Stjarnan - 01.11.1930, Blaðsíða 8

Stjarnan - 01.11.1930, Blaðsíða 8
STJARNAN 168 anum. Hér uppgötvaði eg einn galla í reikningi kaupmannsins og aÖ hann hafði gefið mér of marga peninga. Þa'ð var ekki mér aS kenna, en nú hafÖi hann gefiÖ mér fimm hundruÖ dollara fram yfir þá upphæÖ, sem eg hefÖi átt aÖ fá. Nú var eini vegurinn til aÖ komast i samband viÖ hann, aS setja bát á flot og láta hann fara inn í borgina aftur. En nú vorum viÖ hættulega staddir hjá sandrifjunum, og þurftum viÖ ekki einungis aÖ hafa bátinn við höndina heldur alla skipverja, ef skip- iS skyldi fara aÖ draga akkeri í nætur- dimmunni. En peningarnir voru ekki mínir og eg fann aÖ blessun Guös mundi ekki hvíla yfir okkur á þessari ferÖ, ef eg gjörði ekki tilraun til aÖ skila peningun- um. Ef viÖ skyldum farast á ferðinni mundu peningarnir aldrei koma í hendur eigandans aftur, og þá mundi eg vera or- sök í tapi hans. Eg skrifaði þess vegna undir eins hr. Carroll bréf, þar sem eg skýrÖi honum frá öllum málavöxtum, og sendi bátinn með það. Til allrar hamingju kom btáurinn aftur snemma um morguninn, áSur en við ætl- uðum að láta i haf, og sendi kaupmaður- inn mér hina innilegustu þökk fyrir ó- makið. Við vorum fljótir í ferðinni til St. Catherina, þar sem við bættum við fleiri húðum og kaffi við farminn, létum í haf og héldum norður á bóginn áleiðis til New York. Það var fremur róstu- samt í Brazilíu út úr stríðinu við Buenos Ayres, svo að öll verzlun hafði þá náð lágmarki sínu. Við vorum hepnir með veðriö á heim- leiðinni. Þegar við sigldum fyrir norð- austur horn Suður-Ameríku komum við inn í staðvindinn skreið þá skipið mjög hratt norður á bógin. Fyrir utan Vestur- heims eyjarnar tókum við dag nokkurn eftir því, að seglin, sem um það leyti voru rök, þöktust fínum rauðum sandi, sem fór af þegar þau voru orðin þur aftur. Hann var alla tíð hvass að austan og höföu skýin auðsjáanlega borið þetta uppþyrlaða sandryk frá Sahara eyðimörk- inni í Afríku þvert yfir Atlantshafið að ströndum Vesturheims. Á þessari heimsiglingu sýndi skipshöfn- in meiri áhuga fyrir hinum kristilegu sam- komum, sem voru haldnar á skipinu. Það var auðséð að Andi Guðs hafði áhrif á hjörtu þeirra. Einn af hásetunum, James S. að nafni, tók sinnaskiftum og var mjög fagnandi á heimleiðinni. Hann virtist vera allur í andlegum efnum. Eitt kveld- ið hitti eg hann meðan hann var á “vakt” á þilfarinu og þegar hann skýrði frá reynslu sinni, sagði hann: “Munið þér eftir fyrsta kveldinu, þegar við sigldum að heiman, þegar þér kölluðuð alla skips- höfnina upp í lyftinguna og töluðuð til hennar?” “Já,” svaraði eg. ‘“Það var eg, sem þá stóð við stýrið, og þegar þér luk- uð málinu og krupuð á kné og báðuð fyr- ir okkur, mundi mér ekki hafa liðið ver þótt þér hefðuð tekið barefli og gefið mér rothögg; því að annað eins hafði eg aldrei séð fyr.” Einnig annar maður meðal skipverja minna, Thomas B. að nafni, sagðist hafa snúið sér til Krists á þessum tíma. Að undanteknum einum leiðinlegum stormi í fáeina daga höfðum við fagurt veður alla tíð og lentum við að lokum heil- ir á húfi í New York. Fyrstu fréttirnar, sem náðu til mín að heiman voru þær, að faðir minn hefði dáið sex vikum áður en við komum í höfn. Þetta var mér þung reynsla, sem eg ekki hafði búist við, Hann hafði lifað í 79 ár og eg hafði alla tíð verið vanur að sjá hann heima fyrir, þegar eg kom aftur úr langferðum mín- um. Við þessu hafði eg einnig búist í þetta sinn, en Drottinn vildi það öðru- vísi. Á einni af hinum fyrri ferðum minum hafði eg skorað á ungan mann nokkurn að koma með mér heim i átthaga hans í Massachussetts. Og meðan eg í þetta sinn var í stórborginni, tók eg, meðan eg var á gangi í lystigarði, eftir ungum manni, sem sat í forsælu einhvers trés og virtist vera mjög svo niðurlútur og sorg-

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.