Stjarnan - 01.07.1930, Blaðsíða 9

Stjarnan - 01.07.1930, Blaðsíða 9
< T J A R N A N 105 fann hvöt hjá mér til aÖ vera aleinn á ein- hverjum staÖ, þar sem eg mundi geta gef- ið tilfinningum minum rúm, að það kom mér til hugar, ef að eg aðeins gæti komist inn í hinn þétta skóg, myndi mér verða léttara fyrir hjartanu. Áður en langt leið var mér gefið tækifæri til þess. Með Biblíuna i vasanum gekk eg út úr borg- inni meðfram ströndinni, þangað til að eg fann stíg, sem lá inn í þéttan skóg. Hér inni naut eg frelsisins i bæninni eins og eg aldrei hafSi reynt áður. Þetta var vissulega gleðileg stund. Hvenær sem eg í viðskiftum mínum fann tómstund eyddi eg henni í þessum skógi í bæn til Guðs. Og stundum klifraði eg af ótta við slöng- ur, upp í eitthvert tré, þar sem eg sat og las i Biblíunni og bað til Drottins. þetta voru inndælar stundir. Sannleiki Drott- ins virtist mér vera dýrmætur. Og þó hélt eg á þeim tíma, hversu undarlegt sem það kann að heyrast, að eg hefði ekki fengið fyrirgefningu synda minna; en eg fagnaði yfir því, aS eg varð fyrir áhrif- um til þess betra. Eg hafði alla tíð það á tilfinningunni, þegar eg fór frá þeim stað, að eg hefði notið ríkulegrar bless- unar. Hversu leiðinlegt var það ekki að snúa aftur inn í hinn veraldlega gaura- gang, eftir að hafa haft þessar friSarríku stundir aleinn með Drotni mínum. Þegar við höfðum fengið fullan farm, sigldum við til Paraiba, þar sem enn var hungursneyð. Við kendum í brjósti um hina fátæku og við fórum að miðla hin- um hungruðu meSal þeirra af farminum. Þegar yfirvöldin fréttu þetta, opnuðu þau dyr fangahúsanna og leyfðu föngunum að fara og betla hjá okkur. Þar eg hafði ekkert leyfi hjá eiganda skipsins til að gefa í iburtu nokkuð af farminum hikaði eg mér við að gjöra þetta; en eg áleit það mikil forréttindi að seSja þessar aumingja hungruSu og hálfnöktu manneskjur á eig- in kostnað. Eg taldi þær ekki, en eg held áð það stundum hafi verið fimtíu i senn, sem fengu farina hjá mér. Þegar eg var búinn að afferma skipið, gaf fylkisstjórinn mér leyfi til að sækja annan farm og fékk eg meðmælingabréf til borgarstjórans með bæn um hjálp. Um það leyti kom skipiS “Marblehead” frá Massachusetts til Páraiba. Skipstjór- inn á því hét Broughton. Hann var hinn fyrsti kristni maður, sem eg hafði séð síð- an eg fór frá Bandaríkjunum, og með honum hafði eg margar inndælar stundir. Siðan eg gjörði fyrnefndan sáttmála við Guð, hafði eg lagt þaS í vana að eyða tímanum fyrir morgunverð í Bibliulestur og íhugun. Þetta hefi eg fundið að vera hina bestu aðferð til að byrja daginn með. 1 ágúst mánuði 1825 sigldum við í fjórða sinn frá Paraiba og komum til bæj- ar, sem heitir Espiritu Santo. Eg afhenti bæjarstjóranum meSniælingarbréfið, en bann neitaði að selja mér vörur, af því að lögin leyfðu honum það ekki. Við sigld- um þá suður til St. Francisco. Þar voru skipin svo mörg, sem tóku inn farm inni á höfninni, að við gátum ekki komist að. Við héldum þess vegna áfram til Rio Grande, um fimm hundruð mílur þaSan til suðurs. Sú borg liggur fleiri mílur inn frá fljótsmynninu. Fáum árum áður hafði ofveður fylt bæinn foksandi, svo að öll hús fyltust. Ibúarnir urðu að flýja og reistu heimili sín fáeinar mílur fyrir ofan gamla bæinn, því að það var þeim ómögu- legt að grafa út bæinn eftir sandstorm- inn. Þegar eg seinna meir las lýsingar af Egyptalandi eftir Eglending nokkurn, var þetta mér sönnunarmerki fyrir því, hvernig spádómurinn í Jes. 11:15 hafði ræst. í Rio Grande tókum viS inn farm af húðum og þurkuðu kjöti. Þegar við kom- um aftur til Paraiba höfðum við þar góð- an markað. Mér var sagt að þessi bær væri hinn elzti í Suður-Ameríku, um 300 ára gamall, og virtist hann vera góður verzlunarstaður. Hér tókum við aftur inn farm af húSum og skinnum, létum í haf og héldum til New York, þar sem við komum inn á höfnina í marz mánuði

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.