Stjarnan - 01.06.1930, Blaðsíða 12

Stjarnan - 01.06.1930, Blaðsíða 12
92 STJARNAiN Því næst er allur undirbúningur gerÖ- ur, til ab hlusta á þaÖ, sem Drottinn hefir að bjóða. vrébönd er sett um alt fjallið, til þess aÖ enginn stigi þar upp. Fólkið helgar og hreinsar sig og á þriðja degi stigur Drottinn ofan á fjallið i augsýn lýösins. Þá kom hann í dimmu skýi í reiðarþrumum og eldingum. Reykmökk- urinn stóð upp af því eins og af brennandi ofni og alt fjallið lék á reiðiskjálfi. Lúðurþyturinn frá þeim tíu þúsund englum, sem fylgdi honum varð sí og æ sterkari. Allur lýðurinn stóð skjálfandi fyrir utan véböndin og jafnvel Móses skelfdist. Þá voru þeir Móses og Aron kallaðir upp á fjallið og Drottinn kunn- gjörði lýðnum lögmál sitt, tíu boðorðin. Þetta lögmál var grundvöllur bæði hins gamla og nýja sáttmála. Það var hlutur- inn, sem sáttmálinn var um, eins og jörð- in var hluturinn, sem samningurinn var um milli þeirra Guðmundar og Úlfljóts. Þegar Drottinn hafði kunngjört alt lög- máli.ð (2. Mós. 20:1-17.), gerði allur lýðurinn einu sinni enn það heit: “Vér skulum hlýðai.” 2. Mós. 20:19. Nú höfðu Israelsmenn bæði heyrt lögmálið og einnig heitið að hlýða því, svo nú var aðeins eftir að staðfesta sáttmálann um þetta lögmál. Það var gert rétt á eftir, því að vér lesum: “Og hann sagði við Móses: Stíg upp til Drottins, þú og Aron, Nadab og Abíhú, og sjötíu af öldungum ísraels, og skuluð þér falla fram álengdar. Móse einn skal koma í nálægð Drottins, en hinir skulu ekki nærri koma og fólkið skal ekki heldur stíga upp með honum. Og Móse kom og sagði fólkinu öll orð Drottins og öll lagaákvæðin [boðorðin] ; svaraði þá fólkið einum munni og sagði: Vér skulum gera alt það, sem Drottinn hefir hoðið. Og Móses skrifaði öll orð Drottins; en næsta morgun reis hann árla og reisti altari undir fjallinu og tólf merkissteina eftir tólf kynkvíslum ísraels. Síðan sendi hann unga menn af ísraels mönnum og þeir færðu Drottni brenni- fórnir og slátruðu uxum til þakkarfórna. Og Móse tók helming blóðsins og helti þvi fórnarskálarnar en hinum helming blóðsins stökti hann á altarið. Þvi næst tók hann sáttmálsbókina og las upp fyrir lýðnum; en þeir sögðu : Vér skulmn gcra alt það, sem Drottinn hefir. boðið og hlýðnast því. Þá tók Móse blóðið, stökti því á fólkið og sagði: þetta er blóð þess sáttmála, sem Drottinn hefir gjört við yður og bygður er á öllum þess- um orðum.” 2. Mós. 24:1-8. Þannig var sáttmálinn staðfestur með blóði af fórnum, sem voru táknmyndir upp á Krist, eftir að boðorðin höfðu þrisvar sinnum veriS kunngjörð ísraels- mönnum (2. Mós. 20:1-17; 24:3, 7.), einu sinni af Guði og tvisvar sinnum af Móse, og fólkið hafði þrisvar sinnum heitið að hlýða þeim boðorðum. 2. Mós. 20:19; 24:3, 7. Af þessu er það auðséð að sú kenning, sem surnir prestar vilja halda á lofti, að lógmálstöflurnar skyldu vera gamli sáttmálinn, er á engu ibygð, því að fsraelsmenn höfðu ennj' jekki meStekið lögmálstöflurnar. Sjá 2. Mós. 24:12. Fjörutiu dögum eftir að staðfestingu þessa sáttmála brutu ísraelsmenn hann með því að afneita Guði, steypa gull- kálf, tilbiðja og heiðra hann sem frelsara sinn og drýgja ýmsar aðrar svívirðilegar syndir. En takið eftir að sáttniálsrof fsraelsmanna breytti engu boðorði í lög- máli Guös; það lögmál stóð óhaggað eftir sem áður. Og síðar í þessari grein munum vér einnig sjá, að það að' Kristur uppfylti .lögmálið, breytti ekki heldur neinu atriði í því. ÞaS stendur óhagg- anlegt eins lengi og Guð himins og jarðar er á lífi. Af hálfu Guðs var þessi sáttmáli góð- ur, því að hann efndi sín loforð, en af hálfu lýðsins var hann ekki óaðfinnan- legur, þvi að fólkið hafði lofað að halda þennan sáttmála af eigin rammleik, en ekki einu sinni beðið GuS um hjálp til þess, um kraft og náð til að breyta eftir

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.