirnar væru, Tvíhyrndi hrúturinn, sem þú sást, merkir konungana i Mediu og Persíu og hinn loðni geithafur merkir Grikklands konung, og hornið mikla milli augna hans er fyrsti konungurinn. Og að það brotn- aði og fjögur spruttu aftur í þess stað, það merkir, að fjögur konungsríki munu hefjast af þjóðinni, og þó ekki jafn voldug sem hann var. En er riki þeirra tekur enda, þá er trúrofarnir hafa fylt mælinn, mun konungur nokkur upp rísa, bæði illúðugur og hrekkvís. Vald hans mun mikið verða, og þó eigi fyrir þrótt sjálfs hans ; hann mun gera ótrúlega mik-' ið tjón og verð agiftudrjúgur í því, er hann tekur sér fyrir hendur. Hann mun voldugum tjón vinna og hugur hans bein- ast gegn hinum heilögu. Vélræðum mun hann til vegar koma með hendi sinni og hyggja á stórræði og steypa mörgum í glötun, og þeir eiga sér einskis ills von; já, hann mun rísa gegn höfðingja höfð- ingjanna, en þó sundur mulinn verða án manna tilverknaðar.” 20-25. vers. 10. Plvaða áhrif hafði sýnin á Daníel og hvernig leit hann á hana, “En ég, Daníel, var sjúkur um hríð; því næst komst ég á fætur aftur og þjón- aÖi að erindum konungs ; og ég var mjög undrandi yfir sýn þessari, en skildi hana eigi.” 27. vers. 11. Hvaða atriði í sýninni var eigi útskýrt, vegna þess að Daníel veiktist; Það atriði, sem fjallar um tvö þúsund þrjú hundruð kveld og morgna fdagaj. 12. \ ið hvaða tímabil festi Daníel hugann eftir það um leið og hann stöðug- lega ígrundaði sýnina ? "Hugði ég, Daníel, í Ritningunum að áratölu þeirri, er Jerúsalem átti að liggja í rústum, samkvæmt orði Drottins, því er til Jeremia spámanns hafði komið, sem sé sjötíu ár.” Dan. 9:2. 13. Hvað hélt hann auðsjáanlega, að þetta tímabil ætti við? Við helgidóminn í Jerúsalem. 14. Hvað gerði hann? "Eg snéri ásjónu minni til Drottins Guðs, til þess að bera fram bæn mína og grátbeiðni með föstu, í sekk og ösku. Eg bað.til Drottins, Guðs míns, gerði játningu mína og sagði: Æ, Drottinn, þú mikli og ógurlegi Guð, sem heldur sáttmálann og miskunsemina við.þá, sem elska hann og varðveita boðorð hans.” 15. Hvernig var hann bænheyrður? “Meðan ég enn var að tala, baðst fyrir og játaði syndir mínar, og syndir íýðs míns, Israels, og fram bar fyrir Drottin Guð minn, auðmjúka bæn fyrir hinu heilaga fjalli Guðs míns—já, meðan ég enn var að tala í bæninni, kom að mér um það bil, er kveldfórn er franfborin, mað- urinn Gabríel, sem ég hafði áður séð í ^ýninni, þá er ég kné í ómegin.” 20, 21.V. Tím a b ilið ú ts kýrt 16. Plvað sagði Gabnel við Daníel? “Hann kom og talaði við mig og sagði: Daníel, nú er ég útgenginn, til þess að veita þér glöggan skilning. Þegar þú byrjaðir bæn þína, út gekk orð, og er ég

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.