Stjarnan - 01.11.1930, Blaðsíða 10

Stjarnan - 01.11.1930, Blaðsíða 10
170 STJARNAN Gjörendur Orðsins Jesús gjörði vilja Föður síns. Krafta- verk hans sýndu að hann var Endurlausn- ari heimsins. Það, sem hann gjörði fyr- ir fólkið, er hann gekk meðal þess, var hin bezta sönnun fyrir því, að hann væri Sonur Guðs. Það er sagt að allir sjúkir væru læknaðir á þeim stöðum, sem hann heimsótti, og enginn maður dó í návist hans. Eæði orð hans og verk vitnuðu um að hann var sendur af Guði. Kraftur fylgdi orðum hans og fólkið dáðist að hinum náðarríku orðum, sem útgengu af munni hans. Það var oft með orði einu að hann gjörði hin mestu kraftaverk. Verk hans voru fyrir öllum mönnum ó- hrekjandi vitni um það, að hanri, Jesús frá Nazaret, var Sonur Guðs, og það lífsins brauð, sem kom frá himni til þess að gefa heiminum líf. Jóhannes skírari hvorki heyrði rœður Krists né sá kraftaverk lians. Jóhannes skírari, fyrirrennari Krists, naut ekki þeirra einakréttinda, að vera með Jesú i byrjun starfs hans. Starf Jó- hannesar var framkvæmt að mestu leyti úti í eyðimörkinni. Þar safnaðist fólkið saman í stórum hópum, til þess að hlusta á iSrunar prédikanir þessa undraverða manns, er hann ávítaði og aðvaraði bæSi hærri og lægri stéttar menn, Farísea, skriftlærða, hermenn og tollheimtumenn. Jóhannes hafði aldrei sjálfur heyrt neina af ræðum Krists, sem hann gaf þann vitn- isburð, að hann hefði verið á undan sér, og að hann væri ekki verSur til að leysa skóþvengi syndberans. Samt sem áður þekti hann Jesúm, er hann kom til Jór- danar, til þess að láta skírast. Þá fékk hann að sjá tákn það, er Guð hafði fyrir- sagt myndi koma yfir hann, sem sé Heil- agur Andi í dúfu líki, og heyrði hann þar Guð gjöra þessa staðhæfingu : “Þessi er minn elskaði Sonur, sem eg hefi velþókn- un á.” Spurning Jóhcmnesar og svar Krists. Skömmu eftir skírn Krists var Jó- hannes handtekinn og honum varpaS í fangelsi. Þá var trú hans á Jesúm, sem Frelsara heimsins, reynd til þess ýtrasta, svo að hann að lokum sendi tvo lærisveina sína til Jesú með þessa spurningu: ‘Ert þú sá, sem koma á, eða eigum vér að vænta annars ?” Gefið svari Krists gaum, því að sagt er: “Á þeirri stundu var hann að lækna marga af sjúkdómum og plágum og af illum önd um, og mörgum blindum gaf hann sýn.” Hann virtist ekki gefa lærisveinum Jó- hannesar gaum, en síðan snýr hann sér að þeim og segir: “Farið og kunngjöriö Jóhannesi það sem þið hafiö séð og heyrt: Blindir fá sýn, haltir ganga, líkþráir hreinsast og daufir heyra, dauðir upprísa og fátækum er boðað fagnaðarerindi. Og sæll er sá, sem ekki hneykslast á mér.” Lúk. 7 \2i-2T,. Jesús benti á verk sín, sem svar upp á spurningu Jóhannesar. Jóhannes vissi að þetta voru einmitt þau kraftaverk sem spámaöurinn hafði fyrirsagt að Messías tnyndi fremja þegar hann kæmi. Hafði hann ekki sjálfur svarað sendimönnum Faríseanna, er þeir sendu til hans, til þess að komast að raun um hver hann væri: “Eg er rödd manns, er hrópar í óbygð-

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.