Stjarnan - 01.06.1930, Blaðsíða 3

Stjarnan - 01.06.1930, Blaðsíða 3
STJARNAN 83 Hið spámannlega tímabil í 8. og 9. kapítula Daníelsbókar Tvö þúsund þrjú hundruð dagar 1. Hiverju hefir Gu8 ráSstafaÖ viÖ- víkjandi dóminum? “Hann hefir ákveÖiÖ dag, á hverjum hann mun láta mann, sem hann hefir fyr- irhugað, dæma heimsbygðina meS rétt- vísi, og hefir hann veitt öllum fullvissu um þa8, með því aS hann reisti hann frá dauðum.” Postulas. 17.31. ÞaÖ liggur í augum uppi að dómurinn og lok náðartímans fylgjast að. Dómur- inn yfir heiminum verður þess vegna upp- kveSinn um það leyti og náðartími hans er á enda, og í þeim dómi verða öll verk mannanna tekin til greina. “Því að Guð mun leiða sérhvert verk fyrir dóm, sem haldinn verður yfir öllu því, sem hulið er, hvort sem það er gott eða ih>” Préd. 12:14. Dagur dómsins er ekki tuttugu og f jögra klukkutíma dagur. Ritningin talar um “dag Drottins” Qóel 2:1, 11.) og “hjálpræSis dag” (2. Kor. 6:2.). Þessir dagar tákna ákveðin tímabil. Á sama hátt var dagur Dómsins yfir ákveðið tímabil, þegar dómurinn verður leiddur til lykta. 2. Hvenær mun dómurinn byrja? “Og hann engillinn) sagði við hann: Tvö þúsund þrjú hundruð kveld og morgnar, og þá mun helgidómurinn aftur verða kominn í samt lag.” í táknmyndar-fórnarkerfinu kom helgi- dómurinn aftur í samt lag, varð hreinsað- ur af öllum óhreinleika syndarinnar, einu sinni á ári: á forlíkunar- eða friðþæging- ardeginum. Þessi dagur var táknmynd upp á dómsdag. Hinn jarðneski helgi- dómur var eftirlíking á helgidóminum á himnum, þar sem Kristur þjónar. Tím- inn, þegar helgidómurinn verður aftur kominn í samt lag, er dómstíminn. Sjá Heb. 8:1, 2. Sýnin um hrútinn, geithafurinn og litla liornið 3. f sambandi við hvaða sýn er tími dómsins nefndur, “Á þriðja ríkisári Belsazars konungs birtist mér, Daníel, sýn, eftir þá, sem áður hafÖi birzt mér. Og ég horfði á sýninni, og var þá, er ég horfði, sem ég væri í borginni Súsan, sem er í Elam héraði, og ég horfði í sýninni og var ég staddur við Úlaí-fljótið.” Dan. 8:1, 2. 4. Hvaða táknmyndir birtust Daníel í þesasri sýn ? Tvíhyrndur hrútur, geithafur ásamt litlu horni. Sjá Dan. 8:3-12. 3. HvaSa spurning varð til þess, að skýring var gefin á þessari spámannlegu sýn? “Þá heyrði ég einn heilagan tala, og annar heilagur sagði við hinn, sem tal- aði: Hivað á hún sér langan aldur þessi sýn um hina daglegu fórn um hinn hræði- lega glæp, frá því er hann framselur helgidóminn og herinn, svo að hann verSi niðurtroðinn ?” Dan. 8:13.

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.