Stjarnan - 01.11.1930, Blaðsíða 4

Stjarnan - 01.11.1930, Blaðsíða 4
164 STJARNAN af lofti, til þess aÖ þeir geti stokkiÖ í burtu með því meiri hraða. Foreldrar vorir óskuðu ekki eftir því að ferðast í kring eins og vér gjörum, og þótt þau hefðu viljaS, þá hefðu þau ekki getað það. þau hföðu ekki þau samgöngu- tæki, sem vér höfum. Það eru enn ekki liðin hundrað og fimtiu ár síðan menn ferðuðust á sama hátt og Abraham þegar hann ferðaðist frá tJr í Kaldeu til Kana- ans lands, annaöhvort á hestbaki eða úlf- aldabaki eða á fornaldarvagni. Á þann hátt ferðuðust menn niður gegnum alda- raðirnar. Það er einungis nú á þessum síðustu árum að samgöngutækin hafa tekið svo miklum framförum. Vér getum ekki til fulls skilið hve undravert það er, því að vér erum orðnir svo vanir að sjá það. Vér getum ekki verið að horfa á eftir flugvélunum, sem svifa áfram uppi yfir höfðum vorum og fáeinum augnablikum seinna hverfa bak við sjóndeildarhringinn á venjulegri ferð yfir lönd og höf. Það er oss ckkert nýtt aö sjá hin miklu far- þegaskip, sem eru útbúin með miklu meiri þségindum heldur en gömlu hallirnar, og sem flytja svo marga farþega í einu að margir bæir hafa ekki eins marga ibúa. Oss kemur sjaldan til hugar hve undra- vert það er, að óteljandi eimlestir eru sí- felt á ferðinni á milli borga og landa, og miljónir bifreiða eins og endalaus hlekkjafesti samtengir lönd og þjóðir. Þetta er orðið svo daglegt, svo alment, að vér gefum því engan frekari gaum. Oss finst þetta eðlilegt og viröist oss eins og það hafi ávalt verið svo. En er það samt sem áður ekki undravert? Aldrei fyr hefir annaö eins átt sér stað í sögu þessa heims. Það er oss nauðsynlegt að sjá og skilja þýðingu þess. Þaö er tákn Guðs, sem sýnir oss að vér lifum á ‘tima enda- lokanna.” Fyrir rúmum hundrað árum voru járn- brautir óþektar. Einn meðlimur löggjaf- arvaldsins i New York var álitinn ekki með öllum mjalla á þeim tíma, af því að hann hélt að nota mætti gufukatla á landi. Árið 1825 ritaði Nicholas Wood um járnbrautir og komst þannig að orði: ‘Ekkert getur eins mikið hindrað hug- myndina um að leggja járnbrautir og það, að halda fram slíkri heimsku að vagn á járnteinum geti ferðast frá tólf upp í tuttugu mílur á klukkutímanum. Félag nokkurt í Lancaster í Ohio rík- inu bað árið 1828 um leyfi til að nota skólahús, til þess að ræða,hvort gagnlegt mundi vera að leggja járnbrautir, eöa ekki. Skólastjórnin neitaði beiðni félags- ins af eftirfarandi ástæðum: “Skólahúsið er velkomið öllum til að ræða alls konar mál, en ekki til að tala um járnbrautir og málþræði, því að slíkt er blátt áfram Guðs afneitun. í Guðs °rði er ekkert minst á þetta mál. Hefði Guð ætlast til að skynsemi gæddar verur, sem hann hefir skapað, skyldu ferðast með slikum feykilegum hraða, svo sem fimtán mílum á klukkutíma með gufuafli, þá hefði hann vissulega opinberað það fyrir hinum heilögu spámönnum. Þetta er verk djöfulsins til að leðia ódauðlegar sálir til helvítis.” Eftir að járnbrautirnar voru lagðar, Juátt fyrir alla mótspyrnu, urðu farþegar aö sætta sig við mörg ójiægindi á eimlest- arferðum. Þegar rigndi varð að breiða vfir vagnana. Það bar einnig við að neistarnir frá hreyfivélinni kveiktu í vögnunum og stundum urðu menn að nota hesta til að draga vagna á áfangastaðinn. í stað kola notuðu menn við til brenslu og eftir sumum brautum urðu þeir, sem á lestunum unnu, að afla sér hans sjálfir á Ieiðinni. í janúar mánuði árið 1829 var fyrsta hreyfivélin flutt til Bandaríkjanna. Hún var nefnd “America” og var smíðuð á Englandi. Fyrsta hreyfivélin, sem búin var til í Bandaríkjunum, var smiðuð árið 1838 og reyndist hún fremur vel. Eig- (Framh. á bls. 165,-

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.