Stjarnan - 01.11.1931, Síða 3

Stjarnan - 01.11.1931, Síða 3
STJARNA N Uppfyltur spádómur Gamall Indíáni af Aztec þjóðflokkn- um lá fyrir dauÖanum í litla kofanum sínum, í þorpinu Huerjapan í Mexico. Ættingjar hans og vinir höföu safnast kring um hann, til aS sjá hann í síÖasta sinni og kveðja hann. Hinn deyjandi öldungur hvatti börn sín til að leita eftir hreinna og bjartara ljósi, heldur en trúarbrögÖ þeirra veittu þeim. Með öruggri trúar fullvissu sagði hann sonum sínum, að heir myndu öðlast meira ljós. Svo kvaddi hann rólega og hneig niöur örendur. Einn sona hans, Antonio Ramirez, fann spánverska blaðið, sem vér gefum út, þegar hann var að líta yfir eftirlátnar eigur föður síns. Hann las blaðið og skært ljós rann upp í sálu hans. Það var fagnaðarerindið; uppfylling á spá- dómi föður hans er hann lá banaleguna. I níu ár las Antonio þetta blað, svo skrif- aði hann útgefandanum og bað um frek- ari upplýsingar. Hann gerðist áskrifandi að blaðinu, keypti Biblíu og fleiri bækur. Hann hélt áfram að lesa, tók á móti Kristi og varð nýr maður. Hann leiddi marga fleiri til þekkingar á sannleikan- um. Þegar eg fyrir nokkru síðan heim- sótti hann á hvíldardaginn fór hann með mig inn í miðjan bæinn, þar stóð snoturt hvítt bænahús, sem brátt fyltist af fólki. Það hafði alt snúið sér til Krists fyrir áhrif þessa manns. —J. B. Nelson. Þýðingarmeáta spurningin Margar og mikilsverðar spurningar liggja fyrir leiðtogum kirkjunnar og stjórnendum þjóðanna á þessum dögum, þegar uppreisnarandi, atvinnuleysi, og fjárþröng hvarvetna gerir vart við sig í svo stórum stíl að til vandræða horfir. En þó er ein spurning meira áríðandi en allar aðrar, því úrlausn hennar er lykill- inn, sem nota má, til að opna forðabúr auðs þess og vizku, sem með þarf til að greiða úr öllum þeim vandamálum, sem áður eru nefnd. Spurningin er þessi: “Er Biblían óskciknl? Er hún Guðs opinberdða orð? Nú skulum vér benda á það sem oss virðist vera óhrekjandi sannanir fyrir því að Biblían sé Guðs orð. i. Áhrif orðsins á líf þeirra sem trúa og breyta eftir því. Vantrúarmaður var einu sinni á ferð í Austurálfunni og heimsótti innfæddan höfðingja, sem snúist hafði til Kristni. Þegar höfðingi þessi lét í ljósi trú sína á Guðs orð í Heilagri Ritningu, þá spurði vantrúarmaðurinn hvort hann væri svo einfaldur að trúa slíkum æfintýrum. Höfðinginn gaf ekki beint svar upp á spurningu hans, heldur benti honum á kylfu sem lá skamt frá þeim, og stóran pott og sagði: “Ef það hefði ekki verið fyrir áhrif Guðs orðs á líf vort og breytni,

x

Stjarnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.