Stjarnan - 01.11.1931, Side 9

Stjarnan - 01.11.1931, Side 9
STJARNAN 169 við stríðið. Hann fór út á undan mér og eftir að hann var farinn var mér gefið það, sem eg átti að fá. Eftir þetta tók fangavörðurinn oss á markað. Þar keyptum vér flókaskó, loð- skinns húfur, loðskinns vetlinga og fleira nauðsynlegt, eftir því sem vér höfðum efni til. Sumir okkar beiddu síðan um leyfi til að fara á pósthúsið, og er þetta leyfi var fengið leigðum vér sleða og þustum af stað gegnum göturnar. Mér fanst þetta vera næst því að fljúga, svo dýrmætt var mér ferska loftið og frjáls- ræðið. Það var orðið dimt er vér komum aftur á stöðina, hestar og sleðar voru þar til reiðu handa oss. Rétt í því að vér vorum að koma oss fyrir í sleðunum kom einn Baptista presturinn til að kveðja. Hann var mjög hryggur í bragði. Hraðskeyti hafði verið sent þangað og heimtað að hann kæmi aftur til Odessa, til að mæta ákæru, sem borin var gegn honum sams- konar og sú, sem orsakað hafði útlegðar- dóm hans. Hann varð að fara til haka hina sömu sorgarleið, sem vér höfðum kornið hingað. Eftir alt þetta var hann sýknaður af kærunni, en var samt sem áður neyddur til að taka hina löngu og erfiSu ferð aftur til Síberíu, til að full- nægja hinu fyrra dómsatkvæði. Sleðalestin fór loks af stað. Af því eg var ekki frískur, þá var yfirgæzlu- maðurinn svo hugulsamur, að láta mig keyra i þægilegum sleða með útlaga í hárri stöðu. Þessi maður var guðleysingi, og geðjaðist mér tal hans svo illa, að eg kaus miklu fremur annan íélagsskap. Eg yfirgaf hann og keyrði með Gorelic í litlum sleða. Stjörnurnar tindruðu í heiðbláu loftinu, er vér ókum yfir hinar viðáttumiklu, snjóþöktu sléttur. Þegar ökumaður vor stanzaði, þá vissum vér að sleði sem á undan var hafði farið um koll. Það bar oft við því sleðarnir voru mjóir. Einn af stríðsföngunum virtist ætla að deyja af kulda, svo eg gaf honum það sem eg mátti missa af fatnaði, annars hefði hann að lííkindum frosið til dauða. Stundum þóttumst vér sjá úlfa. Það var alls ekki ómögulegt að vér hefðum séð þá, en stundum reyndist að það voru hrísrunnar, þessir dökku blettir, sem vér hugðum væru úlfar. Klukkan ellefu komum vér til þorps- ins, þar sem vér áttum að gista það sem eftir var næturinnar. Fólkið, sem við gistum hjá, gaf oss lítinn gaum því út- lagar voru hýstir þar á hverri nóttu. Eft- ir að vér höfðum hlýjað oss um stund lögðumst vér til hvíldar á gólfinu. Snemma næsta morguns vorum vér kallaðir til ferða. í hverju þorpi sem vér komum til, með 10-20 mílna millibili, var skift um hesta og ökumenn. Sumstaðar var snjórinn jafn og sléttur, annarsstaðar voru háir snjóskaflar og djúpar lægðir á milli. Eftir að fyrsta dagleiðin var á enda, keyrðuro vér oftast á ísnum á fljótinu Ob. Þessi á er aðal vegurinn yfir þenna hluta landsins bæði sumar og vetur. Þar er mjög strjálbygt, aðeins smá bygðir fram með árbökkunum. Tré sáust á stangli hér og þar, en þéttust nokkuð er lengra dró. Þetta var síðari hluta febrúarmánaðar. ísinn var hér um bil 10 feta þykkur. Hefðum vér ekki orðið að bíða í Kursk, þá hefðum vér verið hér á ferð þegar kuldinn var enn meiri og klæðnaður vor ónógur. Vér mögluðum og vorum nær örvæntingu, vegna þess að vér urðum að bíða svo lengi í fangelsinu í Kursk. Nú sáum vér að það var Guðs forsjón, sem styrkti oss í gegnum þá reynslu í stað þess að leysa oss frá henni. Eg var talsvert veikur annan og þriðja daginn á sleðaferðinni. Þriðju nóttina vorum vér í Kalpasheva, þá hafði eg svo mikinn hita að formaður lestarinnar ráð- lagði mér að verða eftir þar á sjúkra- húsinu. Gorelic gat ekki til þess hugsað, að vér skildum. Hann hjúkraði mér sem bezt hann gat um nóttina. Næsta morg- un lagði hann mig á mjóa sleðann okk- ar, og með aðstoðs stríðsfanga nokkurs,

x

Stjarnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.