Stjarnan - 01.07.1930, Blaðsíða 3

Stjarnan - 01.07.1930, Blaðsíða 3
STJARNAN 99 Hið himneska réttarhald. Mál mannanna rannsakað fyrir dómstóli Guðs. Daníel spámaður segir: “Eg horí'ði og horfÖi, þar til er stólar voru settir fram og hinn Aldraði settist niður. Klæði hans voru hvít sem snjór og höfuðhár hans sem hrein ull; hásæti hans var eldslogar og hjólin undir því eldur brennandi. Eld- straumur gekk út'frá honum; þúsundir þúsunda þjónuðu honum og tíþúsundir tíþúsunda stóðu frammi fyrir honum. Dómendurnir settust niður og bókunum var flett upp.” Dan. 7 :g, 10. Þannig kom spámanninum fyrir sjónir hinn mikli og alvarlegi dagur, þegar lyndiseinkunn og líf mannanna verða rannsökuð frammi fyrir dómara alls heimsins og hverjum verður goldið eftir því, sem verk hans eru. Hinn Aldraði er Guð Faðir. Sálmaskáldið hebreska segir: “Áður en f jöllin fæddust og jörð- in og heimurnn urðu til, frá eilifð til ei- lífðar ert þú, ó Guð.” Sálm. 90:2. Það er hann, sem er Skapari allra lifandi vera og frumkvöðull allra laga, sem er forseti dómsins. Og englaskari, sem að tölu er “þúsundir þúsunda,” er við sem þjónar og vottar. . Kristur lýkur verki sínu sem meðalgangari. “Eg horfði í nætursýnunum, og sjá, einhver kom í skýjum himins, sem mánns- syni líktist; hann kom þangað, er hinni Aldraði var fyrir og var leiddur fyrir hann. Og honum var gefið vald„ heiður og ríki, svo að honum skyldu þjóna allir lýðir, þjóðir og tungur. Hans vald er eilift vald, sem ekki skal undir lok líða, og ríki hans skal aldrei á grunn ganga.” Dan. 7:13, 14. Sú koma, sem hér er lýst, er ekki endur- koma Krists til jarðarinnar, heldur kemur hann til hins Aldraða á himnum, til þess að öðlast vald, heiður og ríki, sem mun veitast honum í lok meðalgangarastarfs hans. Það er sú koma, en ekki koma hans til jarðarinnar, sem í þessum spádómi er fyrirsögð og mun hún eiga sér stað í lok hinna 2300 daga, árið 1844. Með hinum afarstóra englafjölda gengur hinn mikli æðsti prestur inn í hið allra helgasta og kemur þar fram fyrir hásæti Guðs, til þess aö leggja hönd á seinasta verkið í þjónustu sinni fyrir mennina—að full- gjöra það verk, sem stendur í sambandi við hinn rannsakandi dóm, og gjöra for- líkun fyrir alla, sem eru álitnir þess verð- ugir. f táknmynda-þjónustunni voru það að- eins þeir menn, sem iðruðust yfirsjóna sinna og játuðu þær fyrir Guði, einungis þeir, hverra syndir gegn um fórnarblóðið höfðu verið færðar inn í helgidóminn, sem höfðu gagn af og hlutdeild í þjónustunni á friðþægingar- eða forlíkunardeginum. Þannig er það einnig á hinum mikla síð- asta forlíkunardegi í hinum rannsakandi dómi; það er einungis mál þeirra manna, sem játast vera Guðs börn, er tekið verð- ur til meðferðar. Dómurinn yfir hinum óguðlegu er annað sérstakt verk, sem mun gjörast seinna. “Því að nú er tíminn kom- inn til að dómurinn byrji á húsi Guðs, en

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.