Stjarnan - 01.11.1931, Blaðsíða 14

Stjarnan - 01.11.1931, Blaðsíða 14
174 stjarnan Eina meðalið (Framh. frá bls. 162} sjó með feikna hraÖa, og sent skeyti um- hverfis jöröina með radio á styttri tíma en einnri mínútu. Vér rannsökum frum- efni náttúrunnar og lærum leyndardóm- inn um samsetningu þeirra og eÖli. Alt virðist standa opið fyirr oss. Þó er eitt atriði, og hað mjög áríðandi, sem menn vita ekki, og sem þeir með hverjum líðandi degi gefa minni gaum, það er þetta: Vér stöndum sem glataðir syndarar frammi fyrir lifandi Guði, án vonar um frelsun, nema vér þiggjum hana, sem náðargjöf föðursins fyrir trú á Jesúm Krist. Orð Jesajasar spámanns koma til vor með því meiri krafti sem lengra liður á tímann. “Uxinn þekkir eiganda sinn og asninn jötu húsbónda síns, en ísrael þekkir ekki, mitt fólk skilur ekki, vei hinni syndugu þjóð, þeim lýð sem misgjörðum er hlaðinn, afsprengi illræðismanna, spiltum börnum. Þeir hafa yfirgefið Drottinn, smáð hinn heil- aga í ísrael og snúið baki við honum.” Jes. 1:3-4- Það er nauðsynlegt fyrir oss aS vita að vér erum spiltir og getum ekki hætt oss sjálfir. Sálmaskáldið segir: “Ef þú, Drottinn, vildir gefa gætur að misgjörð- um, herra, hver fengi þá staðist?” Sálm. 130:3. Aftur biður hann: “Gakk eigi í dóm við þjón þinn, því að enginn lifandi maður er réttlátur fyrir augliti þínu.” Þetta var það sem vakti fyrir Jeremía er hann eggjaði ísraelsmenn og enginn gaf gaum að áminningum hans: “Getur blámaðurinn breytt hörundslit sínum, eða pardusdýrið flekkjum sínum, þá munduð þér og megna að gera vel, þér, sem vanist hafið að gera ilt.” Jer. 13:23. Páll post- uli segir: “Vér höfum þegar áður gefið bæði Gyðingum og Grikkjum að sök að þeir væru allir undir synd, eins og ritað er. Ekki er neinn réttlátur. Ekki einn.” Róm. 3 :9-io. Frelsið i Kristi. Guði sé lof. Þótt vér séum allir syndarar þá er læknismeðal fyrir hendi—blóðið Jesú Krists, sonar hans, hreinsar oss af allri synd.” John 1 :y. Pétur postuli segir: “Hann bar sjálfur syndir vorar á likama sínum upp á tréð, til þess að vér skyldum dánir frá syndunum lifa réttlætinu. Fyrir hans benjar eruð þér læknaSir.” 1. Pét. 2:24. “Því Kristur leið líka einu sinni fyrir syndir, réttlátur fyrir rangláta svo hann gæti leitt oss til Guðs. Hann var að vísu deyddur að líkamanum til, en lifandi gjörður sem andi.” 1. Pét. 3:18. Jesús er eini vegurinn til frelsunar. Vér ættum nú, betur en nokkru sinni fyr, að skilja kraft þann sem liggur í orðum hans er hann segir: “Eg er vegurinn, sannleikurinn og lífið, enginn kemur til föðursins nema fyrir mig.” Jóh. 14:6. Pétur segir einnig: “Og ekki er hjálp- ræðið í neinum öðrum, því að eigi er heldur annað nafn undir himninum, er menn kunna að nefna, er oss sé ætlað fyrir hólpnum að verða.” Postulas. 4:12. Oss er jafn ómögulegt að frelsa sjálfa oss með eigin krafti eins og að lyfta oss upp frá jörðinni með því að toga í hárið á höfði voru. Vér verðum að leita lengra heldur en kraftar vorir ná, ef vér viljurn öðlast hinn frelsandi kraft. Það sem er ómögulegt fyrir mönnum er mögulegt fyrir Guði. “Sjá það Guðs lamb sem ber heims- ins synd.” Allir geta séð. Hinn fátæki og óhamingjusami getur séð, engu síður en hinn ríki og voldugi í heiminum. Vér getum allir séð. Vér þurfum hvorki þekkingu, afl eða áreynslu til að geta séð. Vér getum öðlast frelsun án eigin verðskuldunar, með því blátt áfram að líta til Jesú, trúa á hann og setja alla vora von til hans. Þetta geta allir gert. Frelsið er fyrir hvern sem vill þiggja það. Vér lítum til Jesú, þetta ummynd- ar líf vort. Ef menn vildu virða Jesúm

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.