Stjarnan - 01.02.1932, Side 3
STJARNAN
19
Avextir iðrunarinnar
“En er hann sá marga af Faríseum og
tollheimtumönnum koma til skirnar sinn-
ar, sagÖi hann við þá, þér nööru afkvæmi,
hver kendi yður að flýja undan hinni
komandi rei'Öi ? Berið þá ávöxtu sam-
boðna iðruninni.” Matt. 3 :J, 8. “Af á-
vöxtum þeirra skuluð þér þekkja þá,
hvort geta menn lesið vínber af þyrnum
eða fíkjur af þistlum. Þannig ber hvert
gott tré góða ávöxtu, en skemt tré ber
vonda ávöxtu. Gott tré getur ekki borið
vonda ávöxtu, ekki heldur skemt tré bor-
ið góða ávöxtu. Hvert það tré, sem ekki
ber góðan ávöxt er upp höggvið og því
á eld kastað.” Matt. 7:16-19.
Það er náttúrlegt fyrir þann, sem hefir
iðrast, og snúið sér til Guðs að bera góða
ávöxtu. Það væri ónáttúrlegt ef hann
ekki bæri ávöxt. Jesús sagði: “Eg er
vínviðurinn þér eruð greinarnar, sá, sem
er í mér og eg í honum hann ber mikinn
ávöxt, því að án mín getið þér alls ekk-
ert gjört.” Jóh. 15:5. Þessi ávöxtur er
ávöxtur andans, sem er: “Kærleiki, gleði
friSur, langlyndi, igæzka, góðvild, trú-
menska hógværð, bindindi.” Gal. 5:22.
Allir þessir ávextir koma í ljós í lífi þess
manns, sem hefir snúið sér til Guðs.
Vér skulum nú athuga nokkra þessara
ávaxta. “Elska skalt þú Drottinn Guð
þinn af öllu hjarta þínu, allri sálu þinni
og af öllum mætti þínum og af öllum huga
þínum, og náunga þinn eins og sjálfan
þig.” Lúk. 10:27.
“Af því þekkjum vér að vér elskum
Guðs börn, þegar vér elskum Guð og
breytum eftir boðorðum hans, því að i
þessu birtist elskan til Guðs að vér höld-
unt hans boðorð og hans boðorð eru ekki
þung.” i.Jóh. 5:2, 3.
“Sá, sem hefir mín boðorð og heldur
þau hann er sá sem elskar mig.” Jóh. 14;
21.
Gleði. “Þetta hefi eg talaS til yðar,
svo fögnuður minn sé bjá yður og fögn-
uður yðar fullkomnist.” Jóh. 15:11. En
Guð vonarinnar fylli yður öllum fögnuði.
og friði í trúnni, svo að þér séuð auðugir
að voninni í krafti heilags anda. Róm.
15:13. “Eg hefi enga meiri gleði en þá
að börn mín framgangi í sannleikanum.”
3. Jóh. 1:4.
Friður. Erið læt eg eftir hjá yður,
minn frið gef eg yður, ekki gef eg yður
eins og heimurinn gefur, hjarta yðar
skelfist ekki né hræðist.” Jóh. 14:27.
“Gnótt friðar hafa þeir, sem elska lög-
mál þitt.” Sálm. 119:165.
“AJ, að þú vildir gefa gaum að boðorð-
um mínum, þá mundi friður þinn verða
sem fljót, og réttlæti þitt sem bylgjur
sjávarins.” Jes. 48:18.
Þeir, sem eru nýjar skepnur í Jesú
Kristi bera ávexti andans. Þeir fylgja
ekki lengur hinum fyrri fýsnum sínum.
heldur fyrir trúna á Guðs orð feta þeir
nú í Jesú fótspor, endurspegla hugarfar
hans, þeir hreinsa sjálfa sig eins og hann
er hreinn. Nú elska þeir það, sem þeir
áður hötuðu, og hata það, sem þeir áður
elskuðu. Hinir dramblátu og einþykku,
verða hógværir og auðmjúkir, þeir, sem