Stjarnan - 01.07.1930, Blaðsíða 14

Stjarnan - 01.07.1930, Blaðsíða 14
IIO STJARNAN SPURNINGA-KASSÍNN Framh. frá bls. 98 eiga sér staÖ því aÖ arfleiðsluskrá cr ó- hagganleg, þegar um látna er að ræða, þar sem hún er í engu gildi meÖan arf- leiðandi lifir.” Heb. 9:16, 17. Af þessu er það auðskilið, að alt, sem Jesús ætlaðist til aS hafa með í hinum nýja sáttmála, myndi hann benda á, áður en hann staðfesti hann á krossinum, því að eftir það myndi ekki vera mögulegt að bæta neinu inn í hann. Hvað var þaS þá, sem Jesús tók með í hinum nýja sátt- mála? Hann tók: a) Skírnina. Matt. 3:12-16; Mark. 16:1 ; Jóh. 4:1, 2. bj Fótaþvottinn. Jóh. 13:1-17. c) Kveld- máltíðina. Matt. 26:2Ó-28; Mark. 14: 22-24; Húk. 22 :i 5-20. d) Hivíldardaginn. Matt. 24:20; Lúk. 4:16; 1. Pét. 2:21. e) Tíund. Matt. 23:23. En, segir einhver, tók Jesús ekki sunnu- daginn með í þessum nýja sáttmála? Það er ekki eitt orð um þaS í öllu Nýja testamenti Jesú Krists. En, sgeir ein- hver annar, komu ekki lærisveinar Krists saman á fyrsta degi vikunnar? Jú, af ótta fyrir Gyðingum. Jóh. 20:19. Það var alls ekki til að halda hann helgan í minningu um upprisu hans, því að þeir trúðu ekki að hann væri upprisinn frá_ dauðum. Jesús kemur inn til þeirra og hvað segir Guðs orð um samfundi þeirra á þeim degi: “Birtist hann þeim ellefu, er þeir sátu yfir borðum, og álasaði hann þeim fyrir vantrú þeirra og harSúð hjartans, að þeir hefðu ekki trúað þeim, er höfðu séð hann upprisinn.” Mark. 16:14. °g jafnvel þó að þeir hefðu komið saman til að halda þcnnan dag helgan, þá myndi hann samt sem áður ekki tilheyra Nýja testamenti Jesú Krists, því að það var staðfest þremur dögum áður. Sá sunnudagur kom þremur dögum of seint til að vera innifalinn í arfleiðsluskrá Krists. Ef lærisveinarnir skyldu hafa reynt að bæta þessum degi inn í testa- menti Krists eftir dauða hans, myndu þeir af öllum heiminum hafa verið tald- ir glæpamenn. En nú höfSu þeir ekk- ert þess háttar i huga. Það er engin sönnun í Ritningunni fyrir breytingu hvíldardagsins frá hinum sjöunda til hins fyrsta dags vikunnar. Þessi breyting var gerð af hinu anti-kristilega valdi þremur öldum seinna. Eusdbius, einhver hinn mesti meðal “feðranna,” samtíðarmaður Konstantínusar keisara, segir: “Alt það, sem er skylda mannsins á hvíldardegin- um, höfum vér heimfært upp á Drottins dag.” [sunnudag]. “Vér” eru hér Kon- stantínus keisari, Sylvester páfi og hinn spilti 'biskup Eúsebius. Þaðan kemur sunnudagshelgihaldið, en ekki frá Kristi né lærisveinum hans. Tilgangur Guðs með að gefa mönnum þennan nýja sáttmála var sá, að allir, sem vildu komast inn í Guðs ríki, skyldu hafa hið allr-a bezta tækifæri, sem réttlátur Gu:5 gæti veitt þeim heimi, sem hafði gert upp- reist á móti lögmáli og stjórn hans. “Göngum því með djörfung að hásæti náðarinnar, til þess að vér öðlumst misk- unn og hljótum náð til hjálpar á hag- kvæmum tíma.” Heb. 4 :i6. Vi-ð rannsókn meðal 600 háskólapilta í Oil City í Pennsylvania ríkinu kom það í ljós, að einungis þrír þerira höfðu verið fullir á síðasta skólaári og engir þeirra höfðu borið flösku í bakvasanum. Samt sem áður vill sumt fólk reyna að telja okkur trú um, að unga fólkið drekki meira, en _það gjörði áður en vínbannið kom. Þessi rannsókn sannar hið gagn- stæða. Hr. Cyrus H. K. Curtiss gefur oss þá upplýsingu, að það myndi hafa tekiö Benjamín Franklin tvö þúsund ár að prenta á sinni handpressu eina einustu út- gáfu af tímaritinu “Saturday Evening Post” á þessum tímum. Benjamín Frank- lin var sá, sem byrjaði að gefa út það rit og hefir það komið út reglulega í hverri viku síðan.

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.