Stjarnan - 01.07.1930, Blaðsíða 6

Stjarnan - 01.07.1930, Blaðsíða 6
102 STJARNAN ir mönnum, honum mun eg og afneita fyrir Föður mínum á himnum.” Matt. 10:32, 33. V'órn Frelsara vors. Hinn mesti áhugi, sem nokkur maður getur sýnt þegar dómur er uppkveðinn af jarðneskum dómstóli, getur varla gefið oss hugmynd um þann áhuga, sem kem- ur í ljós á himnum, þegar þau nöfn, sem hafa verið rituö í lífsins bók, verða tek- in til meðferðar af dómara allrar jarðar- innar. Hinn guðdómlegi málafærslumað- ur vor heimtar, að allir þeir, sem fyrir trúna á blóð hans hafa sigrast á syndinni, eigi að öðlast fyrirgefningu misgjörða sinna, eignast aftur Eden heimiliö og verða krýndir sem samarfar “hins forna veldis.” Satan hafði i hyggju í tilraun sinni með að svíkja og freista mannkyns- ins, að umturna öllum tilgangi Guðs með tilveru mannsins. En nú heimtar Krist- ur, að þessari ráðstöfun Guðs verði fram- fylgt, eins og maðurinn heföi aldrei fallið í synd. Hann heimtar eleki einungis full- komna fyrirgefningu og réttlætingu fyrir börn sín, heldur og að þau hafi hlutdeild með honum í dýrð hans og sitji með hon- um i hásæti hans. Afnám syndarinnar. Starf hins rannsakandi dóms og afnám syndanna munu leiðast til lykta fyrir end- urkomu Krists. Þar eð hinir dauðu munu dæmdir verða eftir því sem ritað er í bók- unum, þá er það ómögulegt, að syndir manna verði ibrottnumdar fyr en eftir það réttarhald, sem rannsakaði mál þeirra. Pétur postuli vitnar, að syndir hinna trú- uðu muni afmáðar verða, endurlifgunar- tímar komi frá augliti Drottins, og að hann muni senda hinn fyrirhugaða Krist Jesúm. Þegar hinn rannsakandi dómur er á enda, mun Kristur koma, laun hans eru í för með honum, til þess að hann gjaldi hverjum og einum eftir þvi sem verk hans eru. I likingarþjónustunni kom æðstiprst- urinn, þegar hann hafði lokið því verki að gjöra forlíkun fyrir syndir fsraels, fram til þess að blessa söfnuðinn. Þannig mun einnig Kristur í lok síns meðalgang- ara starfs ibirtast “án syndar til hjálp- ræðis,” til þess að blessa sitt bíðandi fólk með eilífu lífi. Eins og æðstipresturinn, þegar hann bar syndirnar út úr helgidóm- ínum, játaði þær yfir höfuð synda-hafr- inum, þannig mun einnig Kristur leggja allar þessar syndir á Satan, upphafsmann og frumkvöðul syndarinnar. Synda-haf- urinn, sem bar öll ábrot fsraels á sér, var leiddur “til óbygða.” Þannig mun einnig Satan bera sektina fyrir allar þær syndir, sem hann hefir komið fólki Guðs til að drýgja, og um þúsund 'ár mun hann verða fjötraður á jörðinni, sem á þeim tíma mun vera í eyði og íbúalaus, og að lyktum þola hina fullu hegningu syndarinnar í þeim eldi, sem mun að engu gjöra alla hina ó- guðlegu. Þannig mun endurlausnar á- formið verða leitt til lykta, þegar syndin að lokum er afmáð og allir þeir verða hólpnir, sem hafa slegið hendinni á móti því illa. Réttarhald byrjar. A þeim tíma, sem tiltekinn var fyrir réttarhaldið í lok hinna 2300 kvelda Og morgna, árið 1844, byrjaði á himnum hið rannsakandi dómsverk og afnám synd- anna. Allir, sem nokkurn tíma hafa játað trú á nafn Krists, verða teknir til greina í þeirri rannsókn. Bæði hinir lifendu “og hinir dauðu voru dæmdir, eftir þvi sem ritað var í bókunum, samkvæmt verk- um þeirra.” Engin af þeim syndum, sem mennirnir hafa ekki játað og hætt að drýgja, mun fyrirgefin verða og strykuð af bókunum. Þess konar syndir munu standa sem vitni á móti syndaranum á hinum mikla degi Drottins. Hvort sem hann hefir drýgt afbrot sín um hábjartan dag eða i dimmu næturinnar, þá eru þau ber og öndver

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.