Stjarnan - 01.11.1931, Side 6
i66
STJARNA N
býÖur y'Öur aÖ bera þaÖ fram: ‘Berið nú
fram málefni yÖar,’ segir Drottinn, 'far-
ið fram með varnir yðar.’ Hverjar eru
þessar varnir? Vér skulum lesa áfram.
‘Láturn þá koma með og kunngera oss
hvað verða muni. Gerið kunnugt hvað
það er sem þér áður hafið spáð, svo að
vér getum hugleitt það og séð, hversu
það hefir ræzt, eða látið oss heyra hvað
koma á. Gerið kunnugt hvað héreftir
muni fram koma svo vér megum sjá að
þér eruð Guðir!”
“Hefir Biblían fullnægt þessum skil-
yrðum?” spurði hr. Einarson, “eg meina
skýrt og ótvírætt.”
“Hefi eg ekki þegar fyrir löngu sagt
þér það og boðað það ? Og þér eruð vott-
ar mínir,” svaraði hr. Djarfur.
“Þér, já, jafnvel þú, hr. Einarson, og
aðrir vantrúarmenn, sem hér eru við-
staddir, eru vitni upp ’ á áreiðanlegleika
spádóma þeirra sem gefnir voru fyrir
hundruðum ára.”
Hr. Einarson stökk á fætur. “Þú mein-
ar þó ekki að þú ætlir að láta okkur
sanna spádóma þína?” spurði hann for-
viða.
“Það er einmitt það, sem eg ætla að
gera,” svaraði ræðumaður brosandi.
Hönum var auðsjáanlega skemt að sjá
undrun fólksins.
“En við trúum ekki Biblíunni, og álitum
spádóma hennar blátt áfram fjarstæðu,
og þó ætlar þú að láta okkur sanna það,
sem við leggjum engan trúnað á,” sagði
hr. ’Einarson.
Lilja hvíslaði að bróður sínum: “Nú
fer að verða gaman að því, hann hefir
komið pabba af stað.”
Guðmundur brosti og sagði: “Já, víst
er það, en pabbi er ekki sá eini sem kom-
inn er í hreifingu. Littu í kring um
Þig”
Hún leit á fólkið og allir virtust vera
á nálum af forvitni til að heyra hvað
næst yrði upp á teiningnum.
“Það, að þér eruð vantrúarmenn, að
þér móti vilja yðar berið vitnisburð um
sannleikann, þetta gerir vitnisburð yðar
því áhrifameiri,” svaraði hr. Djarfur,
þegar hr. Einarson settist niður. Guð
auglýsti fyrir 2500 árum að hann mundi
sanna orð sín með vitnisburði þeirra
manna, sem ekki segjast trúa orði hans.
Þetta er djarflega talað, en það eruð þér,
sem skuluð bera vitni um sannleika spá-
dómanna.
“Vísindin hafa leyst úr mörgum erf-
iðum spurningum. Þau virðast nær því
}-firnáttúrleg, en samt hafa þau ekki leitt
oss feti frarnar en feður vorir stóðu
hvað því viðvíkur að geta sagt fyrir
óorðna hluti. Mannlegir kraftar og vits-
munir geta engu fremur séð eða sagt
fyrir leyndardóma framtiðarinnar, heldur
en þeir geta náð í stjörnur vetrarbrautar-
innar.
“Vér getum ekki séð fyrir hvað verða
muni næsta ár, ekki einu sinni athurði
morgundagsins. Óvissan er eins og vegg-
ur frammi fyrir okkur. \’ér getum gizk-
að á, vér getum vonað, en vér getum ekki
vitað hvað framtíðin ber i skauti sínu.
“Ef framtíðar atburðir, margir og mis-
munandi, hafa verið nákvæmlega sagðir
fyrir svo þeir ná yfir alkunnar þjóðir og
timabil, ekki aðeins um fáein ár, heldur
þúsundir ára; ef slíkir spádómar hafa
verið framfluttir á þann hátt. að ómögu-
legt sé að hafa nokkur brögð í tafli til
að rangfæra málið, svo atburðirnir lagi
sig eftir sjádóminum; ef vantrúarmenn
verða sjálfir að kannast við, að spádórn-
arnir eru nákvæmlega uppfyltir, og geta
enga skýringu gefið, ef þér, sem hér eruð,
sjáið að spádómar gefnir fyrir 2500 árum
eru nákvæmlega uppfyltir, hvernig getið
þér þá efast um, að yfirnáttúrlegur vís-
dómur hefir opinberað ókomna atburði?
“Hér er bók full af spádómum, sem
ná til allra þjóða og tíma. Hún segir
fyrir atburði, sem áttu ekkert skylt við
neitt, er sýnilegt var eða átti sér stað á
þeim tíma sem þeir voru gefnir; atburðir.
sem gagnstæðir voru öllu því, er hafði
heyrst eða þekst fram að þeim tíma, í
öllu tilliti óliklegir, og fyrir manna sjón-
um ómögulegir, atburðir, sem snerta lif