Stjarnan - 01.11.1931, Síða 1
STJARNAN
\
J
r
J
Illgresi og synd
íyrir nokkru fór eg í góða veðrinu út í garðinn,
til þess að hreinsa til dálítið, brenna illgresi og koma
öllurn gömlum maisstönglum í burtu fyrir veturinn.
Þegar eg að því búnu fór inn í húsið aftur, til þess að
hafa fataskifti, tók eg eftir því að sokkarnir mínir voru
þaktir illgresisfrækornum, sem loddu við þá, en hvert
sem eg stýrði sporum mínum um húsið féllu sum
þeirra af við hreyfingar mínar. — Eg fór þá að hugsa
um hversu líkt illgresið er syndinm. Enginn getur
ugglaust haldið til, þar sem hún þrífst og blómgast, og
ímyndað sér að hann geti varðveitt sjálfan sig hreinan
og óflekkaðan til lengdar, því að hún loðir við eðli
manns eins og illgresisfrækornin við sokkana; og ef
hún loðir við mann, þá er hann vís til að dreifa henni
hvert sem hann fer,—oft og tíðum í hjörtu hinna ungu
og óreyndu. — Hjinn kristni verður að forðast þá staði,
þar sem syndin er haldin í hávegum, til þess að hann
sjálfur sýkist ekki af henni, né beri hana út til annara.
Maður verður að hafa hugann við hann, sem er kær-
leikans og hreinleikans Guð, til þess að geta verið
hreinn í þessum heimi. —D. G.
N!OV., 1931
WINNIPEG, MAN. Verð: 15C