Stjarnan - 01.07.1930, Blaðsíða 12

Stjarnan - 01.07.1930, Blaðsíða 12
io8 STJARNAN muni vcrÖa eÖa ekki. Páfinn hefir enn ekki á prenti látið skoÖun sina i 1 j ós þessu mikilvæga atri'ði viðvíkjandi, en þjóÖa- sambandið er meÖ því. En æÖsta þrá og löngun þessa mikla mannfjölda á ráÖstefnunni i San Fran- cisco var sú, aö sjá boðskapinn um hina bráðu endurkomu Frelsarans ganga meÖ hraða til allra þjóða í heimi, þvi að ekki fyr en það verk er leyst af hendi getur Jesús komið aftur til að sækja sitt bið- andi fólk. Matt. 24:14; Róm. 9:28. Á einni samkomu stóðu upp ellefu full- trúar frá þessum blökku þjóðum, sem svo lengi hafa verið vanræktar, og skoruöu á fólkið í heimalöndunum að rétta þeim, sem lifa i eymd, volæði, þrældómi, hræðslu, vanþekkingu, löstum og myrkri hjálparhönd. Meðal þeirra voru tveir höfðingjar frá Fiji eyjunum, þar sem menn voru mannætur áður en kristniboð- arnir komu þangað og kendu þeim veg hjálpræðisins, en samt sem áður eru íleiri en miljón mannætur eftir i þeim hluta heimsins. Finnig þeir verða að heyra boðskapinn um hinn elskuríka Frelsara, sem var fús til að leggja lifið i sölurnar fyrir þá. Báðir þessir höfðingjar voru í heimboði hjá borgarstjóranum í San Francisco. Þar var einnig maður, er Malinki hét, frá Nýassalandi, Afriku, þar sem Drott- inn hefir unnið á svo undraverðan hátt síðustu árin, að þúsundir hafa snúið sér til Krists. Fulltrúi frá Abessíniu, þar sem fjórtán þúsundir manna hafa snúið sér í burtu frá Múhamedstrúnni til Krists á stuttum tíma, talaði djarflega um þörfina á hjálp í landi hans. Þar er einnig mikil þörf á læknishjálp. Alla leið frá Bagdad skamt frá hinni fornu Babýlon kom full- trúi, sem skýrði frá starfinu i þessum fornu löndum, þar sem vagga mannkyns- ins stóð. Fulltrúarnir frá Japan og Korea Skýrðu oss frá hvernig rikir og fátækir, lærðir og ólærðir koma til að öðlast þekk- ingu á hinum sanna Guði. Fulltrúarnir frá Kina ibenti oss á, að jafnvel þótt allir þessir fimtán þúsund menn, sem þar voru samankomnir, tækju sig upp og færu til Kina, til þess að boða fagnaðarerindi Krists þar, myndi þeir samt hafa margar miljónir manna að starfa fyrir, það er að segja, hver maður út af fyrir sig.—Þar voru einnig fulltrúar frá Mexico og Suð- ur-Ameríku, þar sem þúsundir manna á þessum tímum yfirgefa kaþólsku kirkjuna og koma yfir í herbúðir vorar. Fulltrúi nokkur kom frá hinum syðsta söfnuði í heimi í Punta Arenas við Magel- anssundið suður undir Suður-heimskauti, en annar fulltrúi hafði verið með að mynda hinn nyrsta söfnuð í heimi í Hámmerfest norður undir Norður-heim- skauti. Um 98 prócent af íbúum heims- ins hafa nú á einn eða annan hátt tæki- færi til að kynnast hinum sanna Guði, svo það er auðs-éð að vér nálgumst endalokin hröðum skrefum. Margir kristniboðar voru sendir út frá þessari ráöstefnu. Margar breytingar í stjórn starfsins áttu sér líka stað. For- stöðumaður þessa heimsvíða starfs, séra W. A. Spicer, lagði niður embættið, eftir að hafa sint því í átta ár, og annar maður, séra Watson frá Ástralíu kom í stað hans. Var það hjartahrærandi að sjá fyrverandi forstööumann afhenda hinum nýja em- bættið. Að því búnu föðmuðust þeir og kystu hvor annan. Kristur sagði: “Af því skulu allir þekkja, að þér eruð mínir lærisveinar, ef þér berið elsku hver til annars.” Jóh. 13:35. Það' var varfa nokkur maður af þessum tólf þúsundum, sem voru viðstaddir við það tækifæri, sem gátu tára bundist, þegar þeir urðu varir við þessi ótvíræðu merki sannrar elsku. Fyrir utan aðalstjórn starfsins eru ellefu deildir, sem allar vinna af kappi, hver á sínu tiltekna sviði, til að lyfta mönnum upp úr syndaspillingunni, til þess að þeir geti séð hann, sem er vinur synd- ara. Ritstjóri Stjörunnar áleit það mikil for- réttindi að geta setið þetta mikla þing,

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.