Stjarnan - 01.07.1930, Blaðsíða 11

Stjarnan - 01.07.1930, Blaðsíða 11
STJARNAN 107 Allsherjar ráðstefna sem haldin var í San Francisco í Califorínu. Hin allra stærsta og mikilvægasta kristniboÖsráðstefna, sem nokkurn tíma hefir verið haldin á þessari jörðu, er nú nýafsta'Öin. Komu þar saman milli fjórtán og fimtán þúsundir manna úr svo aÖ segja öllum löndum heimsins. Voru nú fjögur ír liðin siöan samskonar ráð- stefna var haldin í borginni Milwaukee í Wisconsin. En starfið hefir tekið feiki- legum framförum á hinum f jórum síðast- liðnu árum. Daglega ibætast nú við í hóp söunda dags Adventista áttatíu manns, eða 560 á hverri viku, eða 29,200 á hverju ári. Boðskapurinn um endurkomu Krists er nú kunngjörður á ca. 350 tungumálum, svo iboðskapurinn gengur með hraöa á öll- um sviðum. Samt sem áður er ekki þetta fyrir dugnað þeirra, er boðskapinn flytja heldur er það af því að Guðs Andi er með í verkinu. Og þegar Guð er með oss, hver getur þá veriö á móti oss. Ráðstefnan var haldin í samkomuhúsi San Francisco iborgar ('Exposition Audi- torium). Voru þar sæti fyrir tólf þús- undir manna, en seinasta hvíldardaginn færðu þeir inn svo mörg lausasæti, að fimtán þúsundir komust að. Þeir urðu að leigja kirkju í hóteli einu fyrir unga fólkið. Hafði hún sæti fyrir fimtán hundruð manns, en um tvö þúsund tróðust inn í hana. Var ekki tekið nema eitt ein- asta samskot á allri ráðstefnunni, sem stóö yfir frá 28. maí til 12 júní, og nam það hundrað þúsund dollurum. Sá andi, sem var ríkjandi á þessari miklu samkomu, var svo frábrugðinn þeim anda, sem er ríkjandi í heiminum, að jafnvel heimslegir menn og bersyndugir, sem þangað komu, tóku eftir því. Sá andi laðaði jafnvel glæpamenn þangað, menn, sem voru að flýja undan greipum laganna. Þeir játuðu syndir sínar og fóru aö leita Drottins fyrir alvöru. Margir sjúklingar komu þangað til þess að bræðurnir bæðu fyrir þeim, og var það gjört með góðum árangri. Á þessa ráðstefnu komu margir og miklir ræðumenn, sem kveld eftir kveld höfðu staðið frammi fyrir mörgum þús- undum manna í stórborgum viðsvegar um heiminn og kunngjört boðskapinn um hina bráðu endurkomu Krists. Þangað komu éinnig margir og frægir læknar úr mörg- um löndum, sem skýrðu frá hvernig Guð gangi á undan þeim á því sviði hins mikla starfs, greiði þeim götuna, svo að nú geta þeir læknað marga sjúkdóma, sem fyr fneir voru skoöaðir sem ólæknandi. Að- eins í Afríku höfðu fáeinir læknar vorir læknað að öllu leyti yfir þrjú hundruð holdsveika sjúklinga. Það er með öðrum orðum sagt, að einn einasti sjöunda dags Adventista læknir mundi á þremur árum geta útrýmt allri holdsveiki á Islandi. En eins og heimurinn heldur dauðahaldi í synd, þannig heldur mannfélagið dauða- haldi i veiki, því að margir menn geta haft góða stöðu af því. Mikið var einnig rætt um trúfrelsi á þessari miklu ráðstefnu, því að allir, sem fylgjast með, vita að öfl eru ráðandi í heiminum í dag, sem starfa af kappi að því aö svifta menn svo þúsundum skiftir trúfrelsinu. Á þessu ári munu vissir menn eyða mörgum miljónum dollara, til þess að koma því í framkvæmd. Er það sérlega með því að innleiða nýtt al- tnanak í heiminn, nýjan tímareikning, reyna að hafa þrettán mánuði i árinu í staðinn fyrir tólf, sem mun hafa mikinn rugling í för með sér á vikudögunum, að þeir hafa í hyggju að kúga alla inn byggj- endur heimsins til að snúa bakinu við boðorðum Guðs. Næsta ár verður það á- kveðið á mikilli milliþjóða ráðstefnu af fulltrúum allra siöaðra þjóða, hvort þetta

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.