Stjarnan - 01.07.1930, Blaðsíða 4

Stjarnan - 01.07.1930, Blaðsíða 4
IOO STJARNAN ef hann byrjar á oss, hver munu þá verða afdrif þeirra, sem ekki hlýÖnast fagnaðar- boðskap GuÖs.” i. Pét. 4:17. Reikningsskaparbækur kiminsins. tJrskurður dómsins verður samkvæmt því, sem ritað hefir verið i hinar hinesku bækur, þar sem nöfn og verk manna hafa verið skrásett. Daníel spámaður segir í textanum: “Dmendurnir settust niður og bókunum var flett upp.” Opinberun- arbókin lýsir þessu sama réttarhaldi og þar er bætt við: “Og eg sá þá dauðu, stóra og smáa, standa frammi fyrir há- sætinu, og bókum var lokið upp, og ann- ári bók var lokið upp, og það er lífsins bók, og hinir dauðu voru dæmdir, eftir því sem ritað var i bókunum, samkvæmt verkum þeirra.” Opinb. 20:12. í “lífsins bók” eru nöfn allra þeirra, sem einu sinni hafa farið aS þjóna Guði. Jesús sagði við lærisveina sina: “Gleðjist samt ekki yfir því, að andarnir eru yður undirgefnir, en gleðjist yfir því, að nöfn yðar eru innrituð i himnunum.” Lúk. 10:20. Um hina trúföstu samverkamenn sína kemst Páll postuli þannig að orði: “Standa nöfn þeirra í lifsins bók.” Fil. 4:3. Daníel vitnar þegar hann horfir fram í tímann og sér þvílíka hörmungar- tiö, “að slík mun aldrei verið hafa,” að þjónar Guðs muni frelsaðir verða, “allir þeir, sem skráðir finnast i bókinni.” Dan. 12 :i. Og Jóhannes vitnar, að “engir nema þeir einir, sem ritaðir eru í lífsbók Lambs- ins,” muni innganga í borg Guðs. Opinb. 21 -.27. “Minnisbók” er rituð frammi fyrir aug- liti Guðs um “þá, sem óttast Drottin og virða hans nafn.” Mal. 3:I6- Skýrsla yfir trúar- og kærleiksverk þeirra er rit- uð á himnum. Nehemía ibendir á það meö svo feldum, orðum: “Mundu mér þetta, Guð minn, og afmá eigi góðverk mín, þau er eg hefi gjört fyrir hús Guðs míns og þjónustu hans.” Neh. 13:14. I minnis- bók Guðs verður sérhvert réttlætisverk standandi að eilífu, þar er hver freisting, sem unnin hefir verið, sérhver synd, sem hefir verið yfinbuguð, sérhvert orS, sem hefir verið talað með viðkvæmni og með- aumkun—alt þetta er með nákvæmni skrásett. Þar er sérhver sjálfsafneitun, sérhver þjáning og sorg, sem menn hafa þolað fyrir sakir Krists, færð i letur. Sálmaskáldið hebreska segir: “Þú hefir talið hragninga mína, tárum mínum er safnaS í sjóð þinn, já, rituð í bók þína.” Sálm. 56:9. Alt, sem hulið er, verður opinberað. Þar eru einnig syndir manna ritaðar. “Því að Guð mun leiða sérhvert verk fyr- ir dóm, sem haldinn verður yfir öllu því, sem hulið er, hvort sem það er gott eða ilt.” Préd. 12:14. "Fn eg segi yður: sérhvert ónytjuorS, það er mennirnir mæla, fyrir það skulu þeir á dómsdegi reikning lúka; því að af orðum þinum muntu réttlættur, og af orðum þinum muntu verða sakfeldur.” Matt. 12 ‘.36,37. Allir leynilegir ásetningar og hvatir koma í ljós í þessum nákvæmu skýrslum, því að Guð “mun leiða það í ljós, sem í myrkr- inu er hulið, og opinbera ráð hjartnanna.” 1. Kor. 4:5. “Sjá, það stendur skrifað frammi fyrir mér. . . . Eg mun gjalda þeim í skaut bæði fyrir misgjörð- ir yðar og fyrir misgjörðir feðra yðar, segir Drottinn.” Jes. 65 :6, 7. Öll verk mannsins verða framsett fyrir Guð og færð inn í bækurnar, og vitna þau annaðhvort um trúmensku, eða ótrú- mensku. Gagnvart hverju nafni i bókum himinsins er ritaS með ósveigjanlegri ná- kvæmni sérhvert ónytjuorð, sérhvert sér- plægið verk, sérhvert ógjört skylduverk, sérhver leynileg synd, sérhvert bragð og sérhver uppgerð, viðvaranir og ávítanir frá Guði, sem enginn gaumur hefir verið gefinn, ónotuð augnablik og tækifæri, þau áhrif, sem maður hefir haft annaðhvort til góðs eða ills ásamt öllum afleiSingum þeirra—alt þetta er ritað í bækurnar af englinum, sem hefir fengið það verk.

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.